Málþing um þjóðtrú Íslendinga Magnús Guðmundsson skrifar 13. febrúar 2015 15:30 Gunnar Þór Bjarnason er formaður Félags um átjándu aldar fræði. Félag um átjándu aldar fræði efnir til málþings á laugardaginn um nýjar rannsóknir á þjóðtrú Íslendinga á seinni öldum. Gunnar Þór Bjarnason, formaður félagsins, segir starf félagsins líflegt og öllum opið. „Við höldum þrjú málþing á ári, efnum til sumarferðar og tökum þátt í alþjóðlegu samstarfi. Við erum alla jafna að leita að fólki með nýjar áherslur og rannsóknir og skilgreinum átjándu öldina frekar vítt, horfum meira til tímabilsins en tímans.“ Erindin á laugardaginn flytja Aðalheiður Guðmundsdóttir, Um vættir í sögum og sinni, Ármann Jakobsson, Flokkun hins óflokkanlega. Náttúruvísindi og þjóðfræði á 19. öld, Eva Þórdís Ebenezersdóttir, Fatlað fólk með sérstaka og yfirnáttúrulega hæfileika, og Hrefna Sigríður Bjartmarsdóttir, Fylgjutrú í kjölfar siðbreytingar. „Erindin eru ekki nema um tuttugu mínútur að lengd svo það gefist tími fyrir spjall og léttar veitingar í hléi. Við leggjum áherslu á að málþing sem þetta sé við alþýðu hæfi en ekki aðeins fyrir fræðasamfélagið enda ekki óalgengt að það séu um hundrað manns sem mæta. Málþingið er haldið í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðunnar á laugardaginn kl. 13.30-16.30 og að sjálfsögðu eru allir áhugasamir velkomnir.“ Menning Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Félag um átjándu aldar fræði efnir til málþings á laugardaginn um nýjar rannsóknir á þjóðtrú Íslendinga á seinni öldum. Gunnar Þór Bjarnason, formaður félagsins, segir starf félagsins líflegt og öllum opið. „Við höldum þrjú málþing á ári, efnum til sumarferðar og tökum þátt í alþjóðlegu samstarfi. Við erum alla jafna að leita að fólki með nýjar áherslur og rannsóknir og skilgreinum átjándu öldina frekar vítt, horfum meira til tímabilsins en tímans.“ Erindin á laugardaginn flytja Aðalheiður Guðmundsdóttir, Um vættir í sögum og sinni, Ármann Jakobsson, Flokkun hins óflokkanlega. Náttúruvísindi og þjóðfræði á 19. öld, Eva Þórdís Ebenezersdóttir, Fatlað fólk með sérstaka og yfirnáttúrulega hæfileika, og Hrefna Sigríður Bjartmarsdóttir, Fylgjutrú í kjölfar siðbreytingar. „Erindin eru ekki nema um tuttugu mínútur að lengd svo það gefist tími fyrir spjall og léttar veitingar í hléi. Við leggjum áherslu á að málþing sem þetta sé við alþýðu hæfi en ekki aðeins fyrir fræðasamfélagið enda ekki óalgengt að það séu um hundrað manns sem mæta. Málþingið er haldið í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðunnar á laugardaginn kl. 13.30-16.30 og að sjálfsögðu eru allir áhugasamir velkomnir.“
Menning Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira