Ók yfir heiðina með mat fyrir krakkana kristjana björg guðbrandsdóttir skrifar 10. febrúar 2015 07:00 Nemendurnir 57 nutu gestrisni heimamanna í félagsheimilinu á Hólmavík. Þá sultu þau ekki í rútunni þökk sé velgjörðamanni þeirra, Jóni Heiðari Guðjónssyni. Mynd/Jón Halldórsson „Þegar við hringdum í lögregluna þá vildi hún ekki hætta sínum starfsmönnum út okkur til aðstoðar,“ segir Sigurveig Anna Gunnarsdóttir, einn nemenda Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, um sautján klukkustunda dvöl í rútu við Djúpveg um nótt. Rútan sat föst við Djúpveg sem fór í sundur á tveimur stöðum á sunnudag, rétt fyrir sunnan Hólmavík við Skeljavík og í Staðardalnum við gatnamót Djúpvegar og Drangsnesvegar. „Veðurskilyrði voru svo slæm að þeir neituðu okkur um þessa aðstoð, sumir foreldrar voru ósáttir,“ segir Hugrún Pálsdóttir, samnemandi hennar.Fleiri en nemendurnir dvöldu í félagsheimilinu. Um 80 ferðalangar voru strand á Hólmavík.Þar sem nemendurnir dvöldu í rútunni í niðamyrkri fengu þeir þó óvæntan glaðning um miðja nótt. Jón Heiðar Guðjónsson sem starfar við hótelrekstur í Reykjanesi hætti sér yfir Steingrímsfjarðarheiðina til þeirra og kom færandi hendi. Jón Heiðar kom meðal annars með 150 samlokur, súkkulaði og ýmiss konar snarl. Hann vildi ekki tjá sig um málið við blaðamann. „Við vorum svo þakklát,“ segir Sigurveig Anna. „Eiginlega fá engin orð því lýst. Það var ekkert nálægt okkur. Sjötíu kílómetrar í næsta bæ fyrir aftan okkur.“ Nemendurnir komu til Hólmavíkur klukkan ellefu í gærmorgun og dvöldu í félagsheimilinu þar ásamt fleiri ferðalöngum við gott atlæti á meðan Vegagerðin á Hólmavík vann hörðum höndum að því að gera við veginn. Segja má að bæjarlækurinn hafi breyst í stórfljót og rifið veginn í sundur.Bæjarlækurinn breyttist í stórfljót og vegurinn fór í sundur. Bráðabirgðaviðgerð var gerð á veginum.Sverrir Guðbrandsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni, sagði að orsökina væri að finna í stíflu í ræsi. „Það er langt ræsi sem gengur í gegnum flugbrautina hér. Við mokuðum upp undir þar sem ræsið á að vera. Það er bráðabirgðaaðgerð, svo það sé hægt að aka þessa leið. Svo verður sett upp nýtt ræsi.“ Ungmennin lögðu af stað frá Hólmavík. „Við fengum samlokur og fleira í hádeginu, fórum í sund og borðuðum heitt lasanja í kvöldmatinn,“ segir Sigurveig Anna frá ánægð með gestrisni bæjarbúa. Og þótt örlað hafi á þreytu í mannskapnum í gærkvöldi mátti heyra fagnaðaróp þegar þau fóru yfir viðgerðan veg á leið heim á Sauðárkrók.Nemendurnir dvöldu lengi í rútunni en Jón heiðar Guðjónsson gerði þeim lífið léttara og færði þeim mat. Tengdar fréttir „Allar ákvarðanir sem teknar voru á vettvangi réttar“ „Þegar við komum þarna þá virkaði þetta ekki eins og mikið fljót fyrir okkur,“ segir rútubílstjórinn Sævar Þorbergsson. Lögregla og björgunarsveitir hafi þó vitað betur og tekið réttar ákvarðanir. 9. febrúar 2015 15:33 Sjáðu myndbandið úr rútunni: Nemendurnir komast loksins af stað Einn nemenda hefur birt myndband af stundinni þegar rútan komst loks yfir staðinn norðan Hólmavíkur þar sem vegurinn hafði farið í sundur. 9. febrúar 2015 20:27 Krakkarnir hafast við í fjöldahjálparstöð Rauða krossins Um sextíu ungmenni sátu í rúmar tólf klukkustundir í rútu við Hólmavík. 9. febrúar 2015 13:30 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Sjá meira
„Þegar við hringdum í lögregluna þá vildi hún ekki hætta sínum starfsmönnum út okkur til aðstoðar,“ segir Sigurveig Anna Gunnarsdóttir, einn nemenda Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, um sautján klukkustunda dvöl í rútu við Djúpveg um nótt. Rútan sat föst við Djúpveg sem fór í sundur á tveimur stöðum á sunnudag, rétt fyrir sunnan Hólmavík við Skeljavík og í Staðardalnum við gatnamót Djúpvegar og Drangsnesvegar. „Veðurskilyrði voru svo slæm að þeir neituðu okkur um þessa aðstoð, sumir foreldrar voru ósáttir,“ segir Hugrún Pálsdóttir, samnemandi hennar.Fleiri en nemendurnir dvöldu í félagsheimilinu. Um 80 ferðalangar voru strand á Hólmavík.Þar sem nemendurnir dvöldu í rútunni í niðamyrkri fengu þeir þó óvæntan glaðning um miðja nótt. Jón Heiðar Guðjónsson sem starfar við hótelrekstur í Reykjanesi hætti sér yfir Steingrímsfjarðarheiðina til þeirra og kom færandi hendi. Jón Heiðar kom meðal annars með 150 samlokur, súkkulaði og ýmiss konar snarl. Hann vildi ekki tjá sig um málið við blaðamann. „Við vorum svo þakklát,“ segir Sigurveig Anna. „Eiginlega fá engin orð því lýst. Það var ekkert nálægt okkur. Sjötíu kílómetrar í næsta bæ fyrir aftan okkur.“ Nemendurnir komu til Hólmavíkur klukkan ellefu í gærmorgun og dvöldu í félagsheimilinu þar ásamt fleiri ferðalöngum við gott atlæti á meðan Vegagerðin á Hólmavík vann hörðum höndum að því að gera við veginn. Segja má að bæjarlækurinn hafi breyst í stórfljót og rifið veginn í sundur.Bæjarlækurinn breyttist í stórfljót og vegurinn fór í sundur. Bráðabirgðaviðgerð var gerð á veginum.Sverrir Guðbrandsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni, sagði að orsökina væri að finna í stíflu í ræsi. „Það er langt ræsi sem gengur í gegnum flugbrautina hér. Við mokuðum upp undir þar sem ræsið á að vera. Það er bráðabirgðaaðgerð, svo það sé hægt að aka þessa leið. Svo verður sett upp nýtt ræsi.“ Ungmennin lögðu af stað frá Hólmavík. „Við fengum samlokur og fleira í hádeginu, fórum í sund og borðuðum heitt lasanja í kvöldmatinn,“ segir Sigurveig Anna frá ánægð með gestrisni bæjarbúa. Og þótt örlað hafi á þreytu í mannskapnum í gærkvöldi mátti heyra fagnaðaróp þegar þau fóru yfir viðgerðan veg á leið heim á Sauðárkrók.Nemendurnir dvöldu lengi í rútunni en Jón heiðar Guðjónsson gerði þeim lífið léttara og færði þeim mat.
Tengdar fréttir „Allar ákvarðanir sem teknar voru á vettvangi réttar“ „Þegar við komum þarna þá virkaði þetta ekki eins og mikið fljót fyrir okkur,“ segir rútubílstjórinn Sævar Þorbergsson. Lögregla og björgunarsveitir hafi þó vitað betur og tekið réttar ákvarðanir. 9. febrúar 2015 15:33 Sjáðu myndbandið úr rútunni: Nemendurnir komast loksins af stað Einn nemenda hefur birt myndband af stundinni þegar rútan komst loks yfir staðinn norðan Hólmavíkur þar sem vegurinn hafði farið í sundur. 9. febrúar 2015 20:27 Krakkarnir hafast við í fjöldahjálparstöð Rauða krossins Um sextíu ungmenni sátu í rúmar tólf klukkustundir í rútu við Hólmavík. 9. febrúar 2015 13:30 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Sjá meira
„Allar ákvarðanir sem teknar voru á vettvangi réttar“ „Þegar við komum þarna þá virkaði þetta ekki eins og mikið fljót fyrir okkur,“ segir rútubílstjórinn Sævar Þorbergsson. Lögregla og björgunarsveitir hafi þó vitað betur og tekið réttar ákvarðanir. 9. febrúar 2015 15:33
Sjáðu myndbandið úr rútunni: Nemendurnir komast loksins af stað Einn nemenda hefur birt myndband af stundinni þegar rútan komst loks yfir staðinn norðan Hólmavíkur þar sem vegurinn hafði farið í sundur. 9. febrúar 2015 20:27
Krakkarnir hafast við í fjöldahjálparstöð Rauða krossins Um sextíu ungmenni sátu í rúmar tólf klukkustundir í rútu við Hólmavík. 9. febrúar 2015 13:30