Ók yfir heiðina með mat fyrir krakkana kristjana björg guðbrandsdóttir skrifar 10. febrúar 2015 07:00 Nemendurnir 57 nutu gestrisni heimamanna í félagsheimilinu á Hólmavík. Þá sultu þau ekki í rútunni þökk sé velgjörðamanni þeirra, Jóni Heiðari Guðjónssyni. Mynd/Jón Halldórsson „Þegar við hringdum í lögregluna þá vildi hún ekki hætta sínum starfsmönnum út okkur til aðstoðar,“ segir Sigurveig Anna Gunnarsdóttir, einn nemenda Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, um sautján klukkustunda dvöl í rútu við Djúpveg um nótt. Rútan sat föst við Djúpveg sem fór í sundur á tveimur stöðum á sunnudag, rétt fyrir sunnan Hólmavík við Skeljavík og í Staðardalnum við gatnamót Djúpvegar og Drangsnesvegar. „Veðurskilyrði voru svo slæm að þeir neituðu okkur um þessa aðstoð, sumir foreldrar voru ósáttir,“ segir Hugrún Pálsdóttir, samnemandi hennar.Fleiri en nemendurnir dvöldu í félagsheimilinu. Um 80 ferðalangar voru strand á Hólmavík.Þar sem nemendurnir dvöldu í rútunni í niðamyrkri fengu þeir þó óvæntan glaðning um miðja nótt. Jón Heiðar Guðjónsson sem starfar við hótelrekstur í Reykjanesi hætti sér yfir Steingrímsfjarðarheiðina til þeirra og kom færandi hendi. Jón Heiðar kom meðal annars með 150 samlokur, súkkulaði og ýmiss konar snarl. Hann vildi ekki tjá sig um málið við blaðamann. „Við vorum svo þakklát,“ segir Sigurveig Anna. „Eiginlega fá engin orð því lýst. Það var ekkert nálægt okkur. Sjötíu kílómetrar í næsta bæ fyrir aftan okkur.“ Nemendurnir komu til Hólmavíkur klukkan ellefu í gærmorgun og dvöldu í félagsheimilinu þar ásamt fleiri ferðalöngum við gott atlæti á meðan Vegagerðin á Hólmavík vann hörðum höndum að því að gera við veginn. Segja má að bæjarlækurinn hafi breyst í stórfljót og rifið veginn í sundur.Bæjarlækurinn breyttist í stórfljót og vegurinn fór í sundur. Bráðabirgðaviðgerð var gerð á veginum.Sverrir Guðbrandsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni, sagði að orsökina væri að finna í stíflu í ræsi. „Það er langt ræsi sem gengur í gegnum flugbrautina hér. Við mokuðum upp undir þar sem ræsið á að vera. Það er bráðabirgðaaðgerð, svo það sé hægt að aka þessa leið. Svo verður sett upp nýtt ræsi.“ Ungmennin lögðu af stað frá Hólmavík. „Við fengum samlokur og fleira í hádeginu, fórum í sund og borðuðum heitt lasanja í kvöldmatinn,“ segir Sigurveig Anna frá ánægð með gestrisni bæjarbúa. Og þótt örlað hafi á þreytu í mannskapnum í gærkvöldi mátti heyra fagnaðaróp þegar þau fóru yfir viðgerðan veg á leið heim á Sauðárkrók.Nemendurnir dvöldu lengi í rútunni en Jón heiðar Guðjónsson gerði þeim lífið léttara og færði þeim mat. Tengdar fréttir „Allar ákvarðanir sem teknar voru á vettvangi réttar“ „Þegar við komum þarna þá virkaði þetta ekki eins og mikið fljót fyrir okkur,“ segir rútubílstjórinn Sævar Þorbergsson. Lögregla og björgunarsveitir hafi þó vitað betur og tekið réttar ákvarðanir. 9. febrúar 2015 15:33 Sjáðu myndbandið úr rútunni: Nemendurnir komast loksins af stað Einn nemenda hefur birt myndband af stundinni þegar rútan komst loks yfir staðinn norðan Hólmavíkur þar sem vegurinn hafði farið í sundur. 9. febrúar 2015 20:27 Krakkarnir hafast við í fjöldahjálparstöð Rauða krossins Um sextíu ungmenni sátu í rúmar tólf klukkustundir í rútu við Hólmavík. 9. febrúar 2015 13:30 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
„Þegar við hringdum í lögregluna þá vildi hún ekki hætta sínum starfsmönnum út okkur til aðstoðar,“ segir Sigurveig Anna Gunnarsdóttir, einn nemenda Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, um sautján klukkustunda dvöl í rútu við Djúpveg um nótt. Rútan sat föst við Djúpveg sem fór í sundur á tveimur stöðum á sunnudag, rétt fyrir sunnan Hólmavík við Skeljavík og í Staðardalnum við gatnamót Djúpvegar og Drangsnesvegar. „Veðurskilyrði voru svo slæm að þeir neituðu okkur um þessa aðstoð, sumir foreldrar voru ósáttir,“ segir Hugrún Pálsdóttir, samnemandi hennar.Fleiri en nemendurnir dvöldu í félagsheimilinu. Um 80 ferðalangar voru strand á Hólmavík.Þar sem nemendurnir dvöldu í rútunni í niðamyrkri fengu þeir þó óvæntan glaðning um miðja nótt. Jón Heiðar Guðjónsson sem starfar við hótelrekstur í Reykjanesi hætti sér yfir Steingrímsfjarðarheiðina til þeirra og kom færandi hendi. Jón Heiðar kom meðal annars með 150 samlokur, súkkulaði og ýmiss konar snarl. Hann vildi ekki tjá sig um málið við blaðamann. „Við vorum svo þakklát,“ segir Sigurveig Anna. „Eiginlega fá engin orð því lýst. Það var ekkert nálægt okkur. Sjötíu kílómetrar í næsta bæ fyrir aftan okkur.“ Nemendurnir komu til Hólmavíkur klukkan ellefu í gærmorgun og dvöldu í félagsheimilinu þar ásamt fleiri ferðalöngum við gott atlæti á meðan Vegagerðin á Hólmavík vann hörðum höndum að því að gera við veginn. Segja má að bæjarlækurinn hafi breyst í stórfljót og rifið veginn í sundur.Bæjarlækurinn breyttist í stórfljót og vegurinn fór í sundur. Bráðabirgðaviðgerð var gerð á veginum.Sverrir Guðbrandsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni, sagði að orsökina væri að finna í stíflu í ræsi. „Það er langt ræsi sem gengur í gegnum flugbrautina hér. Við mokuðum upp undir þar sem ræsið á að vera. Það er bráðabirgðaaðgerð, svo það sé hægt að aka þessa leið. Svo verður sett upp nýtt ræsi.“ Ungmennin lögðu af stað frá Hólmavík. „Við fengum samlokur og fleira í hádeginu, fórum í sund og borðuðum heitt lasanja í kvöldmatinn,“ segir Sigurveig Anna frá ánægð með gestrisni bæjarbúa. Og þótt örlað hafi á þreytu í mannskapnum í gærkvöldi mátti heyra fagnaðaróp þegar þau fóru yfir viðgerðan veg á leið heim á Sauðárkrók.Nemendurnir dvöldu lengi í rútunni en Jón heiðar Guðjónsson gerði þeim lífið léttara og færði þeim mat.
Tengdar fréttir „Allar ákvarðanir sem teknar voru á vettvangi réttar“ „Þegar við komum þarna þá virkaði þetta ekki eins og mikið fljót fyrir okkur,“ segir rútubílstjórinn Sævar Þorbergsson. Lögregla og björgunarsveitir hafi þó vitað betur og tekið réttar ákvarðanir. 9. febrúar 2015 15:33 Sjáðu myndbandið úr rútunni: Nemendurnir komast loksins af stað Einn nemenda hefur birt myndband af stundinni þegar rútan komst loks yfir staðinn norðan Hólmavíkur þar sem vegurinn hafði farið í sundur. 9. febrúar 2015 20:27 Krakkarnir hafast við í fjöldahjálparstöð Rauða krossins Um sextíu ungmenni sátu í rúmar tólf klukkustundir í rútu við Hólmavík. 9. febrúar 2015 13:30 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
„Allar ákvarðanir sem teknar voru á vettvangi réttar“ „Þegar við komum þarna þá virkaði þetta ekki eins og mikið fljót fyrir okkur,“ segir rútubílstjórinn Sævar Þorbergsson. Lögregla og björgunarsveitir hafi þó vitað betur og tekið réttar ákvarðanir. 9. febrúar 2015 15:33
Sjáðu myndbandið úr rútunni: Nemendurnir komast loksins af stað Einn nemenda hefur birt myndband af stundinni þegar rútan komst loks yfir staðinn norðan Hólmavíkur þar sem vegurinn hafði farið í sundur. 9. febrúar 2015 20:27
Krakkarnir hafast við í fjöldahjálparstöð Rauða krossins Um sextíu ungmenni sátu í rúmar tólf klukkustundir í rútu við Hólmavík. 9. febrúar 2015 13:30