Innlent

Fátæktin fær of litla athygli

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Á flokksráðsfundi VG verður áhersla lögð á jöfnuð.
Á flokksráðsfundi VG verður áhersla lögð á jöfnuð. Mynd/GVA
,,Kjaramál og jöfnuður munu verða áberandi á fundinum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, um flokksráðsfund VG sem fer fram um helgina í Iðnó.

,,Við munum fjalla um okkar helstu baráttumál sem eru meðal annars jöfnuður þegar kemur að tekjum og eignum. Þá verður umfjöllun um fátækt ofarlega á baugi en við teljum umræðu um fátækt ekki fá nægilega athygli,“ segir Katrín enn fremur.

Þá verða náttúruverndarmál áberandi að sögn Katrínar en tilefnið er breyttar áherslur stjórnvalda varðandi virkjanakosti rammaáætlunar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×