Innlent

Sé skilyrðislaust sett í forgang

Hættuslóðir Mörg slys hafa orðið milli Hveragerðis og Selfoss.
Hættuslóðir Mörg slys hafa orðið milli Hveragerðis og Selfoss. Vísir/Anton
Tvöföldun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss þarf að setja í skilyrðislausan forgang, segir bæjarráð Hveragerðis sem vill að samgöngunefnd Alþingis horfi til þessa við gerð samgönguáætlunar næstu fjögurra ára.

„Vegurinn milli Hveragerðis og Selfoss er afar fjölfarinn og talinn einn af þeim hættulegustu á landinu. Enn fremur er fjöldi innkeyrslna beint inn á veginn sem skapa mikla hættu eins og dæmin hafa ítrekað sýnt,“ segir bæjarráðið sem hvetur þingmenn „til að beita sér af alefli“ í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×