Skottur í rauðum sokkum með húfurnar öfugar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. febrúar 2015 14:00 „Sumar afturgöngur geta ekki skilið við peningana sína,“ segir Björk sem veit lengra en nef hennar nær. „Ég ákvað að hafa þessa dagskrá bannaða fullorðnum því venjulega er allt bannað börnum,“ segir Björk Bjarnadóttir þjóðfræðingur um draugaleiðsögn í Þjóðminjasafninu sem hefst klukkan 19 í kvöld og tilheyrir safnanótt. Björk hefur nafn Illugaskottu í netfanginu sínu svo það kemur ekki á óvart að hún sé kunnug draugum. Hún ætlar samt ekki að verða of drungaleg. „Ég ætla bara að segja börnunum hvernig útliti íslenskra drauga er lýst í sögum, mórarnir í mórauðum peysum með barðastóra hatta og skotturnar í rauðum sokkum með húfurnar öfugar. Svo ætla ég að lýsa aðeins mismuninum á uppvakningi og afturgöngu,“ segir Björk og vekur forvitni blaðamanns sem vill vita meira. „Uppvakningar eru þannig að það býr þá einhver galdramaður til en afturgöngurnar ganga aftur vegna mikils tilfinningahita. Þær eiga harma að hefna eða elska einhvern svo mikið að þær geta ekki skilið við hann. Sumar afturgöngur geta ekki skilið við peningana sína, þær verða fédraugar og ef maður hittir fédraug þá á maður ekki hleypa honum ofan í gröfina sína fyrr en hann hefur sagt hvar fjársjóðurinn er. Áður lætur maður hann lofa því að koma ekki aftur og draugar halda alltaf loforð sín.“ Menning Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ég ákvað að hafa þessa dagskrá bannaða fullorðnum því venjulega er allt bannað börnum,“ segir Björk Bjarnadóttir þjóðfræðingur um draugaleiðsögn í Þjóðminjasafninu sem hefst klukkan 19 í kvöld og tilheyrir safnanótt. Björk hefur nafn Illugaskottu í netfanginu sínu svo það kemur ekki á óvart að hún sé kunnug draugum. Hún ætlar samt ekki að verða of drungaleg. „Ég ætla bara að segja börnunum hvernig útliti íslenskra drauga er lýst í sögum, mórarnir í mórauðum peysum með barðastóra hatta og skotturnar í rauðum sokkum með húfurnar öfugar. Svo ætla ég að lýsa aðeins mismuninum á uppvakningi og afturgöngu,“ segir Björk og vekur forvitni blaðamanns sem vill vita meira. „Uppvakningar eru þannig að það býr þá einhver galdramaður til en afturgöngurnar ganga aftur vegna mikils tilfinningahita. Þær eiga harma að hefna eða elska einhvern svo mikið að þær geta ekki skilið við hann. Sumar afturgöngur geta ekki skilið við peningana sína, þær verða fédraugar og ef maður hittir fédraug þá á maður ekki hleypa honum ofan í gröfina sína fyrr en hann hefur sagt hvar fjársjóðurinn er. Áður lætur maður hann lofa því að koma ekki aftur og draugar halda alltaf loforð sín.“
Menning Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira