Sigur Rós dró hann til Íslands Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 29. janúar 2015 10:00 Frakkinn Mallory Carême vill setjast hér að og finnst ólíklegt að hann flytji aftur til Frakklands Vísir/GVA „Ég held að það hafi í alvöru verið Sigur Rós sem dró mig hingað,“ segir Frakkinn Mallory Carême, nemi við Háskóla Íslands sem heldur úti Facebook- og Instagram-síðunum A Year in Iceland. Þar birtir hann myndir og myndbönd af upplifun sinni af Íslandi. Hann flutti til Íslands í ágúst í fyrra, en hann heillaðist af landinu eftir að hafa hlustað á hljómsveitina Sigur Rós. Þetta er í fyrsta sinn sem Carême kemur til landsins og þetta er það lengsta sem hann hefur farið frá heimahögunum í Dijon í Frakklandi. „Þetta er sennilega það klikkaðasta sem ég hef gert. Ég hef ekki ferðast mikið og þorði ekki að búast við miklu þegar ég kom hingað, því ég vildi ekki verða fyrir vonbrigðum. En þetta hefur farið fram úr mínum björtustu vonum. Ég elska að vera hérna,“ segir Carême. Hann hafði aðeins verið á landinu í nokkra daga þegar hann hitti átrúnaðargoðið sitt. „Ég var að labba heim úr Bónus með poka og stoppaði á gangbraut, leit upp og þá var Jónsi í Sigur Rós við hliðina á mér. Ég fór alveg í kerfi og spurði hvort þetta væri í alvöru hann,“ segir hann og hlær. Auk þess að vera í námi í Háskóla Íslands er Carême duglegur að fara á tónleika og ýmsa viðburði. „Ég elska að fara á tónleika hér og Ísland er uppáhaldsstaðurinn minn til að fara á tónleika. Það er svo mikið af frábæru tónlistarfólki hér og ég er gjörsamlega heillaður af þessu hæfileikaríka fólki,“ segir hann. Carême er nokkuð ákveðinn í því að setjast hér að og langar lítið að flytja út aftur. „Í flugvélinni vissi ég að það yrði hættulegt fyrir mig að koma hingað, ég fann á mér að ég myndi ekki flytja til Frakklands aftur. Mér líður eins og ég eigi heima hérna og það sé mín köllun í lífinu að vera hér.“ Hann ætlar þó að halda áfram að setja myndir á síðuna sína og klára árið, en veit ekki hvort hann heldur áfram eftir það. Þeir sem vilja fylgjast með ferðum Carêmes á Íslandi og upplifa með hans augum geta elt hann á Facebook- og Instagram-síðunum A Year in Iceland. Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
„Ég held að það hafi í alvöru verið Sigur Rós sem dró mig hingað,“ segir Frakkinn Mallory Carême, nemi við Háskóla Íslands sem heldur úti Facebook- og Instagram-síðunum A Year in Iceland. Þar birtir hann myndir og myndbönd af upplifun sinni af Íslandi. Hann flutti til Íslands í ágúst í fyrra, en hann heillaðist af landinu eftir að hafa hlustað á hljómsveitina Sigur Rós. Þetta er í fyrsta sinn sem Carême kemur til landsins og þetta er það lengsta sem hann hefur farið frá heimahögunum í Dijon í Frakklandi. „Þetta er sennilega það klikkaðasta sem ég hef gert. Ég hef ekki ferðast mikið og þorði ekki að búast við miklu þegar ég kom hingað, því ég vildi ekki verða fyrir vonbrigðum. En þetta hefur farið fram úr mínum björtustu vonum. Ég elska að vera hérna,“ segir Carême. Hann hafði aðeins verið á landinu í nokkra daga þegar hann hitti átrúnaðargoðið sitt. „Ég var að labba heim úr Bónus með poka og stoppaði á gangbraut, leit upp og þá var Jónsi í Sigur Rós við hliðina á mér. Ég fór alveg í kerfi og spurði hvort þetta væri í alvöru hann,“ segir hann og hlær. Auk þess að vera í námi í Háskóla Íslands er Carême duglegur að fara á tónleika og ýmsa viðburði. „Ég elska að fara á tónleika hér og Ísland er uppáhaldsstaðurinn minn til að fara á tónleika. Það er svo mikið af frábæru tónlistarfólki hér og ég er gjörsamlega heillaður af þessu hæfileikaríka fólki,“ segir hann. Carême er nokkuð ákveðinn í því að setjast hér að og langar lítið að flytja út aftur. „Í flugvélinni vissi ég að það yrði hættulegt fyrir mig að koma hingað, ég fann á mér að ég myndi ekki flytja til Frakklands aftur. Mér líður eins og ég eigi heima hérna og það sé mín köllun í lífinu að vera hér.“ Hann ætlar þó að halda áfram að setja myndir á síðuna sína og klára árið, en veit ekki hvort hann heldur áfram eftir það. Þeir sem vilja fylgjast með ferðum Carêmes á Íslandi og upplifa með hans augum geta elt hann á Facebook- og Instagram-síðunum A Year in Iceland.
Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira