Sigur Rós dró hann til Íslands Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 29. janúar 2015 10:00 Frakkinn Mallory Carême vill setjast hér að og finnst ólíklegt að hann flytji aftur til Frakklands Vísir/GVA „Ég held að það hafi í alvöru verið Sigur Rós sem dró mig hingað,“ segir Frakkinn Mallory Carême, nemi við Háskóla Íslands sem heldur úti Facebook- og Instagram-síðunum A Year in Iceland. Þar birtir hann myndir og myndbönd af upplifun sinni af Íslandi. Hann flutti til Íslands í ágúst í fyrra, en hann heillaðist af landinu eftir að hafa hlustað á hljómsveitina Sigur Rós. Þetta er í fyrsta sinn sem Carême kemur til landsins og þetta er það lengsta sem hann hefur farið frá heimahögunum í Dijon í Frakklandi. „Þetta er sennilega það klikkaðasta sem ég hef gert. Ég hef ekki ferðast mikið og þorði ekki að búast við miklu þegar ég kom hingað, því ég vildi ekki verða fyrir vonbrigðum. En þetta hefur farið fram úr mínum björtustu vonum. Ég elska að vera hérna,“ segir Carême. Hann hafði aðeins verið á landinu í nokkra daga þegar hann hitti átrúnaðargoðið sitt. „Ég var að labba heim úr Bónus með poka og stoppaði á gangbraut, leit upp og þá var Jónsi í Sigur Rós við hliðina á mér. Ég fór alveg í kerfi og spurði hvort þetta væri í alvöru hann,“ segir hann og hlær. Auk þess að vera í námi í Háskóla Íslands er Carême duglegur að fara á tónleika og ýmsa viðburði. „Ég elska að fara á tónleika hér og Ísland er uppáhaldsstaðurinn minn til að fara á tónleika. Það er svo mikið af frábæru tónlistarfólki hér og ég er gjörsamlega heillaður af þessu hæfileikaríka fólki,“ segir hann. Carême er nokkuð ákveðinn í því að setjast hér að og langar lítið að flytja út aftur. „Í flugvélinni vissi ég að það yrði hættulegt fyrir mig að koma hingað, ég fann á mér að ég myndi ekki flytja til Frakklands aftur. Mér líður eins og ég eigi heima hérna og það sé mín köllun í lífinu að vera hér.“ Hann ætlar þó að halda áfram að setja myndir á síðuna sína og klára árið, en veit ekki hvort hann heldur áfram eftir það. Þeir sem vilja fylgjast með ferðum Carêmes á Íslandi og upplifa með hans augum geta elt hann á Facebook- og Instagram-síðunum A Year in Iceland. Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Fleiri fréttir Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Sjá meira
„Ég held að það hafi í alvöru verið Sigur Rós sem dró mig hingað,“ segir Frakkinn Mallory Carême, nemi við Háskóla Íslands sem heldur úti Facebook- og Instagram-síðunum A Year in Iceland. Þar birtir hann myndir og myndbönd af upplifun sinni af Íslandi. Hann flutti til Íslands í ágúst í fyrra, en hann heillaðist af landinu eftir að hafa hlustað á hljómsveitina Sigur Rós. Þetta er í fyrsta sinn sem Carême kemur til landsins og þetta er það lengsta sem hann hefur farið frá heimahögunum í Dijon í Frakklandi. „Þetta er sennilega það klikkaðasta sem ég hef gert. Ég hef ekki ferðast mikið og þorði ekki að búast við miklu þegar ég kom hingað, því ég vildi ekki verða fyrir vonbrigðum. En þetta hefur farið fram úr mínum björtustu vonum. Ég elska að vera hérna,“ segir Carême. Hann hafði aðeins verið á landinu í nokkra daga þegar hann hitti átrúnaðargoðið sitt. „Ég var að labba heim úr Bónus með poka og stoppaði á gangbraut, leit upp og þá var Jónsi í Sigur Rós við hliðina á mér. Ég fór alveg í kerfi og spurði hvort þetta væri í alvöru hann,“ segir hann og hlær. Auk þess að vera í námi í Háskóla Íslands er Carême duglegur að fara á tónleika og ýmsa viðburði. „Ég elska að fara á tónleika hér og Ísland er uppáhaldsstaðurinn minn til að fara á tónleika. Það er svo mikið af frábæru tónlistarfólki hér og ég er gjörsamlega heillaður af þessu hæfileikaríka fólki,“ segir hann. Carême er nokkuð ákveðinn í því að setjast hér að og langar lítið að flytja út aftur. „Í flugvélinni vissi ég að það yrði hættulegt fyrir mig að koma hingað, ég fann á mér að ég myndi ekki flytja til Frakklands aftur. Mér líður eins og ég eigi heima hérna og það sé mín köllun í lífinu að vera hér.“ Hann ætlar þó að halda áfram að setja myndir á síðuna sína og klára árið, en veit ekki hvort hann heldur áfram eftir það. Þeir sem vilja fylgjast með ferðum Carêmes á Íslandi og upplifa með hans augum geta elt hann á Facebook- og Instagram-síðunum A Year in Iceland.
Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Fleiri fréttir Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Sjá meira