Grímseyingar vilja lokaðan íbúafund sveinn arnarsson skrifar 28. janúar 2015 07:00 Unnið er að því að finna lausn á atvinnumálum Grímseyinga þar sem útgerðir berjast í bökkum. Fréttablaðið/Björn Þór Sigbjörnsson Íbúar í Grímsey hafa látið bæjaryfirvöld á Akureyri vita að þau vilji ekki ræða framtíð búsetu í eynni og sín hugðarefni undir kastljósi fjölmiðla. Boðuðum borgarafundi í Grímsey var frestað vegna óviðráðanlegra orsaka, eins og það var orðað í fréttatilkynningu frá Akureyrarbæ í gær, og hefur ekki verið boðaður nýr fundur meðal íbúa eyjarinnar. Fundurinn átti að vera opinn öllum þeim sem áttu kost á að komast til eyjarinnar.Eiríkur Björn Björgvinsson„Fulltrúar hverfisráðs Grímseyjar hafa komið að máli við okkur og látið okkur vita af áhyggjum sínum af því að hafa fundinn opinn fjölmiðlum. Það skiptir miklu máli að fundurinn verði upplýsandi og að gott samtal náist,“ segir Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri. Útgerð í eynni stendur á tímamótum, skuldir útgerðarfélaganna eru miklar og Íslandsbanki þrýstir á að félögin selji eignir til að standa straum af greiðslu skulda félaganna. Eiríkur Björn bæjarstjóri vonar að hægt verði að funda sem fyrst með Grímseyingum. „Það er mikilvægt að við náum að eiga samtal við heimamenn sem allra fyrst til þess að ræða stöðu atvinnumála í Grímsey. Staðan er krítísk og við viljum finna lausn eins fljótt og auðið er.“Þorvaldur Lúðvík SigurjónssonAkureyrarkaupstaður og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar vinna að lausn á vandamálum útgerða í Grímsey með aðkomu Byggðastofnunar. Formaður stjórnar Byggðastofnunar, Þóroddur Bjarnason prófessor, hefur sagt að ef ekki næst samstaða allra aðila í eynni um veiðar og vinnslu sé líklegt að byggð í eynni leggist af. Atvinnulíf í eynni er afar einhæft, sjávarútvegur er grunnstoðin og því er mikið undir fyrir íbúa að rekstur útgerða, sem skulda um þrjá milljarða, verði tryggður. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélagsins, vinnur að því með útgerðum í eynni að leita lausna á sameiginlegum vanda þeirra og koma með hugmyndir sem gætu tryggt búsetu og mannsæmandi líf í eynni. „Ég er vongóður um að það takist að ná viðunandi lausn á málinu,“ segir Þorvaldur Lúðvík. Tengdar fréttir „Ef samstaða næst ekki, þá leggst byggð líklega af í eynni“ Boðað hefur verið til íbúafundar 28. janúar þar sem ræða á byggð í Grímsey. Áframhald búsetu er óvisst þar sem Íslandsbanki knýr á um að kvóti verði seldur til að útgerðarmenn eigi fyrir skuldum vegna kvótakaupa. 16. janúar 2015 08:00 Útgerðin háð geðþótta banka „Í Grímsey og öðrum sjávarþorpum við Íslandsstrendur býr fólk sem á sama rétt til að velja sér búsetu og íbúar annarra byggðarlaga,“ segir í ályktun bæjarstjórnar Vestmannaeyja. 27. janúar 2015 07:00 Þykir leitt að svörin ollu sárindum Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Akureyri, segir leiðinlegt hafi svör hans í umfjöllun Vísis um kynferðisbrot í Grímsey verið túlkuð á annan hátt en til var ætlast. 27. janúar 2015 11:20 „Brotin byrjuðu fermingarsumarið mitt“ Valgerður Þorsteinsdóttir kærði mann fyrir kynferðisbrot í Grímsey. 21. janúar 2015 22:29 Kynferðisbrotamál í Grímsey Rannsókn málsins er lokið og það komið til ríkissaksóknara. 15. janúar 2015 13:04 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Íbúar í Grímsey hafa látið bæjaryfirvöld á Akureyri vita að þau vilji ekki ræða framtíð búsetu í eynni og sín hugðarefni undir kastljósi fjölmiðla. Boðuðum borgarafundi í Grímsey var frestað vegna óviðráðanlegra orsaka, eins og það var orðað í fréttatilkynningu frá Akureyrarbæ í gær, og hefur ekki verið boðaður nýr fundur meðal íbúa eyjarinnar. Fundurinn átti að vera opinn öllum þeim sem áttu kost á að komast til eyjarinnar.Eiríkur Björn Björgvinsson„Fulltrúar hverfisráðs Grímseyjar hafa komið að máli við okkur og látið okkur vita af áhyggjum sínum af því að hafa fundinn opinn fjölmiðlum. Það skiptir miklu máli að fundurinn verði upplýsandi og að gott samtal náist,“ segir Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri. Útgerð í eynni stendur á tímamótum, skuldir útgerðarfélaganna eru miklar og Íslandsbanki þrýstir á að félögin selji eignir til að standa straum af greiðslu skulda félaganna. Eiríkur Björn bæjarstjóri vonar að hægt verði að funda sem fyrst með Grímseyingum. „Það er mikilvægt að við náum að eiga samtal við heimamenn sem allra fyrst til þess að ræða stöðu atvinnumála í Grímsey. Staðan er krítísk og við viljum finna lausn eins fljótt og auðið er.“Þorvaldur Lúðvík SigurjónssonAkureyrarkaupstaður og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar vinna að lausn á vandamálum útgerða í Grímsey með aðkomu Byggðastofnunar. Formaður stjórnar Byggðastofnunar, Þóroddur Bjarnason prófessor, hefur sagt að ef ekki næst samstaða allra aðila í eynni um veiðar og vinnslu sé líklegt að byggð í eynni leggist af. Atvinnulíf í eynni er afar einhæft, sjávarútvegur er grunnstoðin og því er mikið undir fyrir íbúa að rekstur útgerða, sem skulda um þrjá milljarða, verði tryggður. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélagsins, vinnur að því með útgerðum í eynni að leita lausna á sameiginlegum vanda þeirra og koma með hugmyndir sem gætu tryggt búsetu og mannsæmandi líf í eynni. „Ég er vongóður um að það takist að ná viðunandi lausn á málinu,“ segir Þorvaldur Lúðvík.
Tengdar fréttir „Ef samstaða næst ekki, þá leggst byggð líklega af í eynni“ Boðað hefur verið til íbúafundar 28. janúar þar sem ræða á byggð í Grímsey. Áframhald búsetu er óvisst þar sem Íslandsbanki knýr á um að kvóti verði seldur til að útgerðarmenn eigi fyrir skuldum vegna kvótakaupa. 16. janúar 2015 08:00 Útgerðin háð geðþótta banka „Í Grímsey og öðrum sjávarþorpum við Íslandsstrendur býr fólk sem á sama rétt til að velja sér búsetu og íbúar annarra byggðarlaga,“ segir í ályktun bæjarstjórnar Vestmannaeyja. 27. janúar 2015 07:00 Þykir leitt að svörin ollu sárindum Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Akureyri, segir leiðinlegt hafi svör hans í umfjöllun Vísis um kynferðisbrot í Grímsey verið túlkuð á annan hátt en til var ætlast. 27. janúar 2015 11:20 „Brotin byrjuðu fermingarsumarið mitt“ Valgerður Þorsteinsdóttir kærði mann fyrir kynferðisbrot í Grímsey. 21. janúar 2015 22:29 Kynferðisbrotamál í Grímsey Rannsókn málsins er lokið og það komið til ríkissaksóknara. 15. janúar 2015 13:04 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
„Ef samstaða næst ekki, þá leggst byggð líklega af í eynni“ Boðað hefur verið til íbúafundar 28. janúar þar sem ræða á byggð í Grímsey. Áframhald búsetu er óvisst þar sem Íslandsbanki knýr á um að kvóti verði seldur til að útgerðarmenn eigi fyrir skuldum vegna kvótakaupa. 16. janúar 2015 08:00
Útgerðin háð geðþótta banka „Í Grímsey og öðrum sjávarþorpum við Íslandsstrendur býr fólk sem á sama rétt til að velja sér búsetu og íbúar annarra byggðarlaga,“ segir í ályktun bæjarstjórnar Vestmannaeyja. 27. janúar 2015 07:00
Þykir leitt að svörin ollu sárindum Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Akureyri, segir leiðinlegt hafi svör hans í umfjöllun Vísis um kynferðisbrot í Grímsey verið túlkuð á annan hátt en til var ætlast. 27. janúar 2015 11:20
„Brotin byrjuðu fermingarsumarið mitt“ Valgerður Þorsteinsdóttir kærði mann fyrir kynferðisbrot í Grímsey. 21. janúar 2015 22:29
Kynferðisbrotamál í Grímsey Rannsókn málsins er lokið og það komið til ríkissaksóknara. 15. janúar 2015 13:04