Feta í fótspor foreldranna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. janúar 2015 14:00 Leiklistarnemar Eygló, dóttir Sóleyjar Elíasdóttur og Hilmars Jónssonar, Elísabet, dóttir Guðrúnar Gunnarsdóttur og Valgeirs Skagfjörð og Hlynur, sonur Þorsteins Guðmundssonar og Jóhönnu Halldórsdóttur. fréttablaðið/stefán Hlynur Þorsteinsson, Elísabet Skagfjörð og Eygló Hilmarsdóttir eru þrjú af níu sem komust inn í leiklistardeild Listaháskólans. Þau eru rétt að ná sér niður á jörðina eftir miklar tilfinningasveiflur síðustu daga, biðina og svo spennufallið við að komast inn. Leiklistargyðjan er þeim alls ekki ókunnug enda öll alin upp af listafólki. Þau segja það þó engan bagga að vera leikarabörn, nema ef til vill að mæta í viðtöl eins og þetta.Foreldrar Hlyns eru Þorsteinn Guðmundsson, leikari og uppistandari, og Jóhanna Halldórsdóttir söngkona. Elísabet er dóttir Guðrúnar Gunnarsdóttur söngkonu og Valgeirs Skagfjörð leikara og Eygló Hilmarsdóttir er dóttir Sóleyjar Elíasdóttur og Hilmars Jónssonar, sem bæði eru leikarar. Hafið þið alltaf stefnt að leiklistarnámi?Elísabet: „Það var erfitt að komast hjá því. Maður var alltaf í leikhúsinu að fylgjast með.“Hlynur: „Nei, raunar ekki. Ég er af stórri leikaraætt og þau héldu mér eiginlega bara frá þessu. Mér var bókstaflega haldið frá leikhúsinu og bannað að fara á sýningar. Ég uppgötvaði samt sjálfur með tímanum að þetta væri rétta skrefið fyrir mig.“Eygló: „Umhverfið mótar mann svo sannarlega.“ Þannig að þið vitið alveg hvað þið eruð búin að koma ykkur út í?Hlynur: „Já. Lág laun og svolítið hark. Það er bara skemmtilegt. En það sýnir líka að við völdum þetta nám út frá einskærum áhuga.“ Þeim líst öllum mjög vel á bekkinn. Segja þetta vera eðalmanneskjur og hlakka óskaplega til að byrja í náminu næsta haust.Elísabet: „Það eru níu mánuðir í þetta. Þetta er heil eilífð. Heil meðganga.“Eygló: „Við þekkjumst mörg og það eru alls kyns tengsl í hópnum. Við Elísabet erum að vinna saman og hinar þrjár stelpurnar sem komust inn eru allar að leika með mér í Konubörnum.“Hlynur: „Svo eru tvö pör í þessum hópi.“Elísabet: „Þú sérð það. Leikarabörnin í þessum hópi eru langt frá því að vera það merkilegasta!“ Hlynur og Elísabet komust inn í skólann í fyrstu tilraun en Eygló var að reyna í annað sinn. „Það er gott að fá að berjast fyrir því sem maður vill gera,“ segir hún og Hlynur grípur orðið: „Já, þetta er ekki sjálfgefið, þótt við séum leikarabörn.“ Menning Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hlynur Þorsteinsson, Elísabet Skagfjörð og Eygló Hilmarsdóttir eru þrjú af níu sem komust inn í leiklistardeild Listaháskólans. Þau eru rétt að ná sér niður á jörðina eftir miklar tilfinningasveiflur síðustu daga, biðina og svo spennufallið við að komast inn. Leiklistargyðjan er þeim alls ekki ókunnug enda öll alin upp af listafólki. Þau segja það þó engan bagga að vera leikarabörn, nema ef til vill að mæta í viðtöl eins og þetta.Foreldrar Hlyns eru Þorsteinn Guðmundsson, leikari og uppistandari, og Jóhanna Halldórsdóttir söngkona. Elísabet er dóttir Guðrúnar Gunnarsdóttur söngkonu og Valgeirs Skagfjörð leikara og Eygló Hilmarsdóttir er dóttir Sóleyjar Elíasdóttur og Hilmars Jónssonar, sem bæði eru leikarar. Hafið þið alltaf stefnt að leiklistarnámi?Elísabet: „Það var erfitt að komast hjá því. Maður var alltaf í leikhúsinu að fylgjast með.“Hlynur: „Nei, raunar ekki. Ég er af stórri leikaraætt og þau héldu mér eiginlega bara frá þessu. Mér var bókstaflega haldið frá leikhúsinu og bannað að fara á sýningar. Ég uppgötvaði samt sjálfur með tímanum að þetta væri rétta skrefið fyrir mig.“Eygló: „Umhverfið mótar mann svo sannarlega.“ Þannig að þið vitið alveg hvað þið eruð búin að koma ykkur út í?Hlynur: „Já. Lág laun og svolítið hark. Það er bara skemmtilegt. En það sýnir líka að við völdum þetta nám út frá einskærum áhuga.“ Þeim líst öllum mjög vel á bekkinn. Segja þetta vera eðalmanneskjur og hlakka óskaplega til að byrja í náminu næsta haust.Elísabet: „Það eru níu mánuðir í þetta. Þetta er heil eilífð. Heil meðganga.“Eygló: „Við þekkjumst mörg og það eru alls kyns tengsl í hópnum. Við Elísabet erum að vinna saman og hinar þrjár stelpurnar sem komust inn eru allar að leika með mér í Konubörnum.“Hlynur: „Svo eru tvö pör í þessum hópi.“Elísabet: „Þú sérð það. Leikarabörnin í þessum hópi eru langt frá því að vera það merkilegasta!“ Hlynur og Elísabet komust inn í skólann í fyrstu tilraun en Eygló var að reyna í annað sinn. „Það er gott að fá að berjast fyrir því sem maður vill gera,“ segir hún og Hlynur grípur orðið: „Já, þetta er ekki sjálfgefið, þótt við séum leikarabörn.“
Menning Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira