Innlent

Í fyrra var afli 88.000 tonnum meiri en 2008

Svavar Hávarðsson skrifar
Útflutningsverðmæti þorskafurða árið 2013 voru núvirt 88,5 milljarðar króna.
Útflutningsverðmæti þorskafurða árið 2013 voru núvirt 88,5 milljarðar króna. fréttablaðið/jse
Þorskafli íslenskra skipa var 88.000 tonnum meiri í fyrra en árið 2008; var 151.000 tonn en jókst í 239.000 tonn á þessum sex árum.

Í samantekt Landssambands smábátaeigenda (LS) kemur fram að þorskafli síðustu þriggja ára er vel yfir meðaltali síðustu 15 ára, og afli síðasta árs sá mesti frá aldamótum. Meðaltal tímabilsins 2000–2014 var 199.500 tonn.

Þegar önnur mikilvægasta botnfisktegundin, ýsan, er skoðuð er myndin önnur. Þar er aflinn minnstur í upphafi og við lok tímabilsins – rúmlega 30.000 tonn. Um miðbik tímabilsins er ýsuaflinn hins vegar yfir meðaltali sex ár í röð. Mestur var hann 2007 rúm 109.000 tonn en minnstur árið 2000 rúm 33.000 tonn. Ýsuafli íslenskra skipa var að meðaltali rúm 66.000 tonn á tímabilinu.

LS skoðaði þróun botnfiskaflans í heild síðastliðin 15 ár. Þar var meðaltalið rúm 465.000 tonn. Árið 2006 skilaði mestum afla, alls tæpum 516.000 tonnum. Minnstur var botnfiskafli íslenskra skipa 2001 um 420.000 tonn. Á aðeins einu af undanförnum fimm árum var aflinn yfir meðaltali tímabilsins 2000 til 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×