Hvar, hver, hvað? Magnús Guðmundsson skrifar 17. janúar 2015 13:30 Þekkir þú þessa konu? Myndin er eftir Halldór E. Halldórsson en safn hans er á meðal þess sem Þjóðminjasafnið sýnir. Mynd/Halldór E. Arnórsson Á laugardaginn kl. 15 verða opnaðar tvær bráðskemmtilegar ljósmyndasýningar í Þjóðminjasafninu. Í Myndasal Þjóðminjasafnsins verður sýningin Hvar, hver, hvað? Á sýningunni verða ógreindar ljósmyndir úr Ljósmyndasafni Íslands og vonast er til að safngestir geti gefið upplýsingar um myndefnið. Slíkar sýningar eru nefndar greiningarsýningar og hafa skilað góðum árangri. Ólöf Breiðfjörð, kynningarstjóri safnsins, segir slíkar sýningar bæði mjög skemmtilegar fyrir gesti sem og mikilvægar fyrir söfn. „Þegar filmusöfn ljósmyndara rata inn á söfn kemur oft í ljós að myndefnið hefur ekki verið skráð og því ekki ljóst hvar og hvenær myndir voru teknar eða hver og hvað er á þeim. Slík þekking stóreykur nýtingarmöguleika mynda. Það kemur gestunum oft skemmtilega á óvart hvað það þekkir af myndunum og svo spyrst þetta út á meðal fólks í ákveðnum hópum og þá myndast skemmtileg keðjuverkun.“Húsin í bænum Á laugardaginn verður einnig opnuð sýningin Húsin í bænum á Veggnum í safninu. Þar verða sýndar ljósmyndir Kristins Guðmundssonar af húsum í Reykjavík á árunum 1975-1985. Ólöf segir myndirnar góðan vitnisburð um tíðarandann og ástand miðbæjarins á þessum áratug. Kristinn Guðmundsson (1934-2006) starfaði um árabil sem bókavörður í Bókabílnum. „Kristinn virðist hafa myndað á frídögum eða um helgar þegar rólegt var í bænum og fáir á ferli og verið einkar næmur á þær þjóðfélagsbreytingar sem lágu í loftinu á þessum tíma.“ Menning Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Á laugardaginn kl. 15 verða opnaðar tvær bráðskemmtilegar ljósmyndasýningar í Þjóðminjasafninu. Í Myndasal Þjóðminjasafnsins verður sýningin Hvar, hver, hvað? Á sýningunni verða ógreindar ljósmyndir úr Ljósmyndasafni Íslands og vonast er til að safngestir geti gefið upplýsingar um myndefnið. Slíkar sýningar eru nefndar greiningarsýningar og hafa skilað góðum árangri. Ólöf Breiðfjörð, kynningarstjóri safnsins, segir slíkar sýningar bæði mjög skemmtilegar fyrir gesti sem og mikilvægar fyrir söfn. „Þegar filmusöfn ljósmyndara rata inn á söfn kemur oft í ljós að myndefnið hefur ekki verið skráð og því ekki ljóst hvar og hvenær myndir voru teknar eða hver og hvað er á þeim. Slík þekking stóreykur nýtingarmöguleika mynda. Það kemur gestunum oft skemmtilega á óvart hvað það þekkir af myndunum og svo spyrst þetta út á meðal fólks í ákveðnum hópum og þá myndast skemmtileg keðjuverkun.“Húsin í bænum Á laugardaginn verður einnig opnuð sýningin Húsin í bænum á Veggnum í safninu. Þar verða sýndar ljósmyndir Kristins Guðmundssonar af húsum í Reykjavík á árunum 1975-1985. Ólöf segir myndirnar góðan vitnisburð um tíðarandann og ástand miðbæjarins á þessum áratug. Kristinn Guðmundsson (1934-2006) starfaði um árabil sem bókavörður í Bókabílnum. „Kristinn virðist hafa myndað á frídögum eða um helgar þegar rólegt var í bænum og fáir á ferli og verið einkar næmur á þær þjóðfélagsbreytingar sem lágu í loftinu á þessum tíma.“
Menning Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist