Sýningar og fræðsla árið um kring auk útlána Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. janúar 2015 16:00 „Útlán bóka og diska verður áfram kjarnaþjónusta safnsins,“ segir Guðrún Dís Jónatansdóttir hjá Borgarbókasafninu. Vísir/GVA „Framtíðarsýnin er sú að smám saman verði allar starfsstöðvar Borgarbókasafnsins þannig að þar verði viðburðir og sýningar, auk útlána bóka og diska, sem verður áfram kjarnaþjónusta safnsins. Yfirheitið verður alls staðar Borgarbókasafn en undirheiti verða ólík eftir hverfum, Spöngin menningarhús, Grófin menningarhús, Gerðuberg menningarhús og svo framvegis. Við leggjum aukna áherslu á staðsetninguna,“ segir Guðrún Dís Jónatansdóttir, nýr deildarstjóri viðburða, fræðslu og miðlunar Borgarbókasafnsins. Guðrún Dís segir húsnæði Borgarbókasafnsins nú gefa mismikil tækifæri til sýningarhalds og annarra menningarviðburða en margt sé þar að breytast. Grófarhúsið verði til dæmis stækkað, og ný miðstöð sé að rísa í Úlfarsárdal, með skóla, sundlaug, íþróttasvæði og bókasafni með aðstöðu fyrir frekari menningarstarfsemi. Undanfarin ár hefur Guðrún Dís gegnt starfi forstöðumanns Gerðubergs. Hún segir að í þeim framtíðarpælingum sem fram hafi farið hjá starfsfólki Borgarbókasafnsins og víðar á Norðurlöndum undanfarið hafi gjarnan verið litið til starfsemi Gerðubergs, stefnan sé að þróa bókasöfnin áfram í anda þess. Haldið verði þeirri stefnu sem þar hefur ríkt, að vera með fjölbreytt sýningarhald og viðburði af ólíku tagi. „Við verðum áfram með kaffikvöldin á miðvikudagskvöldum í Gerðubergi sem eru ótrúlega vel sótt og vinsæl, erum með tvær nýjungar í því sambandi, sagnakaffi og leikhúskaffi. Heimspekikaffið er að sprengja staðinn utan af sér. Svo hjálpa sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum krökkum við heimanám, bæði í Gerðubergi og í Grófarhúsi, og sú þjónusta verður í boði í Spönginni líka. Það verkefni var stílað á börn af erlendum upprunan í byrjun en er nú opið fyrir alla. Menning Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Framtíðarsýnin er sú að smám saman verði allar starfsstöðvar Borgarbókasafnsins þannig að þar verði viðburðir og sýningar, auk útlána bóka og diska, sem verður áfram kjarnaþjónusta safnsins. Yfirheitið verður alls staðar Borgarbókasafn en undirheiti verða ólík eftir hverfum, Spöngin menningarhús, Grófin menningarhús, Gerðuberg menningarhús og svo framvegis. Við leggjum aukna áherslu á staðsetninguna,“ segir Guðrún Dís Jónatansdóttir, nýr deildarstjóri viðburða, fræðslu og miðlunar Borgarbókasafnsins. Guðrún Dís segir húsnæði Borgarbókasafnsins nú gefa mismikil tækifæri til sýningarhalds og annarra menningarviðburða en margt sé þar að breytast. Grófarhúsið verði til dæmis stækkað, og ný miðstöð sé að rísa í Úlfarsárdal, með skóla, sundlaug, íþróttasvæði og bókasafni með aðstöðu fyrir frekari menningarstarfsemi. Undanfarin ár hefur Guðrún Dís gegnt starfi forstöðumanns Gerðubergs. Hún segir að í þeim framtíðarpælingum sem fram hafi farið hjá starfsfólki Borgarbókasafnsins og víðar á Norðurlöndum undanfarið hafi gjarnan verið litið til starfsemi Gerðubergs, stefnan sé að þróa bókasöfnin áfram í anda þess. Haldið verði þeirri stefnu sem þar hefur ríkt, að vera með fjölbreytt sýningarhald og viðburði af ólíku tagi. „Við verðum áfram með kaffikvöldin á miðvikudagskvöldum í Gerðubergi sem eru ótrúlega vel sótt og vinsæl, erum með tvær nýjungar í því sambandi, sagnakaffi og leikhúskaffi. Heimspekikaffið er að sprengja staðinn utan af sér. Svo hjálpa sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum krökkum við heimanám, bæði í Gerðubergi og í Grófarhúsi, og sú þjónusta verður í boði í Spönginni líka. Það verkefni var stílað á börn af erlendum upprunan í byrjun en er nú opið fyrir alla.
Menning Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira