Innlent

Starfsemi teygi sig á Reykjanes

Garðar örn Úlfarsson skrifar
Faxaflóahafnir starfa nú í fimm sveitarfélögum.
Faxaflóahafnir starfa nú í fimm sveitarfélögum. Fréttablaðið/GVA
„Rík ástæða er til að mótuð verði heildarsýn fyrir hafnarstarfsemi á Faxaflóa til framtíðar,“ segir í tillögu Júlíusar Vífils Ingvarssonar sem stjórn Faxaflóahafna hefur samþykkt.

„Aðalskipulagsáætlanir sveitarfélaga hafa að geyma leiðarljós og bindandi markmið til lengri tíma en skipulagsáætlanir lýsa ekki framtíðarstefnu Faxaflóahafna,“ segir í tillögunni. Æskilegt er sagt að skoða möguleika á sameiginlegri hafnarstarfsemi á svæðinu frá Reykjanesskaga til Borgarfjarðar. Grundvöllur vinnunnar verði sameiginlegir hagsmunir, vöxtur og hagkvæmni hafnarstarfsemi svæðisins.

„Við mótun stefnunnar verði haft náið samráð við sveitarfélög, samtök sveitarfélaga, íbúa og aðra hagsmunaaðila.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×