Eins og að koma út úr skápnum í beinni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. janúar 2015 12:00 Saga Jónsdóttir og Sunna Borg bregða sér í hlutverk Lísu og Lísu. Vísir/GVA Saga Jónsdóttir og Sunna Borg eru að koma sér fyrir á sviðinu í Tjarnarbíói. Þar verða þær umkringdar áhorfendum næstu helgar þegar þær bregða sér í hlutverk Lísu og Lísu, vinkvenna sem hafa búið saman í þrjátíu ár en farið mjög leynt með ástarsamband sitt – til þessa. Eins og kemur fram í leikritinu fannst þeim það öruggara og auðveldara. En hvað gerist? „Lísa og Lísa eru bara úti í Nettó og þar er kona sem óvart sér þær kyssast beint á munninn. Þá eru þær krafðar um útskýringar,“ segir Saga. „Auðvitað tekur það á þær að þurfa að standa svona frammi fyrir fólki og segja frá þessu mikla leyndarmáli. Bara eins og að koma út úr skápnum í beinni.“ Lísa og Lísa er írskt verðlaunaverk sem gerist í nútímanum. Karl Ágúst Úlfsson þýddi það og staðfærði og lætur það gerast á Akureyri. Þar var það frumsýnt í fyrravetur og fékk glimrandi viðtökur bæði gagnrýnenda og almennings. „Áhorfendur tóku okkur rosalega vel,“ segir Sunna. „Meira að segja þeir sem áður hugsuðu: Nei, takk, við förum ekki að horfa á tvær kerlingar kyssast – en þetta er ekkert þannig. Lísa og Lísa eru bara að fara yfir líf sitt og flakka svolítið milli tímabila.“ Sunna segir handritið eins og skrifað fyrir þær Sögu, því aðalpersónurnar séu á þeirra aldri. „Þær sem léku þetta fyrst í Bretlandi voru bara rúmlega fertugar, þurftu að leika upp fyrir sig,“ segir hún. „Já, ég hugsa að þetta sé allt öðru vísi sýning,“ segir Saga og tekur fram að Jón Gunnar Þórðarson leikstjóri hafi verið skemmtilegur og hugmyndaríkur í samstarfi. Einnig ljúka þær lofsorði á Þórodd Ingvarsson ljósamann sem fylgdi þeim að norðan og Móeiði Helgadóttur sem sá um búningana. „Svo var mjög gaman þegar Ragnheiður Skúladóttir, þáverandi leikhússtjóri á Akureyri, bað okkur að taka þessi hlutverk,“ segir Saga. „Maður var aðeins farinn að hugsa: Það verður ekkert hringt meira. Svo þetta var æðislegt. Við getum lært texta ennþá!“ Þær viðurkenna að það hafi verið áskorun að setja sig inn í þann heim sem þær lýsa á sviðinu. „Sumir hafa sagt að eftir þessa sýningu hafi þeir farið að hugsa sinn gang í sambandi við eigin fordóma gegn samkynhneigð,“ segir Sunna. „Ef svo reynist tel ég sýninguna hafa góðan tilgang.“ Menning Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fleiri fréttir Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Saga Jónsdóttir og Sunna Borg eru að koma sér fyrir á sviðinu í Tjarnarbíói. Þar verða þær umkringdar áhorfendum næstu helgar þegar þær bregða sér í hlutverk Lísu og Lísu, vinkvenna sem hafa búið saman í þrjátíu ár en farið mjög leynt með ástarsamband sitt – til þessa. Eins og kemur fram í leikritinu fannst þeim það öruggara og auðveldara. En hvað gerist? „Lísa og Lísa eru bara úti í Nettó og þar er kona sem óvart sér þær kyssast beint á munninn. Þá eru þær krafðar um útskýringar,“ segir Saga. „Auðvitað tekur það á þær að þurfa að standa svona frammi fyrir fólki og segja frá þessu mikla leyndarmáli. Bara eins og að koma út úr skápnum í beinni.“ Lísa og Lísa er írskt verðlaunaverk sem gerist í nútímanum. Karl Ágúst Úlfsson þýddi það og staðfærði og lætur það gerast á Akureyri. Þar var það frumsýnt í fyrravetur og fékk glimrandi viðtökur bæði gagnrýnenda og almennings. „Áhorfendur tóku okkur rosalega vel,“ segir Sunna. „Meira að segja þeir sem áður hugsuðu: Nei, takk, við förum ekki að horfa á tvær kerlingar kyssast – en þetta er ekkert þannig. Lísa og Lísa eru bara að fara yfir líf sitt og flakka svolítið milli tímabila.“ Sunna segir handritið eins og skrifað fyrir þær Sögu, því aðalpersónurnar séu á þeirra aldri. „Þær sem léku þetta fyrst í Bretlandi voru bara rúmlega fertugar, þurftu að leika upp fyrir sig,“ segir hún. „Já, ég hugsa að þetta sé allt öðru vísi sýning,“ segir Saga og tekur fram að Jón Gunnar Þórðarson leikstjóri hafi verið skemmtilegur og hugmyndaríkur í samstarfi. Einnig ljúka þær lofsorði á Þórodd Ingvarsson ljósamann sem fylgdi þeim að norðan og Móeiði Helgadóttur sem sá um búningana. „Svo var mjög gaman þegar Ragnheiður Skúladóttir, þáverandi leikhússtjóri á Akureyri, bað okkur að taka þessi hlutverk,“ segir Saga. „Maður var aðeins farinn að hugsa: Það verður ekkert hringt meira. Svo þetta var æðislegt. Við getum lært texta ennþá!“ Þær viðurkenna að það hafi verið áskorun að setja sig inn í þann heim sem þær lýsa á sviðinu. „Sumir hafa sagt að eftir þessa sýningu hafi þeir farið að hugsa sinn gang í sambandi við eigin fordóma gegn samkynhneigð,“ segir Sunna. „Ef svo reynist tel ég sýninguna hafa góðan tilgang.“
Menning Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fleiri fréttir Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira