Ýtt af bótaskrá og fer í mál við ríkið Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 8. janúar 2015 11:30 Fréttablaðið/Vilhelm Einn atvinnuleitandi sem er dottinn út af atvinnuleysisskrá hefur ákveðið að sækja rétt sinn fyrir dómstólum. Sá hinn sami missti rétt sinn um áramót við það að bótatíminn var styttur úr þremur árum í þrjátíu mánuði. Lögmaður atvinnuleitandans, Gísli Tryggvason, segir hann hafa orðið fyrir tjóni og að lagasetningin standist ekki ákvæði stjórnarskrárinnar. „Við teljum að í löggjöfinni sé með of skömmum fyrirvara ákveðið að stytta rétt sem er lögvarinn og áunninn og hún standist því ekki stjórnarskrána.“ Um 500 manns misstu bótaréttindi sín um áramót og kanna rétt sinn á fjárhagsaðstoð. Hugsanlega eiga þeir ekki allir rétt á fjárhagsaðstoð þar sem henni eru settar þrengri skorður. Eignastaða viðkomandi atvinnuleitanda getur skipt máli og skert bætur eða orðið til þess að þeim er synjað um fjárhagsaðstoð. Þá getur eignastaða maka skipt máli. „Aðstæður þessa atvinnuleitanda eru óviðunandi. Hann missir rétt sinn með stuttum fyrirvara. Hann er að kanna sinn rétt á fjárhagsaðstoð hjá sveitarfélaginu þar sem hann býr. Eftir þá könnun kemur í ljós hvað tjón hans er mikið. Það er alveg ljóst að það er tjón, en hversu mikið veit hann ekki,“ segir Gísli og segir dómkröfuna munu snúast um tjónið eða viðurkenningu á því að lögin séu óskuldbindandi gagnvart honum. Gísli telur ekki hægt að afnema með svo skömmum fyrirvara áunninn rétt sem hefur verið tryggður í lögum alllengi. Þá vísar hann bæði til eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar og ekki síður 76. greinar hennar sem kveður á um að öllum skuli tryggður réttur í lögum, til að mynda vegna atvinnuleysis. Þá sé ákvörðunin íþyngjandi. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hefur sagt áformin hafa legið fyrir í töluvert langan tíma. Frumvarpið hafi verið kynnt í haust. „Alþingi samþykkti lögin samhliða tekjuhlið fjárlagafrumvarpsins, þar var náttúrulega farið í gegnum áhrifin og það var einnig farið í gegnum hvað við værum að gera og niðurstaða Alþingis var að samþykkja þetta og það telur að sjálfsögðu að það standist lög,“ sagði Eygló Harðardóttir í samtali við Stöð 2 30. desember síðastliðinn. Gísli segir umræddan atvinnuleitanda ekki hafa efni á því að kosta málið vegna slæmrar stöðu sinnar. En hann vonist til að leysa það mál. „Næsta verkefni þessa atvinnuleitanda er að leita til stéttarfélagsins eða sveitarfélagsins til að kosta þetta mál því hann hefur engin ráð til þess.“ Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
Einn atvinnuleitandi sem er dottinn út af atvinnuleysisskrá hefur ákveðið að sækja rétt sinn fyrir dómstólum. Sá hinn sami missti rétt sinn um áramót við það að bótatíminn var styttur úr þremur árum í þrjátíu mánuði. Lögmaður atvinnuleitandans, Gísli Tryggvason, segir hann hafa orðið fyrir tjóni og að lagasetningin standist ekki ákvæði stjórnarskrárinnar. „Við teljum að í löggjöfinni sé með of skömmum fyrirvara ákveðið að stytta rétt sem er lögvarinn og áunninn og hún standist því ekki stjórnarskrána.“ Um 500 manns misstu bótaréttindi sín um áramót og kanna rétt sinn á fjárhagsaðstoð. Hugsanlega eiga þeir ekki allir rétt á fjárhagsaðstoð þar sem henni eru settar þrengri skorður. Eignastaða viðkomandi atvinnuleitanda getur skipt máli og skert bætur eða orðið til þess að þeim er synjað um fjárhagsaðstoð. Þá getur eignastaða maka skipt máli. „Aðstæður þessa atvinnuleitanda eru óviðunandi. Hann missir rétt sinn með stuttum fyrirvara. Hann er að kanna sinn rétt á fjárhagsaðstoð hjá sveitarfélaginu þar sem hann býr. Eftir þá könnun kemur í ljós hvað tjón hans er mikið. Það er alveg ljóst að það er tjón, en hversu mikið veit hann ekki,“ segir Gísli og segir dómkröfuna munu snúast um tjónið eða viðurkenningu á því að lögin séu óskuldbindandi gagnvart honum. Gísli telur ekki hægt að afnema með svo skömmum fyrirvara áunninn rétt sem hefur verið tryggður í lögum alllengi. Þá vísar hann bæði til eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar og ekki síður 76. greinar hennar sem kveður á um að öllum skuli tryggður réttur í lögum, til að mynda vegna atvinnuleysis. Þá sé ákvörðunin íþyngjandi. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hefur sagt áformin hafa legið fyrir í töluvert langan tíma. Frumvarpið hafi verið kynnt í haust. „Alþingi samþykkti lögin samhliða tekjuhlið fjárlagafrumvarpsins, þar var náttúrulega farið í gegnum áhrifin og það var einnig farið í gegnum hvað við værum að gera og niðurstaða Alþingis var að samþykkja þetta og það telur að sjálfsögðu að það standist lög,“ sagði Eygló Harðardóttir í samtali við Stöð 2 30. desember síðastliðinn. Gísli segir umræddan atvinnuleitanda ekki hafa efni á því að kosta málið vegna slæmrar stöðu sinnar. En hann vonist til að leysa það mál. „Næsta verkefni þessa atvinnuleitanda er að leita til stéttarfélagsins eða sveitarfélagsins til að kosta þetta mál því hann hefur engin ráð til þess.“
Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira