Orkuveitan krafðist endurgreiðslu vegna „óásættanlegrar“ ráðgjafar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. janúar 2015 07:00 Páll Erland, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur. „Helsta ástæða fyrir hækkun kostnaðaráætlunar eru óvönduð vinnubrögð af hendi ráðgjafa við gerð upphaflegu kostnaðaráætlunarinnar,“ segir í minnisblaði til forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur vegna hækkunar á kostnaði við Hverahlíðarlögn. Fram kemur í minnisblaðinu að áætlað hafi verið í janúar 2014 að kostnaður við gufulögn frá Hverahlíð til Hellisheiðarvirkjunar yrði rúmir 2,6 milljarðar. Hálfu ári síðar hafi áætlaður kostnaður verið orðinn 639 milljónum króna hærri, eða nærri 3,3 milljarðar. „Ítrekuð mistök við áætlanagerð í þessu verki eru að mati ON óásættanleg og bera ráðgjafar ábyrgð á þeim, bæði faglega og fjárhagslega,“ segir í bréfi Páls Erland, framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar (ON), dótturfélags OR, til ráðgjafarfyrirtækisins Mannvits. „Það tilkynnist hér með,“ heldur Páll áfram, „að ON hefur tekið ákvörðun um að fara fram á að ráðgjafar endurgreiði þann kostnað sem ON hefur þegar greitt fyrir vinnu vegna ófullnægjandi kostnaðaráætlana sem ON fékk frá ráðgjöfum og voru unnar á árunum 2013 og 2014.“ Þá rekur Páll að ráðgjafar hafi við gerð síðustu kostnaðaráætlunar þar á undan sagt hönnunarkostnað verða um 232 milljónir króna. „Nú nokkrum mánuðum síðar og án þess að stórkostlegar breytingar hafi orðið á verki er kynnt að ráðgjafar muni krefja ON um 310.832.120 krónur,“ segir framkvæmdastjórinn sem kveður ON eingöngu tilbúið að greiða fyrir aukaverk sem nemi 10 prósentum ofan á kostnaðaráætlun. Það myndi þýða 23 milljóna viðbótargreiðslu í stað um 79 milljóna. Ekki náðist í Pál í gærkvöld en í bréfinu sem dagsett er 3. nóvember gefur hann lítið fyrir skýringar Mannvits sem þá höfðu borist. „Kemur fram að um mistök sé að ræða sem helst megi skýra með sumarfríi, afleysingum og reynsluleysi starfsmanna ráðgjafa.“ Sigurhjörtur Sigfússon, framkvæmdastjóri Mannvits, segir málið nú leyst en vill ekki upplýsa í hverju lausnin felst. „Við erum mjög fagleg í því sem við gerum og stöndum fast í því sem við erum að gera.“ Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira
„Helsta ástæða fyrir hækkun kostnaðaráætlunar eru óvönduð vinnubrögð af hendi ráðgjafa við gerð upphaflegu kostnaðaráætlunarinnar,“ segir í minnisblaði til forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur vegna hækkunar á kostnaði við Hverahlíðarlögn. Fram kemur í minnisblaðinu að áætlað hafi verið í janúar 2014 að kostnaður við gufulögn frá Hverahlíð til Hellisheiðarvirkjunar yrði rúmir 2,6 milljarðar. Hálfu ári síðar hafi áætlaður kostnaður verið orðinn 639 milljónum króna hærri, eða nærri 3,3 milljarðar. „Ítrekuð mistök við áætlanagerð í þessu verki eru að mati ON óásættanleg og bera ráðgjafar ábyrgð á þeim, bæði faglega og fjárhagslega,“ segir í bréfi Páls Erland, framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar (ON), dótturfélags OR, til ráðgjafarfyrirtækisins Mannvits. „Það tilkynnist hér með,“ heldur Páll áfram, „að ON hefur tekið ákvörðun um að fara fram á að ráðgjafar endurgreiði þann kostnað sem ON hefur þegar greitt fyrir vinnu vegna ófullnægjandi kostnaðaráætlana sem ON fékk frá ráðgjöfum og voru unnar á árunum 2013 og 2014.“ Þá rekur Páll að ráðgjafar hafi við gerð síðustu kostnaðaráætlunar þar á undan sagt hönnunarkostnað verða um 232 milljónir króna. „Nú nokkrum mánuðum síðar og án þess að stórkostlegar breytingar hafi orðið á verki er kynnt að ráðgjafar muni krefja ON um 310.832.120 krónur,“ segir framkvæmdastjórinn sem kveður ON eingöngu tilbúið að greiða fyrir aukaverk sem nemi 10 prósentum ofan á kostnaðaráætlun. Það myndi þýða 23 milljóna viðbótargreiðslu í stað um 79 milljóna. Ekki náðist í Pál í gærkvöld en í bréfinu sem dagsett er 3. nóvember gefur hann lítið fyrir skýringar Mannvits sem þá höfðu borist. „Kemur fram að um mistök sé að ræða sem helst megi skýra með sumarfríi, afleysingum og reynsluleysi starfsmanna ráðgjafa.“ Sigurhjörtur Sigfússon, framkvæmdastjóri Mannvits, segir málið nú leyst en vill ekki upplýsa í hverju lausnin felst. „Við erum mjög fagleg í því sem við gerum og stöndum fast í því sem við erum að gera.“
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira