Sláturleyfishafar innkölluðu kjötið sjálfir en ekki við segir Matvælastofnun Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. janúar 2015 07:15 Enn er deilt vegna magns díoxíns í kjöti úr Engidal við Skutulsfjörð. Fréttablaðið/Vilhelm „Samkvæmt gögnum hjá Matvælastofnun tóku sláturleyfishafar sjálfir ákvörðun um að innkalla kjöt af gripum af þessu svæði í varúðarskyni,“ segir Kjartan Hreinsson, dýralæknir hjá Matvælastofnun, um fullyrðingar Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra á Ísafirði, varðandi díoxínmengun í búpeningi í Engidal fyrir um fjórum árum. „Ástæða þess að slátra þurfti búpeningi í Engidal var bannið sem MAST hafði sett á kjötið og uppnámið sem MAST olli með því að innkalla íslenskt lambakjöt frá Evrópu,“ sagði Gísli í Fréttablaðinu í gær. „Matvælastofnun setti dreifingarbann á afurðir frá svæðinu meðan unnið var að rannsókn málsins. Þegar niðurstöður sérfræðihópsins lágu fyrir tóku bændurnir sjálfir ákvörðun um að slátra búfénu,“ segir Kjartan. Matvælastofnun beri skylda til að upplýsa og tilkynna um varasöm matvæli á markaði. „Einnig í varúðarskyni ef grunur er um að matvæli uppfylli ekki skilyrði matvælareglugerða og séu ekki örugg til neyslu.“ Þá gerir Kjartan athugasemd við orð Gísla um að dönsk rannsókn hafi ekki sýnt díoxín yfir viðmiðunarmörkum úr sýnum úr Engidal. Vísar Kjartan í skýrslu sérfræðingahóps. Þar segir meðal annars að sýni bendi „sterklega til þess að að mjólkurafurðir og nautgripir frá Efri-Engidal eigi ekki að fara á markað og hafi ekki átt að fara á markað“. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira
„Samkvæmt gögnum hjá Matvælastofnun tóku sláturleyfishafar sjálfir ákvörðun um að innkalla kjöt af gripum af þessu svæði í varúðarskyni,“ segir Kjartan Hreinsson, dýralæknir hjá Matvælastofnun, um fullyrðingar Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra á Ísafirði, varðandi díoxínmengun í búpeningi í Engidal fyrir um fjórum árum. „Ástæða þess að slátra þurfti búpeningi í Engidal var bannið sem MAST hafði sett á kjötið og uppnámið sem MAST olli með því að innkalla íslenskt lambakjöt frá Evrópu,“ sagði Gísli í Fréttablaðinu í gær. „Matvælastofnun setti dreifingarbann á afurðir frá svæðinu meðan unnið var að rannsókn málsins. Þegar niðurstöður sérfræðihópsins lágu fyrir tóku bændurnir sjálfir ákvörðun um að slátra búfénu,“ segir Kjartan. Matvælastofnun beri skylda til að upplýsa og tilkynna um varasöm matvæli á markaði. „Einnig í varúðarskyni ef grunur er um að matvæli uppfylli ekki skilyrði matvælareglugerða og séu ekki örugg til neyslu.“ Þá gerir Kjartan athugasemd við orð Gísla um að dönsk rannsókn hafi ekki sýnt díoxín yfir viðmiðunarmörkum úr sýnum úr Engidal. Vísar Kjartan í skýrslu sérfræðingahóps. Þar segir meðal annars að sýni bendi „sterklega til þess að að mjólkurafurðir og nautgripir frá Efri-Engidal eigi ekki að fara á markað og hafi ekki átt að fara á markað“.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira