Innlent

Skýrt brot á starfsleyfi félagsins

Sveinn Arnarsson skrifar
Heilbrigðisnefnd Eyjafjarðar telur ÍG hafa brotið gegn starfsleyfisskilyrðum.
Heilbrigðisnefnd Eyjafjarðar telur ÍG hafa brotið gegn starfsleyfisskilyrðum. fréttablaðið/stefán
Rannsókn á því þegar starfsmaður Íslenska gámafélagsins urðaði asbest á starfsvæði fyrirtækisins er lokið og hefur verið sent til saksóknara sem tekur ákvörðun um hvort kæra skuli fyrir athæfið.

Heilbrigðisnefnd Eyjafjarðar telur meðferð fyrirtækisins á spilliefninu asbesti brot á starfsleyfi fyrirtækisins.

„Meðferð Íslenska gámafélagsins ehf. á spilliefnum, það er móttaka, flutningur og förgun á asbesti frá Ólafsfirði í ágústmánuði síðastliðnum, er skýrt brot á starfsleyfisskilyrðum fyrirtækisins. Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra gerir þá kröfu að Íslenska gámafélagið fái aðila með tilskilin leyfi til að sjá um flutning úrgangsins á viðurkenndan urðunarstað fyrir árslok 2014,“ segir í bókun heilbrigðisnefndarinnar.

Jón Þór Frantzson, forstjóri ÍG, segir að fyrirtækið sjálft hafi ekki verið rannsakað heldur aðeins starfsmaðurinn sem slíkur. Fyrirtækið hafi yfirfarið verkferla sína alls staðar á landinu til að fyrirbyggja að að slíkt gerist aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×