Innlent

Áttu að auglýsa snjómokstur á Evrópska efnahagssvæðinu

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Snjómokstur og hálkuvarnir kostuðu Akureyrarbæ 100 milljónir króna árið 2013.
Snjómokstur og hálkuvarnir kostuðu Akureyrarbæ 100 milljónir króna árið 2013. Fréttablaðið/Auðunn
Kærunefnd útboðsmála segir verulegar líkur á því að Akureyrarbær hafi brotið gegn lögum með því að bjóða ekki út snjómokstur og hálkuvarnir á Evrópska efnahagssvæðinu (EES).

Samkvæmt lögum um opinber innkaup skal bjóða út verk sem eru fyrir ríflega 33 milljónir króna eða meira á EES-svæðinu. Í útboði sem nú stendur yfir hjá Akureyrarbæ á snjómokstri og hálkuvörnum var það ekki gert þrátt fyrir að gera mætti ráð fyrir að hlutur verktakans í slíku verkefni yrði um 50 milljónir króna miðað við kostnaðinn eins og hann var á árinu 2013.

Tvö fyrirtækjanna sem bjóða í verkið vilja að kærunefnd útboðsmála ógildi útboðið. Útboðsskilmálar séu til hagsbóta fyrir tiltekna bjóðendur umfram aðra. Bjóða hefði átt verkefnið út á EES-svæðinu. Þetta atriði tekur kærunefndin að svo komnu máli undir og hefur því stöðvað útboðsferlið um stundarsakir. Úrlausn kærunnar í heild liggur enn ekki fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×