Ég er nýi gaurinn í Norræna húsinu! Magnús Guðmundsson skrifar 6. janúar 2015 13:00 "Íslendingar búa yfir einhverju sérstöku brjálæði sem mér finnst ómótstæðilegt,“ segir Mikkel Harder. Vísir/Stefán Mikkel Harder tók við sem forstjóri Norræna hússins núna um áramótin eftir að hafa unnið stjórnunarstörf í danskri menningarsenu um árabil. Þetta er þó hans fyrsta stóra starf utan heimalandsins.Eitthvað sérstakt brjálæði „Það eru blendnar tilfinningar sem fylgja því að taka svona stökk en það er eitthvað sérstaklega spennandi við að fá að vinna á Íslandi. Ég hef kynnst Íslendingum víðast hvar þar sem ég hef verið og farið allt frá því ég var í leiklistarnámi í París og London. Íslendingar búa yfir einhverju sérstöku brjálæði sem mér finnst ómótstæðilegt svo að þegar tækifærið kom þá gat ég ekki látið það fram hjá mér fara. Norræna húsið á að vera öflugt, menningarlegt tengslanet á milli Norðurlandanna en það er líka mikilvægt að það sé virkt í viðkomandi samfélagi. Mér sýnist að ég taki við ákaflega góðu búi af fyrirrennara mínum og hef fullan hug á því að byggja áfram á því góða starfi en auðvitað langar mig til þess að koma líka með eitthvað nýtt. Það er margt spennandi fram undan sem er löngu planað en svo kemur eflaust að því hægt og rólega að einhverjar breyttar áherslur koma í ljós."Samruni tveggja heima "Við starfsfólkið byrjuðum fyrsta vinnudaginn á nýju ári á því að halda fyrsta hugmyndafundinn í tíu funda seríu sem við ætlum að vera með í janúar. Mér finnst skipta öllu máli að virkja sem flesta innan hússins því að það er starfsfólkið sem er sérfræðingarnir en ég er bara nýi gaurinn. Síðustu ár hef ég starfað í formföstu umhverfi búrókratanna og þekki þann heim orðið ansi vel. En ég þekki líka listamenn og hvernig þeir vinna og hugsa. Mitt hlutverk verður ekki síst að sameina þessa tvo mjög svo ólíku heima og sjá til þess að Norræna húsið sé spennandi heimur fyrir listamenn en þó fyrst og fremst gesti og gangandi.“Í fjarsambandi eftir 9 ára sambúð „Við kærastinn minn höfum verið í sambúð í níu ár og það verða mikil viðbrigði að búa einn. Það verður bara mikið verið á Skype og svo kemur hann í langar helgarheimsóknir og ég skrepp líka stundum til Danmerkur. Mér sýnist þó í fljótu bragði að það eigi eftir að vera nóg að gera í vinnunni og það verður líka alveg örugglega gaman í vinnunni því hér er fullt af skemmtilegu fólki.“ Menning Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Mikkel Harder tók við sem forstjóri Norræna hússins núna um áramótin eftir að hafa unnið stjórnunarstörf í danskri menningarsenu um árabil. Þetta er þó hans fyrsta stóra starf utan heimalandsins.Eitthvað sérstakt brjálæði „Það eru blendnar tilfinningar sem fylgja því að taka svona stökk en það er eitthvað sérstaklega spennandi við að fá að vinna á Íslandi. Ég hef kynnst Íslendingum víðast hvar þar sem ég hef verið og farið allt frá því ég var í leiklistarnámi í París og London. Íslendingar búa yfir einhverju sérstöku brjálæði sem mér finnst ómótstæðilegt svo að þegar tækifærið kom þá gat ég ekki látið það fram hjá mér fara. Norræna húsið á að vera öflugt, menningarlegt tengslanet á milli Norðurlandanna en það er líka mikilvægt að það sé virkt í viðkomandi samfélagi. Mér sýnist að ég taki við ákaflega góðu búi af fyrirrennara mínum og hef fullan hug á því að byggja áfram á því góða starfi en auðvitað langar mig til þess að koma líka með eitthvað nýtt. Það er margt spennandi fram undan sem er löngu planað en svo kemur eflaust að því hægt og rólega að einhverjar breyttar áherslur koma í ljós."Samruni tveggja heima "Við starfsfólkið byrjuðum fyrsta vinnudaginn á nýju ári á því að halda fyrsta hugmyndafundinn í tíu funda seríu sem við ætlum að vera með í janúar. Mér finnst skipta öllu máli að virkja sem flesta innan hússins því að það er starfsfólkið sem er sérfræðingarnir en ég er bara nýi gaurinn. Síðustu ár hef ég starfað í formföstu umhverfi búrókratanna og þekki þann heim orðið ansi vel. En ég þekki líka listamenn og hvernig þeir vinna og hugsa. Mitt hlutverk verður ekki síst að sameina þessa tvo mjög svo ólíku heima og sjá til þess að Norræna húsið sé spennandi heimur fyrir listamenn en þó fyrst og fremst gesti og gangandi.“Í fjarsambandi eftir 9 ára sambúð „Við kærastinn minn höfum verið í sambúð í níu ár og það verða mikil viðbrigði að búa einn. Það verður bara mikið verið á Skype og svo kemur hann í langar helgarheimsóknir og ég skrepp líka stundum til Danmerkur. Mér sýnist þó í fljótu bragði að það eigi eftir að vera nóg að gera í vinnunni og það verður líka alveg örugglega gaman í vinnunni því hér er fullt af skemmtilegu fólki.“
Menning Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira