„Passaði ekki lengur í lífsmunstur okkar að drekka áfengi“ Atli Ísleifsson skrifar 26. apríl 2015 22:41 Nemarnir Ninna Stefánsdóttir og Pálmi Ketilsson. Vísir/Getty/Aðsent „Þetta var bara eitthvað merki, þannig að við tókum þá ákvörðun um að hætta að drekka,“ segir Ninna Stefánsdóttir, nemi við Bifröst, um daginn sem hún og sambýlismaður hennar, Pálmi Ketilsson, lásu grein á Vísi um fólk sem hafði tekið ákvörðun um að hætta allri áfengisneyslu. Ninna segir þau Pálma oft hafa velt því fyrir sér af hverju þau væru að drekka. „Það eru oft margir neikvæðir þættir sem fylgja því að fá sér í glas, eins og að vakna þunnur og fleira. Þetta er miklu meira en bara þetta kvöld. Við eigum eina tveggja ára stelpu og það er ekki annað í boði en að vera einfaldlega í lagi þegar maður vaknar með henni á morgnana.“ Ninna segir að Pálmi eigi afmæli 29. ágúst og að síðasta sumar hafi þau verið nýflutt til Spánar. „Ég undirbjó óvissuferð fyrir hann, við leigðum okkur hótelherbergi og fengum okkur í glas. Og kannski aðeins meira en við hefðum átt að gera. Dagurinn eftir var svo bara ónýtur. Þegar við komum heim sáum við þessa grein á Vísi og þarna sáum við ljósið. Þetta var bara eitthvað merki, þannig að við tókum þá ákvörðun um að hætta að drekka.“ Ninna og Pálmi segjast vera með fólk í kringum sig sem drekki ekki og að þau hafi því oft velt þessum hlutum fyrir sér. „Líka heilsunnar vegna. Maður var alltaf að hugsa svo mikið um heilsuna, hreyfa sig og borða hollt, en síðan var maður að fá sér í glas af og til. Það passaði einhvern veginn ekki lengur í þetta lífsmunstur okkar að vera að drekka áfengi.“Hvernig hefur líf ykkar breyst eftir þessa ákvörðun?„Ekki mikið. Það var reyndar ekki þannig að við höfðum verið að fara mikið út, enda með barn. Við finnum ekki fyrir mikilli breytingu. En þegar við höfum verið að fara út – eins og við fórum á árshátíð um daginn – stundum getur þetta verið svolítið sérstakt til að byrja með þegar flestir eru að byrja að fá sér í glas. Tveimur tímum seinna eru hins vegar flestir orðnir það fullir að maður er ótrúlega feginn að geta síðan keyrt heim og vaknað ferskur daginn eftir. Vitandi það að maður gerði ekkert af sér. Það er engin eftirsjá,“ segir Ninna létt í bragði. Ninna segist þó stundum fá spurningar í hálfgerðum hneykslunartón um hvort þau séu hætt að drekka. „Eins og að það sé á einhvern hátt neikvætt.“ Einnig komi reglulega spurningar um hvort hún sé ólétt þegar hún sé innan um drukkið fólk. „Við lendum þó ekki mjög oft í þeim aðstæðum að við séum innan um fólk sem sé í glasi. En þegar það gerist þá koma þessar spurningar. Fólki finnst þetta svo skrýtið að við séum ekki að drekka. Að við skyldum hætta að drekka af því að við vildum það, en ekki að drykkjan hafi verið eitthvað vandamál. Fólki finnst það skrýtið.“ Tengdar fréttir Tóku ákvörðun um að hætta öllu sulli Fréttablaðið tók púlsinn á nokkrum einstaklingum sem hafa kosið áfengislausan lífsstíl, forvitnaðist um af hverju þau kusu að sneiða hjá áfengi og fékk að vita hverjir eru kostir þess og gallar. 30. ágúst 2014 10:00 Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
„Þetta var bara eitthvað merki, þannig að við tókum þá ákvörðun um að hætta að drekka,“ segir Ninna Stefánsdóttir, nemi við Bifröst, um daginn sem hún og sambýlismaður hennar, Pálmi Ketilsson, lásu grein á Vísi um fólk sem hafði tekið ákvörðun um að hætta allri áfengisneyslu. Ninna segir þau Pálma oft hafa velt því fyrir sér af hverju þau væru að drekka. „Það eru oft margir neikvæðir þættir sem fylgja því að fá sér í glas, eins og að vakna þunnur og fleira. Þetta er miklu meira en bara þetta kvöld. Við eigum eina tveggja ára stelpu og það er ekki annað í boði en að vera einfaldlega í lagi þegar maður vaknar með henni á morgnana.“ Ninna segir að Pálmi eigi afmæli 29. ágúst og að síðasta sumar hafi þau verið nýflutt til Spánar. „Ég undirbjó óvissuferð fyrir hann, við leigðum okkur hótelherbergi og fengum okkur í glas. Og kannski aðeins meira en við hefðum átt að gera. Dagurinn eftir var svo bara ónýtur. Þegar við komum heim sáum við þessa grein á Vísi og þarna sáum við ljósið. Þetta var bara eitthvað merki, þannig að við tókum þá ákvörðun um að hætta að drekka.“ Ninna og Pálmi segjast vera með fólk í kringum sig sem drekki ekki og að þau hafi því oft velt þessum hlutum fyrir sér. „Líka heilsunnar vegna. Maður var alltaf að hugsa svo mikið um heilsuna, hreyfa sig og borða hollt, en síðan var maður að fá sér í glas af og til. Það passaði einhvern veginn ekki lengur í þetta lífsmunstur okkar að vera að drekka áfengi.“Hvernig hefur líf ykkar breyst eftir þessa ákvörðun?„Ekki mikið. Það var reyndar ekki þannig að við höfðum verið að fara mikið út, enda með barn. Við finnum ekki fyrir mikilli breytingu. En þegar við höfum verið að fara út – eins og við fórum á árshátíð um daginn – stundum getur þetta verið svolítið sérstakt til að byrja með þegar flestir eru að byrja að fá sér í glas. Tveimur tímum seinna eru hins vegar flestir orðnir það fullir að maður er ótrúlega feginn að geta síðan keyrt heim og vaknað ferskur daginn eftir. Vitandi það að maður gerði ekkert af sér. Það er engin eftirsjá,“ segir Ninna létt í bragði. Ninna segist þó stundum fá spurningar í hálfgerðum hneykslunartón um hvort þau séu hætt að drekka. „Eins og að það sé á einhvern hátt neikvætt.“ Einnig komi reglulega spurningar um hvort hún sé ólétt þegar hún sé innan um drukkið fólk. „Við lendum þó ekki mjög oft í þeim aðstæðum að við séum innan um fólk sem sé í glasi. En þegar það gerist þá koma þessar spurningar. Fólki finnst þetta svo skrýtið að við séum ekki að drekka. Að við skyldum hætta að drekka af því að við vildum það, en ekki að drykkjan hafi verið eitthvað vandamál. Fólki finnst það skrýtið.“
Tengdar fréttir Tóku ákvörðun um að hætta öllu sulli Fréttablaðið tók púlsinn á nokkrum einstaklingum sem hafa kosið áfengislausan lífsstíl, forvitnaðist um af hverju þau kusu að sneiða hjá áfengi og fékk að vita hverjir eru kostir þess og gallar. 30. ágúst 2014 10:00 Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
Tóku ákvörðun um að hætta öllu sulli Fréttablaðið tók púlsinn á nokkrum einstaklingum sem hafa kosið áfengislausan lífsstíl, forvitnaðist um af hverju þau kusu að sneiða hjá áfengi og fékk að vita hverjir eru kostir þess og gallar. 30. ágúst 2014 10:00