Fellibylur gengur yfir Ísland: Útihús gætu splundrast Aðalsteinn Kjartansson skrifar 7. desember 2015 19:03 Fellibylur gengur nú yfir Ísland. Veðurofsinn hefur þegar náð því að teljast fyrsta stigs fellibylur og er búist fastlega við því að hann vaxi upp í það að verða annars stigs. Um klukkan átta í kvöld má búast við því að fellibylsstyrkur mælist í Reykjavík. Kristján Már Unnarsson fréttamaður ræddi yfir fulltrúa frá almannavörnum og Landsbjörgu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Fólk hefur farið að tilmælum Hjálmar Björgvinsson frá Almannavörnum segir veðurspár hafa gengið eftir. „Já já þetta er að ganga eftir og við erum núna með á suðurlandi og vestmanneyjum alveg kolbrjálað eða vitlaust veður,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingum færist þetta yfir höfuðborgarsvæðið og restina af landinu í kvöld,“ segir hann. Hjálmar segir ljóst að fólk hafi farið eftir aðvörunum og tilmælum lögreglunnar. „Ef við horfum bara hérna út á bústaðarveginn sem dæmi, það er yfirleitt fullt af bílum á þessum tíma en núna er varla bíll. Þannig að fólk hefur hlustað á tilmæli frá okkur um að gera ráðstafanir og þar fram eftir götunum. Fólk er bara viðbúið og því ber að fagna,“ segir hann.Eiga að halda sig heima Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að björgunarsveitarfólk sé í viðbragðsstöðu. „Það eru þessi heilu þök og kannski útihúsin að splundrast og slíkt eins og við sáum í veðrinu ´91. En við svo sem vitum það ekki,“ segir hún. „Við verðum náttúrulega að gæta öryggis okkar fólks.“ Útköll hafa verið fá það sem af er degi. „Já en minni háttar. Björgunarsveitir eru að störfum austan fjall og á Suðurnesjum en það hefur allt verið svona minni háttar atvik. og fyrr í dag í Vestmannaeyjum líka. Síðan erum við með fólk í húsi víða um land og fólk að koma í hús annars staðar. Við bíðum eftir skellinum,“ segir hún. Ólöf segir að fólk eigi bara að halda sig innandyra. „Heima í örygginu og hringja í 112 ef það er neyðarástand einhvers staðar,“ segir hún aðspurð um ráðleggingar til landsmanna. Veður Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Sjá meira
Fellibylur gengur nú yfir Ísland. Veðurofsinn hefur þegar náð því að teljast fyrsta stigs fellibylur og er búist fastlega við því að hann vaxi upp í það að verða annars stigs. Um klukkan átta í kvöld má búast við því að fellibylsstyrkur mælist í Reykjavík. Kristján Már Unnarsson fréttamaður ræddi yfir fulltrúa frá almannavörnum og Landsbjörgu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Fólk hefur farið að tilmælum Hjálmar Björgvinsson frá Almannavörnum segir veðurspár hafa gengið eftir. „Já já þetta er að ganga eftir og við erum núna með á suðurlandi og vestmanneyjum alveg kolbrjálað eða vitlaust veður,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingum færist þetta yfir höfuðborgarsvæðið og restina af landinu í kvöld,“ segir hann. Hjálmar segir ljóst að fólk hafi farið eftir aðvörunum og tilmælum lögreglunnar. „Ef við horfum bara hérna út á bústaðarveginn sem dæmi, það er yfirleitt fullt af bílum á þessum tíma en núna er varla bíll. Þannig að fólk hefur hlustað á tilmæli frá okkur um að gera ráðstafanir og þar fram eftir götunum. Fólk er bara viðbúið og því ber að fagna,“ segir hann.Eiga að halda sig heima Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að björgunarsveitarfólk sé í viðbragðsstöðu. „Það eru þessi heilu þök og kannski útihúsin að splundrast og slíkt eins og við sáum í veðrinu ´91. En við svo sem vitum það ekki,“ segir hún. „Við verðum náttúrulega að gæta öryggis okkar fólks.“ Útköll hafa verið fá það sem af er degi. „Já en minni háttar. Björgunarsveitir eru að störfum austan fjall og á Suðurnesjum en það hefur allt verið svona minni háttar atvik. og fyrr í dag í Vestmannaeyjum líka. Síðan erum við með fólk í húsi víða um land og fólk að koma í hús annars staðar. Við bíðum eftir skellinum,“ segir hún. Ólöf segir að fólk eigi bara að halda sig innandyra. „Heima í örygginu og hringja í 112 ef það er neyðarástand einhvers staðar,“ segir hún aðspurð um ráðleggingar til landsmanna.
Veður Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Sjá meira