Sænska fyrirtækið IVF lætur til sín taka í tæknifrjóvgun á Íslandi Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. desember 2015 07:00 Sænska fyrirtækið IVF Sverige ætlar að opna nýja tæknifrjóvgunardeild í Reykjavík. Deildin, sem mun heita IVF klíníkin Reykjavík, verður rekin í samstarfi við fæðingar- og kvensjúkdómalæknana Snorra Einarsson og Ingunni Jónsdóttur, sem hafa bæði lært fagið og starfað við það í Svíþjóð, og Steinunni Þorsteinsdóttur lífeindafræðing. Samhliða opnun nýju deildarinnar kaupir IVF Sverige ART Medica, sem er eina starfandi tæknifrjóvgunardeildin á Íslandi, og leggur niður starfsemina þar. „Við ætlum að reyna að opna um miðjan febrúar,“ segir Snorri Einarsson í samtali við Fréttablaðið. Snorri verður yfirlæknir á nýju deildinni hér á Íslandi. Hann segir að IVF Sverige sé stærsti aðilinn í þjónustu og meðferð ófrjósemi á Norðurlöndunum og reki samtals átta deildir eftir opnunina á Íslandi. Snorri segir að stór hluti fólksins sem vann áður hjá Art Medica komi til með að starfa hjá nýju tæknifrjóvgunardeildinni. „Við komum til með að taka meginþorra starfsfólksins sem er hér og nýta þá reynslu sem fyrir er og byggja ofan á það,“ segir hann. Að auki verði hluti af tækjum Art Medica nýttur. „Við tökum það sem hægt er að nýta en komum til með að bæta heilmiklu við af nýjum tækjum,“ segir Snorri. Snorri segir að á Íslandi séu gerðar um 450 glasa- og smásjárfrjóvganir á ári. IVF klíníkin Reykjavík komi til með að bjóða upp á nýjustu aðferðir í ófrjósemismeðferðum eins og til dæmis eggjafrystingu, ræktun fósturvísa í skápum tengdum myndavélum og kímblöðruræktun. Snorri segir að IVF Sverige sé lifandi fyrirtæki sem vilji sjálft þróa aðferðir og tækni og stunda rannsóknir í ríkum mæli. Samstarfið við fyrirtækið geri mögulegt að fylgjast með, þróa og taka upp nýjustu aðferðir til hagsbóta fyrir sjúklingana. Um tæknifrjóvganirLögin um tæknifrjóvgun tóku gildi 1996. Þar er tæknifrjóvgun skilgreind sem getnaður í framhaldi af tæknisæðingu eða glasafrjóvgun. Tæknisæðingar með gjafasæði hófust 1977 og 1978. Fyrstu íslensku pörin fóru hins vegar í glasafrjóvgunarmeðferð í Englandi 10 árum síðar. Heilbrigðisyfirvöld höfðu þá gert samning um meðferð íslenskra para. Glasafrjóvgun hófst svo á Landspítalanum í október 1991 og fyrsta barnið fæddist níu mánuðum síðar. Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Sænska fyrirtækið IVF Sverige ætlar að opna nýja tæknifrjóvgunardeild í Reykjavík. Deildin, sem mun heita IVF klíníkin Reykjavík, verður rekin í samstarfi við fæðingar- og kvensjúkdómalæknana Snorra Einarsson og Ingunni Jónsdóttur, sem hafa bæði lært fagið og starfað við það í Svíþjóð, og Steinunni Þorsteinsdóttur lífeindafræðing. Samhliða opnun nýju deildarinnar kaupir IVF Sverige ART Medica, sem er eina starfandi tæknifrjóvgunardeildin á Íslandi, og leggur niður starfsemina þar. „Við ætlum að reyna að opna um miðjan febrúar,“ segir Snorri Einarsson í samtali við Fréttablaðið. Snorri verður yfirlæknir á nýju deildinni hér á Íslandi. Hann segir að IVF Sverige sé stærsti aðilinn í þjónustu og meðferð ófrjósemi á Norðurlöndunum og reki samtals átta deildir eftir opnunina á Íslandi. Snorri segir að stór hluti fólksins sem vann áður hjá Art Medica komi til með að starfa hjá nýju tæknifrjóvgunardeildinni. „Við komum til með að taka meginþorra starfsfólksins sem er hér og nýta þá reynslu sem fyrir er og byggja ofan á það,“ segir hann. Að auki verði hluti af tækjum Art Medica nýttur. „Við tökum það sem hægt er að nýta en komum til með að bæta heilmiklu við af nýjum tækjum,“ segir Snorri. Snorri segir að á Íslandi séu gerðar um 450 glasa- og smásjárfrjóvganir á ári. IVF klíníkin Reykjavík komi til með að bjóða upp á nýjustu aðferðir í ófrjósemismeðferðum eins og til dæmis eggjafrystingu, ræktun fósturvísa í skápum tengdum myndavélum og kímblöðruræktun. Snorri segir að IVF Sverige sé lifandi fyrirtæki sem vilji sjálft þróa aðferðir og tækni og stunda rannsóknir í ríkum mæli. Samstarfið við fyrirtækið geri mögulegt að fylgjast með, þróa og taka upp nýjustu aðferðir til hagsbóta fyrir sjúklingana. Um tæknifrjóvganirLögin um tæknifrjóvgun tóku gildi 1996. Þar er tæknifrjóvgun skilgreind sem getnaður í framhaldi af tæknisæðingu eða glasafrjóvgun. Tæknisæðingar með gjafasæði hófust 1977 og 1978. Fyrstu íslensku pörin fóru hins vegar í glasafrjóvgunarmeðferð í Englandi 10 árum síðar. Heilbrigðisyfirvöld höfðu þá gert samning um meðferð íslenskra para. Glasafrjóvgun hófst svo á Landspítalanum í október 1991 og fyrsta barnið fæddist níu mánuðum síðar.
Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira