Mæðgur fögnuðu báðar níu ára afmæli á óveðursdag: „Það eru ágætis líkur á þessu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. desember 2015 15:30 Tölfræðingurinn Sigrún Helga Lund og dóttir hennar fögnuðu báðar níu ára afmæli á einstökum óveðursdögum. Samsett Hverjar eru líkurnar á því að mæðgur haldi upp á níu ára afmælisdaga sína á sömu dögum og einhver klikkuðustu óveður í manna minnum gengu yfir Ísland? Töluvert meiri en maður myndi halda samkvæmt Sigrúnu Helgu Lund sem ætti að vita það, hún er jú með doktorsgráðu í tölfræði. Hún og dóttir hennar urðu báðar níu ára á einstökum óviðrisdögum. Sigrún Helga hélt upp á níu ára afmæli sitt þann 3. febrúar 1991 þegar eitt versta óveður sem skollið hefur á Ísland reið yfir landið líkt og Vísir hefur rifjað upp. Svo skemmtilega vill til að dóttir Sigrúnar Helgu á níu ára afmæli í dag, deginum sem reiknað er með að versta óveður síðan hið fræga óveður frá 1991 muni skella á Íslandi.Forsíða DV daginn eftir óveðrið 1991„Það eru alveg ágætis líkur á að þetta gerist. Ég hef nú reyndar ekki pælt mikið í þessu en það má segja að þetta sé sambærilegt við að tvær manneskjur sem eigi afmæli á sama degi lendi saman í bekk,“ segir Sigrún Helga sem er stödd í Orlando í Bandaríkjunum á ráðstefnu og mun hún því missa af óviðrinu mikla í dag. Hún missti þó ekki af storminum árið 1991 sem er henni enn í fersku minni. „Við ætluðum að hafa pítsur í matinn sem var mjög nýmóðins á þeim tíma. Vandamálið var að það varð rafmagnslaust þannig að við sátum bara uppi með helling af deigi.“En mætti einhver í afmælið?„Það voru mjög hugrakkir foreldar sem sem löbbuðu með krakkana sína í afmælið. Við vorum helst í því að leika okkur með kertaljós og ég man hvað það var mikil hamingja þegar rafmagnið kom á.“ Dóttir Sigrúnar Helgu mun reyndar ekki feta í fótspor móður sinnar og halda upp á afmæli sitt í kvöld á meðan veðrið verður vitlaust. „Nei, hún ætlar bara að hafa það gott heima í kvöld og halda upp á afmælið seinna.“ Ekki óvitlaust enda er fólk eindregið beðið um að halda sig innandyra í kvöld á meðan veðrið verður sem verst en sjá má myndir af óveðrinu 1991 hér fyrir neðan.Þessi bíll fór í flugferð í storminum.Vísir/GVABjörgunarsveitamenn höfðu í nógu að snúast.Vísir/GVAÞök rifnuðu af húsum.Vísir/GVA Veður Tengdar fréttir Það sem þú þarft að vita um veðrið Stefnir í ofsaveður eða fárviðri á landinu öllu í kvöld. 7. desember 2015 07:29 Svona var óveðrið 1991: Sumarbústaður fauk á haf út og tré rifnuðu upp með rótum Von er á snælduvitlausu veðri á landinu öllu síðdegis og langt fram á kvöld. Minnast veðurfræðingar og fleiri óveðurs sem gekk yfir landið 3. febrúar árið 1991. 7. desember 2015 13:15 Von á ofsaveðri sem kemur á áratuga fresti Veðurstofa Íslands spáir ofsaveðri í dag. Á morgun er búist við góðu vetrarveðri. Slysavarnafélagið Landsbjörg biður fólk að vara erlenda ferðamenn við veðrinu. 7. desember 2015 07:00 Ríkislögreglustjóri lýsir yfir óvissustigi á landinu vegna veðurs Óvissustig einkennist af atburðarás sem er hafin og ætla má að geti leitt til þess að öryggi fólks og/eða byggðar sé stefnt í hættu. 7. desember 2015 11:23 Hvernig má draga úr hættu á tjóni í fárviðrinu? Mikilvægt er að tryggja lausamuni, moka frá niðurföllum og hlýta tilmælum Almannavarna. 7. desember 2015 13:45 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Hverjar eru líkurnar á því að mæðgur haldi upp á níu ára afmælisdaga sína á sömu dögum og einhver klikkuðustu óveður í manna minnum gengu yfir Ísland? Töluvert meiri en maður myndi halda samkvæmt Sigrúnu Helgu Lund sem ætti að vita það, hún er jú með doktorsgráðu í tölfræði. Hún og dóttir hennar urðu báðar níu ára á einstökum óviðrisdögum. Sigrún Helga hélt upp á níu ára afmæli sitt þann 3. febrúar 1991 þegar eitt versta óveður sem skollið hefur á Ísland reið yfir landið líkt og Vísir hefur rifjað upp. Svo skemmtilega vill til að dóttir Sigrúnar Helgu á níu ára afmæli í dag, deginum sem reiknað er með að versta óveður síðan hið fræga óveður frá 1991 muni skella á Íslandi.Forsíða DV daginn eftir óveðrið 1991„Það eru alveg ágætis líkur á að þetta gerist. Ég hef nú reyndar ekki pælt mikið í þessu en það má segja að þetta sé sambærilegt við að tvær manneskjur sem eigi afmæli á sama degi lendi saman í bekk,“ segir Sigrún Helga sem er stödd í Orlando í Bandaríkjunum á ráðstefnu og mun hún því missa af óviðrinu mikla í dag. Hún missti þó ekki af storminum árið 1991 sem er henni enn í fersku minni. „Við ætluðum að hafa pítsur í matinn sem var mjög nýmóðins á þeim tíma. Vandamálið var að það varð rafmagnslaust þannig að við sátum bara uppi með helling af deigi.“En mætti einhver í afmælið?„Það voru mjög hugrakkir foreldar sem sem löbbuðu með krakkana sína í afmælið. Við vorum helst í því að leika okkur með kertaljós og ég man hvað það var mikil hamingja þegar rafmagnið kom á.“ Dóttir Sigrúnar Helgu mun reyndar ekki feta í fótspor móður sinnar og halda upp á afmæli sitt í kvöld á meðan veðrið verður vitlaust. „Nei, hún ætlar bara að hafa það gott heima í kvöld og halda upp á afmælið seinna.“ Ekki óvitlaust enda er fólk eindregið beðið um að halda sig innandyra í kvöld á meðan veðrið verður sem verst en sjá má myndir af óveðrinu 1991 hér fyrir neðan.Þessi bíll fór í flugferð í storminum.Vísir/GVABjörgunarsveitamenn höfðu í nógu að snúast.Vísir/GVAÞök rifnuðu af húsum.Vísir/GVA
Veður Tengdar fréttir Það sem þú þarft að vita um veðrið Stefnir í ofsaveður eða fárviðri á landinu öllu í kvöld. 7. desember 2015 07:29 Svona var óveðrið 1991: Sumarbústaður fauk á haf út og tré rifnuðu upp með rótum Von er á snælduvitlausu veðri á landinu öllu síðdegis og langt fram á kvöld. Minnast veðurfræðingar og fleiri óveðurs sem gekk yfir landið 3. febrúar árið 1991. 7. desember 2015 13:15 Von á ofsaveðri sem kemur á áratuga fresti Veðurstofa Íslands spáir ofsaveðri í dag. Á morgun er búist við góðu vetrarveðri. Slysavarnafélagið Landsbjörg biður fólk að vara erlenda ferðamenn við veðrinu. 7. desember 2015 07:00 Ríkislögreglustjóri lýsir yfir óvissustigi á landinu vegna veðurs Óvissustig einkennist af atburðarás sem er hafin og ætla má að geti leitt til þess að öryggi fólks og/eða byggðar sé stefnt í hættu. 7. desember 2015 11:23 Hvernig má draga úr hættu á tjóni í fárviðrinu? Mikilvægt er að tryggja lausamuni, moka frá niðurföllum og hlýta tilmælum Almannavarna. 7. desember 2015 13:45 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Það sem þú þarft að vita um veðrið Stefnir í ofsaveður eða fárviðri á landinu öllu í kvöld. 7. desember 2015 07:29
Svona var óveðrið 1991: Sumarbústaður fauk á haf út og tré rifnuðu upp með rótum Von er á snælduvitlausu veðri á landinu öllu síðdegis og langt fram á kvöld. Minnast veðurfræðingar og fleiri óveðurs sem gekk yfir landið 3. febrúar árið 1991. 7. desember 2015 13:15
Von á ofsaveðri sem kemur á áratuga fresti Veðurstofa Íslands spáir ofsaveðri í dag. Á morgun er búist við góðu vetrarveðri. Slysavarnafélagið Landsbjörg biður fólk að vara erlenda ferðamenn við veðrinu. 7. desember 2015 07:00
Ríkislögreglustjóri lýsir yfir óvissustigi á landinu vegna veðurs Óvissustig einkennist af atburðarás sem er hafin og ætla má að geti leitt til þess að öryggi fólks og/eða byggðar sé stefnt í hættu. 7. desember 2015 11:23
Hvernig má draga úr hættu á tjóni í fárviðrinu? Mikilvægt er að tryggja lausamuni, moka frá niðurföllum og hlýta tilmælum Almannavarna. 7. desember 2015 13:45