Íslendingar munu geta farið fram á að upplýsingum um þá sé eytt af netinu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 26. desember 2015 20:08 Rétturinn til að gleymast á netinu fær aukið vægi í nýrri evrópskri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi hér á landi innan fárra ára. Fólk getur farið fram á að upplýsingum um það sé eytt af netinu. Forstjóri Persónuverndar segir löggjöfina svar við tækniframförum sem einstaklingar hafa staðið berskjaldaðir frammi fyrir síðustu ár. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Evrópuþingið og ráðherraráð Evrópusambandsins náðu samkomulagi um breytta persónuverndarlöggjöf í Evrópu nú fyrir jól sem samrýmist betur stafrænum upplýsingatækniheimi. Að sögn Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar felur ný löggjöf í sér töluverða aukningu á grundvallarréttindum borgarana til persónuverndar. „Hún færir einstaklingum, borgurum landsins, aukinn rétt að mörgu leyti. Það sem um er að ræða er til dæmis það að rétturinn til að gleymast fær aukið vægi. Það þýðir það að einstaklingurinn eða borgarinn fær rétt til þess að ákveðnum leitarniðurstöðum á Google sé eytt.“Helga ÞórisdóttirFriðhelgi einkalífs vó þyngra Helga minnir á dóm sem kenndur er við Google þar sem tekist var á um friðhelgi einkalífs á móti hagsmunum tjáningarfrelsis. „Það var spænskur ríkisborgari sem kvartaði undan því að það væri að eyðileggja fyrir honum viðskipti að eldgamlar upplýsingar frá 1998 um fjárnám birtust þeim sem gúggluðu hann. Hjá dómstólum var ekist á um friðhelgi einkalífs á móti hagsmunum tjáningarfrelsis.Það varð svo að friðhelgi einkalífs þótti vega þyngra en hagsmunir um tjáningarfrelsi.“ Helga segir löggöfina svar við örum tækniframförum síðustu ára. Hægt verður að leggja á sektir fyrir brot gegn persónuverndarreglum. „Ef fyrirtæki brjóta persónuverndarlög að þá verður hægt að sekta þau sem nemur fjögur prósent af árlegri veltu, Það geta verið gígantískar upphæðir ef um er að ræða fyrirtæki í netheimum. Löggjöfin er svar við tækniframförum sem auðvelda leit og öflun upplýsinga. Einstaklingurinn stendur berskjaldaður gagnvart öllu því sem er hægt að finna í allri hans fortíð, það þarf aðeins að tempra þetta.“Börn undir sextán ára þurfa leyfi foreldra til að vera á Facebook Settar verða hindranir í veg netfyrirtækja og samskiptamiðla þegar kemur að börnum og unglingum. „Reglan verður sú að börn undir sextán ára aldri munu þurfa leyfi foreldra til að vera í Facebook samskiptum og það sama á við um Instagram. Það verður heimild fyrir aðildarríki að færa aldursviðmið niður í þrettán ára.“ Helga telur breytingar á löggjöf krefjast hugarfarsbreytingar í íslensku samfélagi. „Hugsunarhætti almennt hjá borgurum og fyrirtækjum um það hvernig er komið fram við einstaklinga og hvernig farið er með persónuupplýsingar einstaklinga.“ Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira
Rétturinn til að gleymast á netinu fær aukið vægi í nýrri evrópskri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi hér á landi innan fárra ára. Fólk getur farið fram á að upplýsingum um það sé eytt af netinu. Forstjóri Persónuverndar segir löggjöfina svar við tækniframförum sem einstaklingar hafa staðið berskjaldaðir frammi fyrir síðustu ár. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Evrópuþingið og ráðherraráð Evrópusambandsins náðu samkomulagi um breytta persónuverndarlöggjöf í Evrópu nú fyrir jól sem samrýmist betur stafrænum upplýsingatækniheimi. Að sögn Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar felur ný löggjöf í sér töluverða aukningu á grundvallarréttindum borgarana til persónuverndar. „Hún færir einstaklingum, borgurum landsins, aukinn rétt að mörgu leyti. Það sem um er að ræða er til dæmis það að rétturinn til að gleymast fær aukið vægi. Það þýðir það að einstaklingurinn eða borgarinn fær rétt til þess að ákveðnum leitarniðurstöðum á Google sé eytt.“Helga ÞórisdóttirFriðhelgi einkalífs vó þyngra Helga minnir á dóm sem kenndur er við Google þar sem tekist var á um friðhelgi einkalífs á móti hagsmunum tjáningarfrelsis. „Það var spænskur ríkisborgari sem kvartaði undan því að það væri að eyðileggja fyrir honum viðskipti að eldgamlar upplýsingar frá 1998 um fjárnám birtust þeim sem gúggluðu hann. Hjá dómstólum var ekist á um friðhelgi einkalífs á móti hagsmunum tjáningarfrelsis.Það varð svo að friðhelgi einkalífs þótti vega þyngra en hagsmunir um tjáningarfrelsi.“ Helga segir löggöfina svar við örum tækniframförum síðustu ára. Hægt verður að leggja á sektir fyrir brot gegn persónuverndarreglum. „Ef fyrirtæki brjóta persónuverndarlög að þá verður hægt að sekta þau sem nemur fjögur prósent af árlegri veltu, Það geta verið gígantískar upphæðir ef um er að ræða fyrirtæki í netheimum. Löggjöfin er svar við tækniframförum sem auðvelda leit og öflun upplýsinga. Einstaklingurinn stendur berskjaldaður gagnvart öllu því sem er hægt að finna í allri hans fortíð, það þarf aðeins að tempra þetta.“Börn undir sextán ára þurfa leyfi foreldra til að vera á Facebook Settar verða hindranir í veg netfyrirtækja og samskiptamiðla þegar kemur að börnum og unglingum. „Reglan verður sú að börn undir sextán ára aldri munu þurfa leyfi foreldra til að vera í Facebook samskiptum og það sama á við um Instagram. Það verður heimild fyrir aðildarríki að færa aldursviðmið niður í þrettán ára.“ Helga telur breytingar á löggjöf krefjast hugarfarsbreytingar í íslensku samfélagi. „Hugsunarhætti almennt hjá borgurum og fyrirtækjum um það hvernig er komið fram við einstaklinga og hvernig farið er með persónuupplýsingar einstaklinga.“
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira