Íslendingar munu geta farið fram á að upplýsingum um þá sé eytt af netinu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 26. desember 2015 20:08 Rétturinn til að gleymast á netinu fær aukið vægi í nýrri evrópskri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi hér á landi innan fárra ára. Fólk getur farið fram á að upplýsingum um það sé eytt af netinu. Forstjóri Persónuverndar segir löggjöfina svar við tækniframförum sem einstaklingar hafa staðið berskjaldaðir frammi fyrir síðustu ár. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Evrópuþingið og ráðherraráð Evrópusambandsins náðu samkomulagi um breytta persónuverndarlöggjöf í Evrópu nú fyrir jól sem samrýmist betur stafrænum upplýsingatækniheimi. Að sögn Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar felur ný löggjöf í sér töluverða aukningu á grundvallarréttindum borgarana til persónuverndar. „Hún færir einstaklingum, borgurum landsins, aukinn rétt að mörgu leyti. Það sem um er að ræða er til dæmis það að rétturinn til að gleymast fær aukið vægi. Það þýðir það að einstaklingurinn eða borgarinn fær rétt til þess að ákveðnum leitarniðurstöðum á Google sé eytt.“Helga ÞórisdóttirFriðhelgi einkalífs vó þyngra Helga minnir á dóm sem kenndur er við Google þar sem tekist var á um friðhelgi einkalífs á móti hagsmunum tjáningarfrelsis. „Það var spænskur ríkisborgari sem kvartaði undan því að það væri að eyðileggja fyrir honum viðskipti að eldgamlar upplýsingar frá 1998 um fjárnám birtust þeim sem gúggluðu hann. Hjá dómstólum var ekist á um friðhelgi einkalífs á móti hagsmunum tjáningarfrelsis.Það varð svo að friðhelgi einkalífs þótti vega þyngra en hagsmunir um tjáningarfrelsi.“ Helga segir löggöfina svar við örum tækniframförum síðustu ára. Hægt verður að leggja á sektir fyrir brot gegn persónuverndarreglum. „Ef fyrirtæki brjóta persónuverndarlög að þá verður hægt að sekta þau sem nemur fjögur prósent af árlegri veltu, Það geta verið gígantískar upphæðir ef um er að ræða fyrirtæki í netheimum. Löggjöfin er svar við tækniframförum sem auðvelda leit og öflun upplýsinga. Einstaklingurinn stendur berskjaldaður gagnvart öllu því sem er hægt að finna í allri hans fortíð, það þarf aðeins að tempra þetta.“Börn undir sextán ára þurfa leyfi foreldra til að vera á Facebook Settar verða hindranir í veg netfyrirtækja og samskiptamiðla þegar kemur að börnum og unglingum. „Reglan verður sú að börn undir sextán ára aldri munu þurfa leyfi foreldra til að vera í Facebook samskiptum og það sama á við um Instagram. Það verður heimild fyrir aðildarríki að færa aldursviðmið niður í þrettán ára.“ Helga telur breytingar á löggjöf krefjast hugarfarsbreytingar í íslensku samfélagi. „Hugsunarhætti almennt hjá borgurum og fyrirtækjum um það hvernig er komið fram við einstaklinga og hvernig farið er með persónuupplýsingar einstaklinga.“ Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Rétturinn til að gleymast á netinu fær aukið vægi í nýrri evrópskri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi hér á landi innan fárra ára. Fólk getur farið fram á að upplýsingum um það sé eytt af netinu. Forstjóri Persónuverndar segir löggjöfina svar við tækniframförum sem einstaklingar hafa staðið berskjaldaðir frammi fyrir síðustu ár. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Evrópuþingið og ráðherraráð Evrópusambandsins náðu samkomulagi um breytta persónuverndarlöggjöf í Evrópu nú fyrir jól sem samrýmist betur stafrænum upplýsingatækniheimi. Að sögn Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar felur ný löggjöf í sér töluverða aukningu á grundvallarréttindum borgarana til persónuverndar. „Hún færir einstaklingum, borgurum landsins, aukinn rétt að mörgu leyti. Það sem um er að ræða er til dæmis það að rétturinn til að gleymast fær aukið vægi. Það þýðir það að einstaklingurinn eða borgarinn fær rétt til þess að ákveðnum leitarniðurstöðum á Google sé eytt.“Helga ÞórisdóttirFriðhelgi einkalífs vó þyngra Helga minnir á dóm sem kenndur er við Google þar sem tekist var á um friðhelgi einkalífs á móti hagsmunum tjáningarfrelsis. „Það var spænskur ríkisborgari sem kvartaði undan því að það væri að eyðileggja fyrir honum viðskipti að eldgamlar upplýsingar frá 1998 um fjárnám birtust þeim sem gúggluðu hann. Hjá dómstólum var ekist á um friðhelgi einkalífs á móti hagsmunum tjáningarfrelsis.Það varð svo að friðhelgi einkalífs þótti vega þyngra en hagsmunir um tjáningarfrelsi.“ Helga segir löggöfina svar við örum tækniframförum síðustu ára. Hægt verður að leggja á sektir fyrir brot gegn persónuverndarreglum. „Ef fyrirtæki brjóta persónuverndarlög að þá verður hægt að sekta þau sem nemur fjögur prósent af árlegri veltu, Það geta verið gígantískar upphæðir ef um er að ræða fyrirtæki í netheimum. Löggjöfin er svar við tækniframförum sem auðvelda leit og öflun upplýsinga. Einstaklingurinn stendur berskjaldaður gagnvart öllu því sem er hægt að finna í allri hans fortíð, það þarf aðeins að tempra þetta.“Börn undir sextán ára þurfa leyfi foreldra til að vera á Facebook Settar verða hindranir í veg netfyrirtækja og samskiptamiðla þegar kemur að börnum og unglingum. „Reglan verður sú að börn undir sextán ára aldri munu þurfa leyfi foreldra til að vera í Facebook samskiptum og það sama á við um Instagram. Það verður heimild fyrir aðildarríki að færa aldursviðmið niður í þrettán ára.“ Helga telur breytingar á löggjöf krefjast hugarfarsbreytingar í íslensku samfélagi. „Hugsunarhætti almennt hjá borgurum og fyrirtækjum um það hvernig er komið fram við einstaklinga og hvernig farið er með persónuupplýsingar einstaklinga.“
Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira