Lögheimilisskráning klýfur Rangárþing sveinn arnarsson skrifar 30. mars 2015 07:00 Sveitarstjórinn Ágúst Sigurðsson er með lögheimili í Kirkjubæ í Rangárþingi ytra. Fréttablaðið/GVA Sveitarstjóri Rangárþings ytra er með lögheimili í sveitarfélaginu þrátt fyrir að föst búseta hans sé í nágrannasveitarfélaginu Rangárþingi eystra. Rangárþing ytra greiðir þar af leiðandi fyrir skólagöngu barns hans á Hvolsvelli vegna lögheimilisskráningar fjölskyldunnar. „Það er ekkert athugavert við það að við greiðum fyrir skólagöngu barns sveitarstjórans í öðru sveitarfélagi,“ segir Þorgils Torfi Jónsson, oddviti D-listans í meirihluta Rangárþings ytra.Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, er með fasta búsetu á Öldubakka á Hvolsvelli í Rangárþingi eystra. Ágúst og fjölskylda hans eru hins vegar með lögheimili skráð í Kirkjubæ í Rangárþingi ytra. „Þetta hefur tíðkast á þessa leið í mörg ár að nokkur börn sem lögheimili hafa hjá okkur fari í grunnskóla á Hvolsvelli,“ segir Þorgils Torfi Jónsson. Þorgils Torfi segir að í sumum tilvikum sé hagræði að því að börnin séu í námi á Hvolsvelli frekar en á Hellu vegna nálægðar við Grunnskólann á Hvolsvelli. Litlu máli skipti hvort um sé að ræða börn sveitarstjóra eða önnur börn, greitt sé fyrir skólagöngu allra barna. Yngvi Karl Jónsson, oddviti minnihluta sveitarstjórnar Rangárþings ytra, segir lögheimilisskráningu sveitarstjórans hafa verið milli tannanna á íbúum sveitarfélagsins í kringum síðustu kosningar. Að hans mati sé þekkt staðreynd að sveitarstjórinn sé búsettur á Hvolsvelli þrátt fyrir að hafa lögheimili í sveitarfélaginu.Ágúst Sigurðsson„Sjálfsagt er þetta einkennileg staða. Bent hefur verið á þetta en engin leið fyrir okkur að hnekkja þessari búsetu. Við teljum okkur vera búin að vekja athygli á þessu en það hefur ekkert verið leiðrétt eða gert í málinu,“ segir Yngvi Karl. Í fyrstu grein laga um lögheimili segir að lögheimili sé sá staður þar sem maður hafi fasta búsetu, dveljist í að jafnaði í tómstundum sínum, hafi heimilismuni sína og sé svefnstaður. Því segir Yngvi Karl rökrétt að lögheimilisskráning sveitarstjóra sé röng samkvæmt laganna bókstaf. Það skjóti skökku við að röng skráning leiði til þess að bærinn þurfi að greiða fyrir skólagöngu barna sveitarstjórans. „Auðvitað er þetta einkennileg staða en á móti kemur að sveitarstjórinn greiðir þá útsvar í okkar sveitarfélagi,“ segir Yngvi Karl. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, segir eðlilegt að ef fjölskyldur séu með lögheimili á einum stað en búi á öðrum að útsvarstekjur þeirra skiptist til helminga á milli sveitarfélaganna. Ekki náðist í Ágúst Sigurðsson við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Sjá meira
Sveitarstjóri Rangárþings ytra er með lögheimili í sveitarfélaginu þrátt fyrir að föst búseta hans sé í nágrannasveitarfélaginu Rangárþingi eystra. Rangárþing ytra greiðir þar af leiðandi fyrir skólagöngu barns hans á Hvolsvelli vegna lögheimilisskráningar fjölskyldunnar. „Það er ekkert athugavert við það að við greiðum fyrir skólagöngu barns sveitarstjórans í öðru sveitarfélagi,“ segir Þorgils Torfi Jónsson, oddviti D-listans í meirihluta Rangárþings ytra.Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, er með fasta búsetu á Öldubakka á Hvolsvelli í Rangárþingi eystra. Ágúst og fjölskylda hans eru hins vegar með lögheimili skráð í Kirkjubæ í Rangárþingi ytra. „Þetta hefur tíðkast á þessa leið í mörg ár að nokkur börn sem lögheimili hafa hjá okkur fari í grunnskóla á Hvolsvelli,“ segir Þorgils Torfi Jónsson. Þorgils Torfi segir að í sumum tilvikum sé hagræði að því að börnin séu í námi á Hvolsvelli frekar en á Hellu vegna nálægðar við Grunnskólann á Hvolsvelli. Litlu máli skipti hvort um sé að ræða börn sveitarstjóra eða önnur börn, greitt sé fyrir skólagöngu allra barna. Yngvi Karl Jónsson, oddviti minnihluta sveitarstjórnar Rangárþings ytra, segir lögheimilisskráningu sveitarstjórans hafa verið milli tannanna á íbúum sveitarfélagsins í kringum síðustu kosningar. Að hans mati sé þekkt staðreynd að sveitarstjórinn sé búsettur á Hvolsvelli þrátt fyrir að hafa lögheimili í sveitarfélaginu.Ágúst Sigurðsson„Sjálfsagt er þetta einkennileg staða. Bent hefur verið á þetta en engin leið fyrir okkur að hnekkja þessari búsetu. Við teljum okkur vera búin að vekja athygli á þessu en það hefur ekkert verið leiðrétt eða gert í málinu,“ segir Yngvi Karl. Í fyrstu grein laga um lögheimili segir að lögheimili sé sá staður þar sem maður hafi fasta búsetu, dveljist í að jafnaði í tómstundum sínum, hafi heimilismuni sína og sé svefnstaður. Því segir Yngvi Karl rökrétt að lögheimilisskráning sveitarstjóra sé röng samkvæmt laganna bókstaf. Það skjóti skökku við að röng skráning leiði til þess að bærinn þurfi að greiða fyrir skólagöngu barna sveitarstjórans. „Auðvitað er þetta einkennileg staða en á móti kemur að sveitarstjórinn greiðir þá útsvar í okkar sveitarfélagi,“ segir Yngvi Karl. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, segir eðlilegt að ef fjölskyldur séu með lögheimili á einum stað en búi á öðrum að útsvarstekjur þeirra skiptist til helminga á milli sveitarfélaganna. Ekki náðist í Ágúst Sigurðsson við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu