Lamar Odom sagður hafa eytt 9,3 milljónum króna á vændishúsinu Birgir Olgeirsson skrifar 16. október 2015 11:47 Lamar Odom við læknisskoðun áður en hann gekk til liðs við spænska liðið Laboral Kutxa í fyrra. Vísir/EPA Fyrrverandi NBA-leikmaðurinn Lamar Odom liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi í Las Vegas eftir að hafa fundist meðvitundarlaus á vændishúsi í vikunni. Hann er sagður hafa tekið engum framförum síðastliðna daga og er talið nánast útilokað að hann muni nokkru sinni ná fullri heilsu.Lamar Odom átti sín bestu ár í NBA-deildinni með Los Angeles Lakers. Hér er hann ásamt góðvini sínum Kobe Bryant.Vísir/EPAOdom er 35 ára gamall og kom víða við á NBA ferli sínum. Hann var valinn fjórði í nýliðavalinu árið 1999 af Los Angeles Clippers þar sem hann dvaldi í fjögur ár. Þaðan lá leiðin til Miami Heat áður en hann gekk til liðs við Los Angeles Lakers. Hann átti sín bestu ár með því liði þar sem hann vann til tveggja NBA-titla og var valinn sjötti maður ársins árið 2011. En síðan fór að halla undan fæti og var honum skipt til Dallas Mavericks og spilaði sitt síðasta tímabil í NBA fyrir Clippers árið 2013 en hann gekk til liðs við spænska liðið Laboral Kutxa í fyrra. Hann gerði síðan samning við New York Knicks en kom þó aldrei við sögu í leikjum liðsins. Knicks riftu samningnum eftir þrjá mánuði. Ekki er vitað hvað olli því að hann missti meðvitund á vændishúsinu á þriðjudag. Hann hafði dvalið þar í þrjá daga og var því haldið fram að hann hefði neytt kókaíns og náttúrlegs stinningarlyfs til að halda sér gangandi. Eigandi vændishússins, Dennis Hof, segir Odom hafa eytt 75 þúsund dollurum, eða sem nemur 9,3 milljónum íslenskrar króna, þessa þrjá daga sem hann dvaldi þar.Lamar Odom ásamt eiginkonu sinni Khloe Kardashian. Þau gengu í hjónaband árið 2009 en hafa sótt um skilnað sem þó er ekki genginn í gegn. Khloe tekur því ákvarðanir fyrir Odom á meðan hann liggur meðvitundarlaus á sjúkrahúsi.Vísir/EPA„Þessi upphæð tryggði honum að tvær konur sinntu öllum hans þörfum“ er haft eftir Hof á vefsíðu bandarísku fréttastofunnar CNN. Odom á tvö börn með fyrrverandi kærustu sinni Liza Morales og hafa börnin heimsótt hann á sjúkrahúsið ásamt föður fyrrverandi NBA-leikmannsins. Kardashian-fjölskyldan hefur setið yfir honum og þá hefur fyrrverandi liðsfélagi hans Kobe Bryant einnig heimsótt hann. Odom gekk að eiga Khloe Kardashian árið 2009 eftir mánaðarlangt samband. Þar með var hann orðinn hluti af Kardashian-fjölskyldunni og reglulegur gestur í raunveruleikaþáttunum um hana, Keeping Up with the Kardashians. Odom og Khloe fengu síðan sinn eigin þátt árið 2011 sem entist í tvær seríur. Þau sóttu um skilnað fyrr í ár sem hefur þó ekki enn þá gengið í gegn að sögn CNN sem segist hafa heimildir fyrir því að að Khloe taki því ákvarðanir fyrir Odom á meðan hann liggur meðvitundarlaus á sjúkrahúsinu. CNN ræddi við 89 ára gamla ömmu hans, Florence Odom, sem sagðist eyðilögð yfir því að hafa ekki tök á að hitta hann á sjúkrahúsi vegna veikinda sinna. „Ég þekki Lamar og veit að hann gerði ekki það sem hann er sagður hafa gert. Hann er fallegur. Ef þú myndir hitta hann myndir þú segja það sama. Ég hlusta ekki á slúður,“ sagði Florence sem telur þó líklegt að stjörnulífið hafi tekið sinn toll á Odom.Uppfært klukkan 12:40:Því var ranglega haldið fram að Lamar Odom ætti tvö börn með Khloe Kardashian í fyrri útgáfu fréttarinnar. Hefur það nú verið leiðrétt og fréttin uppfærð í samræmi við það. Beðist er afsökunar á þessum leiðu mistökum. Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Fyrrverandi NBA-leikmaðurinn Lamar Odom liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi í Las Vegas eftir að hafa fundist meðvitundarlaus á vændishúsi í vikunni. Hann er sagður hafa tekið engum framförum síðastliðna daga og er talið nánast útilokað að hann muni nokkru sinni ná fullri heilsu.Lamar Odom átti sín bestu ár í NBA-deildinni með Los Angeles Lakers. Hér er hann ásamt góðvini sínum Kobe Bryant.Vísir/EPAOdom er 35 ára gamall og kom víða við á NBA ferli sínum. Hann var valinn fjórði í nýliðavalinu árið 1999 af Los Angeles Clippers þar sem hann dvaldi í fjögur ár. Þaðan lá leiðin til Miami Heat áður en hann gekk til liðs við Los Angeles Lakers. Hann átti sín bestu ár með því liði þar sem hann vann til tveggja NBA-titla og var valinn sjötti maður ársins árið 2011. En síðan fór að halla undan fæti og var honum skipt til Dallas Mavericks og spilaði sitt síðasta tímabil í NBA fyrir Clippers árið 2013 en hann gekk til liðs við spænska liðið Laboral Kutxa í fyrra. Hann gerði síðan samning við New York Knicks en kom þó aldrei við sögu í leikjum liðsins. Knicks riftu samningnum eftir þrjá mánuði. Ekki er vitað hvað olli því að hann missti meðvitund á vændishúsinu á þriðjudag. Hann hafði dvalið þar í þrjá daga og var því haldið fram að hann hefði neytt kókaíns og náttúrlegs stinningarlyfs til að halda sér gangandi. Eigandi vændishússins, Dennis Hof, segir Odom hafa eytt 75 þúsund dollurum, eða sem nemur 9,3 milljónum íslenskrar króna, þessa þrjá daga sem hann dvaldi þar.Lamar Odom ásamt eiginkonu sinni Khloe Kardashian. Þau gengu í hjónaband árið 2009 en hafa sótt um skilnað sem þó er ekki genginn í gegn. Khloe tekur því ákvarðanir fyrir Odom á meðan hann liggur meðvitundarlaus á sjúkrahúsi.Vísir/EPA„Þessi upphæð tryggði honum að tvær konur sinntu öllum hans þörfum“ er haft eftir Hof á vefsíðu bandarísku fréttastofunnar CNN. Odom á tvö börn með fyrrverandi kærustu sinni Liza Morales og hafa börnin heimsótt hann á sjúkrahúsið ásamt föður fyrrverandi NBA-leikmannsins. Kardashian-fjölskyldan hefur setið yfir honum og þá hefur fyrrverandi liðsfélagi hans Kobe Bryant einnig heimsótt hann. Odom gekk að eiga Khloe Kardashian árið 2009 eftir mánaðarlangt samband. Þar með var hann orðinn hluti af Kardashian-fjölskyldunni og reglulegur gestur í raunveruleikaþáttunum um hana, Keeping Up with the Kardashians. Odom og Khloe fengu síðan sinn eigin þátt árið 2011 sem entist í tvær seríur. Þau sóttu um skilnað fyrr í ár sem hefur þó ekki enn þá gengið í gegn að sögn CNN sem segist hafa heimildir fyrir því að að Khloe taki því ákvarðanir fyrir Odom á meðan hann liggur meðvitundarlaus á sjúkrahúsinu. CNN ræddi við 89 ára gamla ömmu hans, Florence Odom, sem sagðist eyðilögð yfir því að hafa ekki tök á að hitta hann á sjúkrahúsi vegna veikinda sinna. „Ég þekki Lamar og veit að hann gerði ekki það sem hann er sagður hafa gert. Hann er fallegur. Ef þú myndir hitta hann myndir þú segja það sama. Ég hlusta ekki á slúður,“ sagði Florence sem telur þó líklegt að stjörnulífið hafi tekið sinn toll á Odom.Uppfært klukkan 12:40:Því var ranglega haldið fram að Lamar Odom ætti tvö börn með Khloe Kardashian í fyrri útgáfu fréttarinnar. Hefur það nú verið leiðrétt og fréttin uppfærð í samræmi við það. Beðist er afsökunar á þessum leiðu mistökum.
Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira