Jörmundur Ingi 75 ára í dag Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 14. ágúst 2015 12:00 75 ára í góðu stuði vísir/Anton Brink Jörmundur Ingi Hansen fagnar 75 ára afmæli sínu í dag. Hann var einn af stofnendum Reykjavíkurgoðorðsins árið 1965 og var allsherjargoði frá 1994 til 2002. Hann var rólegur þegar Fréttablaðið náði tali af honum og var ekki með neitt skipulagt fyrir daginn. „Ég held upp á afmælið þegar ég verð 80 ára og ég hélt rækilega upp á það fyrir fimm árum. Ég get ekki sagt að mér finnist þetta vera merkilegur áfangi.“ Upp á síðkastið hefur Jörmundur verið að berjast fyrir því að landnámsskálinn sem fannst við Lækjargötuna verði endurreistur. Málið er komið í nefnd hjá Reykjavíkurborg. „Það eru til teikningar af alveg eins skála í sömu stærð og það væri gaman fyrir fólk að sjá hvernig fólk lifði í gamla daga. Það væri hægt að reisa hann skammt frá því sem hann fannst. Hægt væri að halda þorrablót og aðrar veislur. Ég er búinn að tala við borgina og arkitekt svo að það er ekkert að vanbúnaði en svona mál geta verið lengi í nefnd hjá borginni,“ segir Jörmundur en það eina sem hann segir að sé eftir er að redda fjármagni. „Það væri fínasta afmælisgjöf að fá þetta í gegn sem fyrst.“ Reykjavíkurgoðorðið er ekki lengur hluti af Ásatrúarfélaginu og um þessar mundir hafa fylgjendur ekki húsnæði til þess að iðka trú sína í. „Ef húsið væri reist þá væri það upplagt fyrir okkur að fá að nota það. Við viljum alls ekki eiga það heldur hafa aðgang að því.“ Reykjavíkurgoðorðið mun ekki hafa aðgang að Hofinu sem verið er að reisa í Öskjuhlíð fyrir Ásatrúarfélagið. Félag Jörmundar er lítið og laust við alla pólitík. „Þetta er lítið og það er góður andi hjá okkur. Við erum tæplega þrjátíu manns og við erum ekkert að sækjast eftir fleiri meðlimum. Ef einhver hefur hins vegar áhuga á að ganga til liðs við okkur þá er það auðvitað velkomið.“ Eins og komið hefur fram þá var Jörmundur allsherjargoði Íslands í átta ár en það embætti felur ýmislegt í sér þó svo að hlutverkið hafi breyst töluvert frá landnámsöld. „Helsta hlutverk allsherjargoðans er að sjá til þess að tímatalið sé í lagi og standa fyrir höfuðblótum. Í gamla daga fóru allsherjargoðar með völd sem jafnast á við forseta í dag. Eftir löggildingu fengu þeir einnig vald til þess að jarða og gifta fólk, eins og prestar. Það er þannig séð það eina sem við gerum í dag en þetta var ekki hlutverk allsherjargoðanna í þá fornu daga.“ Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Jörmundur Ingi Hansen fagnar 75 ára afmæli sínu í dag. Hann var einn af stofnendum Reykjavíkurgoðorðsins árið 1965 og var allsherjargoði frá 1994 til 2002. Hann var rólegur þegar Fréttablaðið náði tali af honum og var ekki með neitt skipulagt fyrir daginn. „Ég held upp á afmælið þegar ég verð 80 ára og ég hélt rækilega upp á það fyrir fimm árum. Ég get ekki sagt að mér finnist þetta vera merkilegur áfangi.“ Upp á síðkastið hefur Jörmundur verið að berjast fyrir því að landnámsskálinn sem fannst við Lækjargötuna verði endurreistur. Málið er komið í nefnd hjá Reykjavíkurborg. „Það eru til teikningar af alveg eins skála í sömu stærð og það væri gaman fyrir fólk að sjá hvernig fólk lifði í gamla daga. Það væri hægt að reisa hann skammt frá því sem hann fannst. Hægt væri að halda þorrablót og aðrar veislur. Ég er búinn að tala við borgina og arkitekt svo að það er ekkert að vanbúnaði en svona mál geta verið lengi í nefnd hjá borginni,“ segir Jörmundur en það eina sem hann segir að sé eftir er að redda fjármagni. „Það væri fínasta afmælisgjöf að fá þetta í gegn sem fyrst.“ Reykjavíkurgoðorðið er ekki lengur hluti af Ásatrúarfélaginu og um þessar mundir hafa fylgjendur ekki húsnæði til þess að iðka trú sína í. „Ef húsið væri reist þá væri það upplagt fyrir okkur að fá að nota það. Við viljum alls ekki eiga það heldur hafa aðgang að því.“ Reykjavíkurgoðorðið mun ekki hafa aðgang að Hofinu sem verið er að reisa í Öskjuhlíð fyrir Ásatrúarfélagið. Félag Jörmundar er lítið og laust við alla pólitík. „Þetta er lítið og það er góður andi hjá okkur. Við erum tæplega þrjátíu manns og við erum ekkert að sækjast eftir fleiri meðlimum. Ef einhver hefur hins vegar áhuga á að ganga til liðs við okkur þá er það auðvitað velkomið.“ Eins og komið hefur fram þá var Jörmundur allsherjargoði Íslands í átta ár en það embætti felur ýmislegt í sér þó svo að hlutverkið hafi breyst töluvert frá landnámsöld. „Helsta hlutverk allsherjargoðans er að sjá til þess að tímatalið sé í lagi og standa fyrir höfuðblótum. Í gamla daga fóru allsherjargoðar með völd sem jafnast á við forseta í dag. Eftir löggildingu fengu þeir einnig vald til þess að jarða og gifta fólk, eins og prestar. Það er þannig séð það eina sem við gerum í dag en þetta var ekki hlutverk allsherjargoðanna í þá fornu daga.“
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira