Jörmundur Ingi 75 ára í dag Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 14. ágúst 2015 12:00 75 ára í góðu stuði vísir/Anton Brink Jörmundur Ingi Hansen fagnar 75 ára afmæli sínu í dag. Hann var einn af stofnendum Reykjavíkurgoðorðsins árið 1965 og var allsherjargoði frá 1994 til 2002. Hann var rólegur þegar Fréttablaðið náði tali af honum og var ekki með neitt skipulagt fyrir daginn. „Ég held upp á afmælið þegar ég verð 80 ára og ég hélt rækilega upp á það fyrir fimm árum. Ég get ekki sagt að mér finnist þetta vera merkilegur áfangi.“ Upp á síðkastið hefur Jörmundur verið að berjast fyrir því að landnámsskálinn sem fannst við Lækjargötuna verði endurreistur. Málið er komið í nefnd hjá Reykjavíkurborg. „Það eru til teikningar af alveg eins skála í sömu stærð og það væri gaman fyrir fólk að sjá hvernig fólk lifði í gamla daga. Það væri hægt að reisa hann skammt frá því sem hann fannst. Hægt væri að halda þorrablót og aðrar veislur. Ég er búinn að tala við borgina og arkitekt svo að það er ekkert að vanbúnaði en svona mál geta verið lengi í nefnd hjá borginni,“ segir Jörmundur en það eina sem hann segir að sé eftir er að redda fjármagni. „Það væri fínasta afmælisgjöf að fá þetta í gegn sem fyrst.“ Reykjavíkurgoðorðið er ekki lengur hluti af Ásatrúarfélaginu og um þessar mundir hafa fylgjendur ekki húsnæði til þess að iðka trú sína í. „Ef húsið væri reist þá væri það upplagt fyrir okkur að fá að nota það. Við viljum alls ekki eiga það heldur hafa aðgang að því.“ Reykjavíkurgoðorðið mun ekki hafa aðgang að Hofinu sem verið er að reisa í Öskjuhlíð fyrir Ásatrúarfélagið. Félag Jörmundar er lítið og laust við alla pólitík. „Þetta er lítið og það er góður andi hjá okkur. Við erum tæplega þrjátíu manns og við erum ekkert að sækjast eftir fleiri meðlimum. Ef einhver hefur hins vegar áhuga á að ganga til liðs við okkur þá er það auðvitað velkomið.“ Eins og komið hefur fram þá var Jörmundur allsherjargoði Íslands í átta ár en það embætti felur ýmislegt í sér þó svo að hlutverkið hafi breyst töluvert frá landnámsöld. „Helsta hlutverk allsherjargoðans er að sjá til þess að tímatalið sé í lagi og standa fyrir höfuðblótum. Í gamla daga fóru allsherjargoðar með völd sem jafnast á við forseta í dag. Eftir löggildingu fengu þeir einnig vald til þess að jarða og gifta fólk, eins og prestar. Það er þannig séð það eina sem við gerum í dag en þetta var ekki hlutverk allsherjargoðanna í þá fornu daga.“ Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira
Jörmundur Ingi Hansen fagnar 75 ára afmæli sínu í dag. Hann var einn af stofnendum Reykjavíkurgoðorðsins árið 1965 og var allsherjargoði frá 1994 til 2002. Hann var rólegur þegar Fréttablaðið náði tali af honum og var ekki með neitt skipulagt fyrir daginn. „Ég held upp á afmælið þegar ég verð 80 ára og ég hélt rækilega upp á það fyrir fimm árum. Ég get ekki sagt að mér finnist þetta vera merkilegur áfangi.“ Upp á síðkastið hefur Jörmundur verið að berjast fyrir því að landnámsskálinn sem fannst við Lækjargötuna verði endurreistur. Málið er komið í nefnd hjá Reykjavíkurborg. „Það eru til teikningar af alveg eins skála í sömu stærð og það væri gaman fyrir fólk að sjá hvernig fólk lifði í gamla daga. Það væri hægt að reisa hann skammt frá því sem hann fannst. Hægt væri að halda þorrablót og aðrar veislur. Ég er búinn að tala við borgina og arkitekt svo að það er ekkert að vanbúnaði en svona mál geta verið lengi í nefnd hjá borginni,“ segir Jörmundur en það eina sem hann segir að sé eftir er að redda fjármagni. „Það væri fínasta afmælisgjöf að fá þetta í gegn sem fyrst.“ Reykjavíkurgoðorðið er ekki lengur hluti af Ásatrúarfélaginu og um þessar mundir hafa fylgjendur ekki húsnæði til þess að iðka trú sína í. „Ef húsið væri reist þá væri það upplagt fyrir okkur að fá að nota það. Við viljum alls ekki eiga það heldur hafa aðgang að því.“ Reykjavíkurgoðorðið mun ekki hafa aðgang að Hofinu sem verið er að reisa í Öskjuhlíð fyrir Ásatrúarfélagið. Félag Jörmundar er lítið og laust við alla pólitík. „Þetta er lítið og það er góður andi hjá okkur. Við erum tæplega þrjátíu manns og við erum ekkert að sækjast eftir fleiri meðlimum. Ef einhver hefur hins vegar áhuga á að ganga til liðs við okkur þá er það auðvitað velkomið.“ Eins og komið hefur fram þá var Jörmundur allsherjargoði Íslands í átta ár en það embætti felur ýmislegt í sér þó svo að hlutverkið hafi breyst töluvert frá landnámsöld. „Helsta hlutverk allsherjargoðans er að sjá til þess að tímatalið sé í lagi og standa fyrir höfuðblótum. Í gamla daga fóru allsherjargoðar með völd sem jafnast á við forseta í dag. Eftir löggildingu fengu þeir einnig vald til þess að jarða og gifta fólk, eins og prestar. Það er þannig séð það eina sem við gerum í dag en þetta var ekki hlutverk allsherjargoðanna í þá fornu daga.“
Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira