Hópur áhugafólks vill náttúrusýningu í Perlunni Ingvar Haraldsson skrifar 16. desember 2015 07:00 Helga Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri Perluvina, segir Jóhannes Kjarval hafa viðrað hugmyndina um náttúrusafn í Öskjuhlíð árið 1930. vísir/anton brink Búið er að stofna hlutafélag, Perluvinir ehf., sem hefur það að markmiði að koma á fót náttúrusýningu í Perlunni. Að félaginu stendur hópur áhugafólks um að koma upp slíkri sýningu að sögn Helgu Viðarsdóttur, framkvæmdastjóra félagsins. Viðræður Reykjavíkurborgar og Náttúruminjasafns Íslands sem stóðu síðustu tvö ár um að koma á fót slíkri sýningu hafa siglt í strand. Í nóvember samþykkti borgarráð að Reykjavíkurborg, í samstarfi við Hið íslenska náttúrufræðifélag, auglýsti eftir nýjum aðilum til að koma á slíkri sýningu. Helga segir að félagið muni óska eftir að fá að taka þátt í þeirri uppbyggingu þegar Reykjavíkurborg auglýsi það formlega. Perluvinir eru orðnir 67 og hafa lagt 4,4 milljónir króna í hlutafé til félagsins. Helga segir að áhugasamir geti komið að verkefninu en félagið hefur sett sér það markmið að safna tíu milljónum króna til að standa straum af frumhönnun á náttúrusýningu í Perlunni og gerð viðskiptaáætlunar. „Við erum öllum opin og hvetjum fólk til að gerast meðlimir í félaginu.“ Hver hlutur kostar 25 þúsund krónur. Helga segir hugmyndina um náttúrusafn í Öskjuhlíð nær aldargamla. Jóhannes Kjarval hafi talað fyrir þessum möguleika í bók sinni Grjót sem kom út árið 1930. „Hann hafði hugmyndir um að byggja musteri í Öskjuhlíðinni sem tengdi manninn og náttúruna.“ Hún segir ekki liggja fyrir á þessu stigi hvernig sýningin yrði uppbyggð. „Það verður reynt að höfða til sem flestra, bæði erlendra og innlendra gesta, þannig að sem flestir fái að tengjast og upplifa íslenska náttúru. Draumurinn er að Öskjuhlíðin öll verði að náttúruparadís sem hún getur svo hæglega orðið,“ segir Helga. Ljóst sé að fjöldi sérfræðinga þurfi að koma að hönnun slíkrar sýningar. „Við viljum gæta gæða í framsetningu og fræðilegum grunni á svona sýningu.“ Menning Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Búið er að stofna hlutafélag, Perluvinir ehf., sem hefur það að markmiði að koma á fót náttúrusýningu í Perlunni. Að félaginu stendur hópur áhugafólks um að koma upp slíkri sýningu að sögn Helgu Viðarsdóttur, framkvæmdastjóra félagsins. Viðræður Reykjavíkurborgar og Náttúruminjasafns Íslands sem stóðu síðustu tvö ár um að koma á fót slíkri sýningu hafa siglt í strand. Í nóvember samþykkti borgarráð að Reykjavíkurborg, í samstarfi við Hið íslenska náttúrufræðifélag, auglýsti eftir nýjum aðilum til að koma á slíkri sýningu. Helga segir að félagið muni óska eftir að fá að taka þátt í þeirri uppbyggingu þegar Reykjavíkurborg auglýsi það formlega. Perluvinir eru orðnir 67 og hafa lagt 4,4 milljónir króna í hlutafé til félagsins. Helga segir að áhugasamir geti komið að verkefninu en félagið hefur sett sér það markmið að safna tíu milljónum króna til að standa straum af frumhönnun á náttúrusýningu í Perlunni og gerð viðskiptaáætlunar. „Við erum öllum opin og hvetjum fólk til að gerast meðlimir í félaginu.“ Hver hlutur kostar 25 þúsund krónur. Helga segir hugmyndina um náttúrusafn í Öskjuhlíð nær aldargamla. Jóhannes Kjarval hafi talað fyrir þessum möguleika í bók sinni Grjót sem kom út árið 1930. „Hann hafði hugmyndir um að byggja musteri í Öskjuhlíðinni sem tengdi manninn og náttúruna.“ Hún segir ekki liggja fyrir á þessu stigi hvernig sýningin yrði uppbyggð. „Það verður reynt að höfða til sem flestra, bæði erlendra og innlendra gesta, þannig að sem flestir fái að tengjast og upplifa íslenska náttúru. Draumurinn er að Öskjuhlíðin öll verði að náttúruparadís sem hún getur svo hæglega orðið,“ segir Helga. Ljóst sé að fjöldi sérfræðinga þurfi að koma að hönnun slíkrar sýningar. „Við viljum gæta gæða í framsetningu og fræðilegum grunni á svona sýningu.“
Menning Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira