Lífið

George Takei deilir Star Wars-myndbandi Óskars Arnar

Atli Ísleifsson skrifar
Matthew McConaughey og George Takei.
Matthew McConaughey og George Takei.
Bandaríski leikarinn George Takei deildi í kvöld myndbandi Óskars Arnar Arnarsonar á Facebook-síðu sinni.

Myndbandið hefur vakið mikla athygli síðustu daga en þar sameinar hann á einstakan hátt brot úr kvikmyndinni Insterstellar stiklu úr komandi Star Wars-mynd.

Takei gerði sjálfur garðinn frægan í Star Trek myndum. Hann er með 8,4 milljónir fylgjendur á Facebook og hafa nú mörg þúsund manns líkað við færslu Takei.

Í myndbandinu sem Óskar tók saman má sjá það sem virðast vera viðbrögð Matthew McConaughey við stiklunni. Í umræddu atriði í Interstellar er McConaughey að horfa á skilaboð frá síðustu tuttugu árum af ævi dóttur sinnar og fjölskyldu. Hann gerir sér grein fyrir að hann er búinn að missa af miklu og brest í grát.

Tæplega níu milljónir hafa nú séð myndband Óskars á YouTube.

This is just so weirdly funny. Star Wars and Interstellar watchers, rejoice.

Posted by George Takei on Friday, 24 April 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×