Þúsundir stefna til landsins vegna sólmyrkva Heimir Már Pétursson skrifar 4. mars 2015 20:00 Fjögur skemmtiferðaskip koma hingað til lands síðar í mánuðinum sérstaklega svo þúsundir farþega geti fylgst með sólmyrkva hinn 20. mars. Þá hafa stjörnuáhugamenn flutt inn mikið magn sérstakra gleraugna til að fólk njóti sólmyrkvans betur. Mikill áhugi er á deildarmyrkva á sólu sem verður hinn 20. mars næst komandi og mun, ef veður leyfir, sjást mjög vel á Íslandi. Þúsundir manna eru á leið til landsins með skemmtiferðarskipum vegna þessa, eða með fyrri skipunum, því venjulega leggja þau ekki leið sína hingað til lands svo snemma. „Það er út af sólmyrkvanum já. Fjögur skip með samtals 3.500 farþega. Þetta er óvenju snemma því yfirleitt byrjar þetta tímabil í maí og nær hámarki í júní, júlí og ágúst,“ segir Björn Einarsson framkvæmdastjóri TVG Zimsen. En fyrirtækið sér um að þjóna nánast öllum skemmtiferðaskipum sem koma til landsins og segir hann mikla fjölgun þeirra framundan í sumar.En það er búið að vera leiðindatíð að undanförnu þannig að þessir farþegar eru að taka nokkra áhættu með því að koma til Íslands og sjá sólmyrkvann? „Já, ég vona að þeir séu ekki að taka forskot á sæluna með íslenskt sumar. En það er sólmyrkvinn sem heillar en svo koma skemmtiferðaskipin með sumar og sól yfir hásumarið hjá okkur,“ segir Björn í slagviðrinu niður á Miðbakka Reykjavíkurhafnar þar sem mörg skemmtiferðaskipanna leggjast upp að. Og það eru fleiri sem veðja á góð veðurskilyrði því ungir stjörnuskoðunarmenn sem standa á bakvið stjörnufræðivefinn hafa flutt inn 66 þúsund gleraugu sem fylla heilan bílskúr og hjálpa fólki við að njóta sólmyrkvans. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir að fimmtíu þúsund gleraugu verði gefin til grunnskólabarna en það sem eftir er verður selt til að standa undir kaupunum, m.a. í Kringlunni um helgina. Fréttamaður setti upp gleraugun í bílskúrnum hjá Sævari Helga og og sá eðlilega ekki neitt. En hvernig hjálpa þessi gleraugu fólki að sjá sólmyrkvann? „Þessi gleraugu hjálpa okkur þannig að þau sía burt 99 prósent sólarljóssins og hleypa ekki í gegn hættulegu geislunum eins og útfjólubláu og innrauðu ljósi. Þannig að það er 100 prósent öruggt að skoða myrkvann með svona gleraugum,“ segir Sævar Helgi. Tunglið byrjar að skríða fyrir sólu um klukkan tuttugu mínútur fyrir níu föstudagsmorguninn 20. mars og tekur ferlið tæpa tvo tíma að sögn Sævars Helga. Og það er ekki að undra að deildarmyrkvinn trekki að því hann gerist ekki svo oft en með gleraugnagjöfinni til grunnskólakrakka vilja menn reyna að efla áhuga barna á vísindum. „Já, ég held að það sé gott málefni alla vega. Ég held að krakkar þurfi að fá smá hvatningu og gera eitthvað öðruvísi. Það hefur náttúrlega ekki sést svona mikill myrkvi í 61 ár. Næst verður það ekki fyrr en árið 2026. Þannig að ef einhvern tímann er tækifæri þá er það núna,“ segir Sævar Helgi. En myrkvinn í þessum mánuði verður deildarmyrkvi frá Íslandi séð en árið 2026 verður hins vegar hægt að sjá almyrkva á sólu frá Íslandi. Nánar má kynna sér sólmyrkvann á www.stjornufraedi.is. Sólmyrkvi 20. mars 2015 úr Reykjavík from Stjörnufræðivefurinn on Vimeo. Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Sjá meira
Fjögur skemmtiferðaskip koma hingað til lands síðar í mánuðinum sérstaklega svo þúsundir farþega geti fylgst með sólmyrkva hinn 20. mars. Þá hafa stjörnuáhugamenn flutt inn mikið magn sérstakra gleraugna til að fólk njóti sólmyrkvans betur. Mikill áhugi er á deildarmyrkva á sólu sem verður hinn 20. mars næst komandi og mun, ef veður leyfir, sjást mjög vel á Íslandi. Þúsundir manna eru á leið til landsins með skemmtiferðarskipum vegna þessa, eða með fyrri skipunum, því venjulega leggja þau ekki leið sína hingað til lands svo snemma. „Það er út af sólmyrkvanum já. Fjögur skip með samtals 3.500 farþega. Þetta er óvenju snemma því yfirleitt byrjar þetta tímabil í maí og nær hámarki í júní, júlí og ágúst,“ segir Björn Einarsson framkvæmdastjóri TVG Zimsen. En fyrirtækið sér um að þjóna nánast öllum skemmtiferðaskipum sem koma til landsins og segir hann mikla fjölgun þeirra framundan í sumar.En það er búið að vera leiðindatíð að undanförnu þannig að þessir farþegar eru að taka nokkra áhættu með því að koma til Íslands og sjá sólmyrkvann? „Já, ég vona að þeir séu ekki að taka forskot á sæluna með íslenskt sumar. En það er sólmyrkvinn sem heillar en svo koma skemmtiferðaskipin með sumar og sól yfir hásumarið hjá okkur,“ segir Björn í slagviðrinu niður á Miðbakka Reykjavíkurhafnar þar sem mörg skemmtiferðaskipanna leggjast upp að. Og það eru fleiri sem veðja á góð veðurskilyrði því ungir stjörnuskoðunarmenn sem standa á bakvið stjörnufræðivefinn hafa flutt inn 66 þúsund gleraugu sem fylla heilan bílskúr og hjálpa fólki við að njóta sólmyrkvans. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir að fimmtíu þúsund gleraugu verði gefin til grunnskólabarna en það sem eftir er verður selt til að standa undir kaupunum, m.a. í Kringlunni um helgina. Fréttamaður setti upp gleraugun í bílskúrnum hjá Sævari Helga og og sá eðlilega ekki neitt. En hvernig hjálpa þessi gleraugu fólki að sjá sólmyrkvann? „Þessi gleraugu hjálpa okkur þannig að þau sía burt 99 prósent sólarljóssins og hleypa ekki í gegn hættulegu geislunum eins og útfjólubláu og innrauðu ljósi. Þannig að það er 100 prósent öruggt að skoða myrkvann með svona gleraugum,“ segir Sævar Helgi. Tunglið byrjar að skríða fyrir sólu um klukkan tuttugu mínútur fyrir níu föstudagsmorguninn 20. mars og tekur ferlið tæpa tvo tíma að sögn Sævars Helga. Og það er ekki að undra að deildarmyrkvinn trekki að því hann gerist ekki svo oft en með gleraugnagjöfinni til grunnskólakrakka vilja menn reyna að efla áhuga barna á vísindum. „Já, ég held að það sé gott málefni alla vega. Ég held að krakkar þurfi að fá smá hvatningu og gera eitthvað öðruvísi. Það hefur náttúrlega ekki sést svona mikill myrkvi í 61 ár. Næst verður það ekki fyrr en árið 2026. Þannig að ef einhvern tímann er tækifæri þá er það núna,“ segir Sævar Helgi. En myrkvinn í þessum mánuði verður deildarmyrkvi frá Íslandi séð en árið 2026 verður hins vegar hægt að sjá almyrkva á sólu frá Íslandi. Nánar má kynna sér sólmyrkvann á www.stjornufraedi.is. Sólmyrkvi 20. mars 2015 úr Reykjavík from Stjörnufræðivefurinn on Vimeo.
Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels