Lífið

Joni Mitchell talin ná fullum bata: „Hefur ekki gefist upp“

Birgir Olgeirsson skrifar
Joni Mitchell á hátindi ferils síns.
Joni Mitchell á hátindi ferils síns. VÍSIR/JONI MITCHELL
Kanadíska tónlistarkonan JoniMitchell er sögð með meðvitund og er talið að hún muni ná fullum bata. Þetta segir talsmaður Mitchell í yfirlýsingu sem birtist á vefsíðu hennar en hún hefur legið á sjúkrahúsi síðan í lok mars eftir að hafa fundist meðvitundarlaus á heimili hennar í Bel Air í Bandaríkjunum.

Bandaríska vefsíðan TMZ.com greindi frá því fyrr í gær að Joni væri meðvitundarlaus og ekki væri von á að hún myndi ná sér. Sagðist TMZ hafa undir höndum skjal sem náinn vinur Mitchell, LeslieMorris, lagði fram til að fá forsjá yfir tónlistarkonunni til að gæta hagsmuna hennar á meðan hún liggur meðvitundarlaus á sjúkrahúsi.

Nokkrum klukkustundum eftir að TMZ greindi frá þessu birti einn af talsmönnum Mitchell yfirlýsingu á heimasíðu hennar þar sem hann greindi frá því að Mitchell væri með meðvitund. „Hún er sögð ná fullum bata. Skjalið sem ákveðinn miðill vísar í veitir vini hennar til langs tíma, LeslieMorris, vald til að taka ákvarðanir fyrir Joni. Eins og við vitum öll þá er Joni sterkur einstaklingur og hefur ekki gefist upp.“


Tengdar fréttir

Joni Mitchell á gjörgæslu

Fjölskylda Mitchells hvetur aðdáendur hennar til að kveikja á kerti og syngja eins og eitt lag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×