Innlent

Réðist á lögreglumann og var yfirbugaður með gasi

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Leigubílstjóri kallaði á aðstoð lögreglu þegar tveir menn neituðu að borga fargjald.
Leigubílstjóri kallaði á aðstoð lögreglu þegar tveir menn neituðu að borga fargjald. Vísir/Stefán
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu yfirbugaði um tvöleytið í dag mann með gasi úr varnarúða eftir að hann réðist á lögreglumann. Árásarmaðurinn hafði verið farþegi í leigubíl ásamt öðrum manni en leigubílstjórinn kallaði á aðstoð lögreglu þegar þeir neituðu að borga fargjaldið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni en þar segir að árásarmaðurinn hafi verið handtekinn. Maðurinn var færður í fangaklefa en klukkan fimm var enn ekki búið að ræða við hann. „Verður rætt við hann er af honum bráir,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×