Söng fyrir samanlagt sex þúsund manns Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. febrúar 2015 13:00 "Ég lék bangsa litla í Dýrunum í Hálsaskógi og Sigga sæta í Latabæ.“ Vísir/Ernir Í hvaða skóla ertu Gunnar Hrafn og hvaða námsgrein er í uppáhaldi? Ég er í Salaskóla í Kópavogi. Stærðfræði og íþróttir eru uppáhaldsgreinarnar mínar.Segðu mér aðeins frá Jólastjörnunni. „Ég sendi inn myndband í Jólastjörnukeppnina og komst í úrslit fyrir topp tíu. Þá söng ég fyrir dómnefndina sem var skipuð Björgvini Halldórssyni, Gunnari Helgasyni, Jóhönnu Guðrúnu og Gissuri Páli. Einn daginn komu Björgvin Halldórsson og Ísland í dag í skólann minn og tilkynntu að ég hefði unnið. Það var alveg meiriháttar tilfinning. Síðan fékk ég að syngja á tónleikunum Jólagestir Björgvins með Jóni Jónssyni, Eyþóri Inga og fullt af flottu tónlistarfólki sem var mikill heiður. Tónleikarnir voru í Laugardalshöll og við sungum fyrir framan samanlagt 6.000 manns á tvennum tónleikum. Það var ótrúleg reynsla og upplifun.“"Kuggur er bara venjulegur og glaðlyndur strákur sem á svolítið eldri og óvenjulegar vinkonur."Hvernig kom það til að þú tókst að þér hlutverk Kuggs? Þórhallur Sigurðsson leikstjóri hringdi í mig og bauð mér að koma og hitta sig. Við spjölluðum í smá tíma og ég las fyrir hann úr handritinu af Kuggi. Síðan hringdi hann aftur eftir nokkra daga og sagði að ég hefði fengið hlutverkið.Hvernig gaur er Kuggur?Kuggur er bara venjulegur og glaðlyndur strákur sem á svolítið skrýtnar og eldri vinkonur sem eru Málfríður og mamma hennar.Hefurðu leikið áður?Já, ég lék Bangsa litla í Dýrunum í Hálsaskógi og Sigga sæta í Latabæ. Svo lék ég hrakfallabálkinn Óla í sjónvarpsþáttunum Fólkið í blokkinni.Hvernig gengur að samræma skólalærdóminn og leiklistina?Það gengur bara rosalega vel því ég hef góðan kennara. Samt getur það verið erfitt stundum þegar mikið er að gera.Ég glamra aðeins á gítar og svo kann ég eitthvað á píanó líka. En ég kenni mér bara sjálfurErtu stressaður fyrir frumsýninguna um næstu helgi?Nei, eiginlega ekki. Þetta er bara spennandi.Syngurðu í leikritinu? Já, það eru nokkur lög í leiksýningunni sem við syngjum öll saman.Kanntu á eitthvert hljóðfæri? Ég glamra aðeins á gítar og svo kann ég eitthvað á píanó líka. En ég kenni mér bara sjálfur.Hver eru þín helstu áhugamál? Fótbolti, söngur, tónlist og svo auðvitað leiklist. Jólastjarnan Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Fleiri fréttir Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Sjá meira
Í hvaða skóla ertu Gunnar Hrafn og hvaða námsgrein er í uppáhaldi? Ég er í Salaskóla í Kópavogi. Stærðfræði og íþróttir eru uppáhaldsgreinarnar mínar.Segðu mér aðeins frá Jólastjörnunni. „Ég sendi inn myndband í Jólastjörnukeppnina og komst í úrslit fyrir topp tíu. Þá söng ég fyrir dómnefndina sem var skipuð Björgvini Halldórssyni, Gunnari Helgasyni, Jóhönnu Guðrúnu og Gissuri Páli. Einn daginn komu Björgvin Halldórsson og Ísland í dag í skólann minn og tilkynntu að ég hefði unnið. Það var alveg meiriháttar tilfinning. Síðan fékk ég að syngja á tónleikunum Jólagestir Björgvins með Jóni Jónssyni, Eyþóri Inga og fullt af flottu tónlistarfólki sem var mikill heiður. Tónleikarnir voru í Laugardalshöll og við sungum fyrir framan samanlagt 6.000 manns á tvennum tónleikum. Það var ótrúleg reynsla og upplifun.“"Kuggur er bara venjulegur og glaðlyndur strákur sem á svolítið eldri og óvenjulegar vinkonur."Hvernig kom það til að þú tókst að þér hlutverk Kuggs? Þórhallur Sigurðsson leikstjóri hringdi í mig og bauð mér að koma og hitta sig. Við spjölluðum í smá tíma og ég las fyrir hann úr handritinu af Kuggi. Síðan hringdi hann aftur eftir nokkra daga og sagði að ég hefði fengið hlutverkið.Hvernig gaur er Kuggur?Kuggur er bara venjulegur og glaðlyndur strákur sem á svolítið skrýtnar og eldri vinkonur sem eru Málfríður og mamma hennar.Hefurðu leikið áður?Já, ég lék Bangsa litla í Dýrunum í Hálsaskógi og Sigga sæta í Latabæ. Svo lék ég hrakfallabálkinn Óla í sjónvarpsþáttunum Fólkið í blokkinni.Hvernig gengur að samræma skólalærdóminn og leiklistina?Það gengur bara rosalega vel því ég hef góðan kennara. Samt getur það verið erfitt stundum þegar mikið er að gera.Ég glamra aðeins á gítar og svo kann ég eitthvað á píanó líka. En ég kenni mér bara sjálfurErtu stressaður fyrir frumsýninguna um næstu helgi?Nei, eiginlega ekki. Þetta er bara spennandi.Syngurðu í leikritinu? Já, það eru nokkur lög í leiksýningunni sem við syngjum öll saman.Kanntu á eitthvert hljóðfæri? Ég glamra aðeins á gítar og svo kann ég eitthvað á píanó líka. En ég kenni mér bara sjálfur.Hver eru þín helstu áhugamál? Fótbolti, söngur, tónlist og svo auðvitað leiklist.
Jólastjarnan Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Fleiri fréttir Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Sjá meira