Bolt betri en Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2015 12:45 Usain Bolt og Serena Williams. Vísir/Getty Spretthlauparinn Usain Bolt og tenniskonan Serena Williams voru kosin íþróttafólk ársins af Alþjóðasamtökum íþróttafréttamanna en valið var opinberað í gær. Íþróttafréttamenn frá 91 landi tóku þátt í kjörinu að þessu sinni en auk þess að velja besta íþróttafólkið þá var Barcelona kosið besta lið ársins 2015. Jamaíkamaðurinn Usain Bolt vann þrenn gullverðlaun á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Peking en hann vann bæði 100 og 200 metra hlaupið auk þess að hjálpa boðhlaupssveit Jamaíku að vinna 4 x 100 metra boðhlaupið. Usain Bolt hafði betur í baráttu við serbneska tenniskappann Novak Djokovic og argentínska knattspyrnumanninn Lionel Messi. Bolt fékk 804 atkvæði eða 27,74 prósent atkvæða, Djokovic var með 26,71 prósent atkvæða og Messi fékk 13,11 prósent atkvæða. Serena Williams átti frábært ár en hún vann þrjú risamót, opna ástralska, opna franska og Wimbledon-mótið, og hefur þar með unnið 21 risamót á ferlinum. Williams hafði betur gegn eþíópíska millivegahlauparanum Genzebe Dibaba og hollenska spretthlauparanum Dafne Schippers sem komu í næstu sætum. Serena Williams fékk 664 atkvæði eða 24,19 prósent atkvæða, Dibaba var með 13,19 prósent atkvæða og Schippers fékk 10,31 prósent atkvæða. Barcelona fékk 30,2 prósent atkvæða sem besta lið ársins en í næstu sætum komu heimsmeistarar Nýja Sjálands í rugbý (18,02 prósent) og NBA-körfuboltalið Golden State Warriors (10,61 prósent). Fótbolti Frjálsar íþróttir Íþróttir NBA Tennis Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira
Spretthlauparinn Usain Bolt og tenniskonan Serena Williams voru kosin íþróttafólk ársins af Alþjóðasamtökum íþróttafréttamanna en valið var opinberað í gær. Íþróttafréttamenn frá 91 landi tóku þátt í kjörinu að þessu sinni en auk þess að velja besta íþróttafólkið þá var Barcelona kosið besta lið ársins 2015. Jamaíkamaðurinn Usain Bolt vann þrenn gullverðlaun á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Peking en hann vann bæði 100 og 200 metra hlaupið auk þess að hjálpa boðhlaupssveit Jamaíku að vinna 4 x 100 metra boðhlaupið. Usain Bolt hafði betur í baráttu við serbneska tenniskappann Novak Djokovic og argentínska knattspyrnumanninn Lionel Messi. Bolt fékk 804 atkvæði eða 27,74 prósent atkvæða, Djokovic var með 26,71 prósent atkvæða og Messi fékk 13,11 prósent atkvæða. Serena Williams átti frábært ár en hún vann þrjú risamót, opna ástralska, opna franska og Wimbledon-mótið, og hefur þar með unnið 21 risamót á ferlinum. Williams hafði betur gegn eþíópíska millivegahlauparanum Genzebe Dibaba og hollenska spretthlauparanum Dafne Schippers sem komu í næstu sætum. Serena Williams fékk 664 atkvæði eða 24,19 prósent atkvæða, Dibaba var með 13,19 prósent atkvæða og Schippers fékk 10,31 prósent atkvæða. Barcelona fékk 30,2 prósent atkvæða sem besta lið ársins en í næstu sætum komu heimsmeistarar Nýja Sjálands í rugbý (18,02 prósent) og NBA-körfuboltalið Golden State Warriors (10,61 prósent).
Fótbolti Frjálsar íþróttir Íþróttir NBA Tennis Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira