Enski boltinn

Mikill áhugi á Falcao

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Falcao hefur gengið illa að fóta sig í enska boltanum.
Falcao hefur gengið illa að fóta sig í enska boltanum. vísir/getty
Fjölmörg lið hafa áhuga á kólumbíska framherjanum Radamel Falcao samkvæmt Vadim Vasilyev, varaforseta Monaco.

Falcao, sem er í eigu Monaco, hefur leikið sem lánsmaður með Manchester United í vetur en enska félagið á möguleika á að kaupa framherjann eftir tímabilið á rúmar 43 milljónir .

„Ég hef engar áhyggjur af Falcao, hann er framherji í heimsklassa,“ sagði Vasilyev í samtali við BBC.

„Ef Manchester United nýtir sér ekki forkaupsréttinn á honum, þá eru fjöldamörg stór félög sem vilja fá hann,“ bætti Vasilyev við en Falcao hefur aðeins skorað fjögur mörk í 19 leikjum fyrir United og verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á tímabilinu.

Falcao, sem er 29 ára, sat allan tímann á varamannabekknum þegar United tapaði fyrir Swansea á Liberty vellinum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×