Á tónleikunum í Hörpu mun Smith heiðra fyrstu plötu sína, Horses, og flytja hana í heild sinni. Platan, sem fagnar 40 ára útgáfuafmæli í ár, verður flutt í bland við annað og nýrra efni. Að mati margra er Horses besta platan sem hún hefur gert á sínum ferli. Því ættu tónleikarnir að vera mikið gleðiefni fyrir íslenska aðdáendur hennar.
Tímaritið Time valdi plötuna Horses meðal 100 bestu platna allra tíma og lenti hún í 44. sæti á lista tímaritsins Rolling Stone yfir 500. bestu plötur heims. Með í hljómsveitinni, sem kemur með Smith, verða tveir af upprunalegum meðlimum hljómsveitar hennar.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Smith kemur til landsins. Hún hélt tónleika á Nasa árið 2005 og í Háskólabíói 2006. Einnig kom hún fram á náttúruverndartónleikum í Hörpu í fyrra, auk þess sem hún tróð óvænt upp með Russel Crowe á Menningartónleikum X-977 2012 við góðar undirtektir.
Miðasala hefst 15. apríl á midi.is.