Biggi lögga leggur Bigga löggu á hilluna: „Mér finnst sorglegt að þurfa að gera þetta“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2015 15:49 Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, hefur lagt Bigga löggu á hilluna. Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga mun ekki lengur tjá sig sem Biggi lögga. Þetta tilkynnti hann á Facebook-síðu sinni en hann segir að neikvæð umræða hafi haft áhrif á sig og fjölskyldu sína. Líkt og Birgir rekur í Facebook-pósti sínum eru tvö ár síðan hann hóf að tjá sig á samfélagsmiðlum. Hann segir að upphaflega hugmyndin hafi verið að „koma með jákvæða punkta inn í umræðuna og einnig að gera lögguna örlítið mannlegri.“Sjá einnig: Biggi lögga gerir allt brjálað Setti hann reglulega inn myndbönd og hugleiðingar inn á Facebook-síðu sína og lögreglunnar, en einnig hefur hann notast við Twitter og Snapchat til þess að koma skilaboðum sínum á framfæri við fjöldann. Biggi lögga lét sér fátt óviðkomandi og var alls ekki óumdeildur en fyrir nokkrum vikum krafðist Sveinn Andri Sveinson lögmaður þess að hann yrði rekinn eftir að Birgir Örn birti Facebook-færslu undir sínu nafni þar sem hann sagði samfélagið hafa dæmt drengina í hópnauðgunarmálina seka. Í kjölfarið var Birgir Örn kallaður á teppið hjá Sigríði Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Sjá einnig: Biggi lögga gagnrýnir FreeTheNipple: „Hvað ef þær sjá eftir þessu?“ Í lokafærslu sinni gagnrýnir hann þá umræðu sem skapast getur á netinu en hann segir það vera sorglegt að hann þurfi að hætta að tjá sig sem Biggi lögga. „Mér finnst sorglegt að þurfa að gera þetta og mér finnst sorglegt að umræðan sé í þeim farvegi sem hún er í dag. Það er alls ekki fyrir alla að hætta sér inn á þessa braut og þessi umræðuhefð sem byggir á skotgrafahernaði er í raun svolítið hættuleg sjálfu lýðræðinu. Umræðubrautin er mörkuð og menn bíða spenntir við lyklaborðin eftir því að geta skotið þann niður sem gengur ekki eftir brautinni eða misstígur sig á einhvern hátt.“ Þrátt fyrir að Biggi lögga sé ekki lengur starfandi mun lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson þó halda áfram starfi sínu sem lögreglumaður.Í þessum mánuði eru komin tvö ár síðan ég fór að tjá mig á ýmsan hátt sem Biggi lögga. Hugsunin með því var upphaflega a...Posted by Biggi lögga on Saturday, 5 December 2015 Tengdar fréttir Biggi lögga harmar viðbrögð Sveins Andra: „Þetta voru fyrst og fremst orð föður“ Pistill Birgis Arnar Guðjónssonar um umdeildan dóm í hópnauðgunarmáli er til skoðunar innan lögreglunnar. 23. nóvember 2015 19:31 Biggi lögga: Ég fæ ekki krónu aukalega fyrir að vera einhver opinber „Biggi lögga“ Biggi lögga svarar Björgvin Mýrdal sem gerir því skóna að hann sé ekki allur þar sem hann er séður; að hann sé andlit lögreglunnar og sé að verja tiltekna hagsmuni. 3. febrúar 2015 14:48 Biggi lögga sagður brengla umræðuna vísvitandi Ummæli Bigga löggu um kannabisolíu vekja furðu þeirra sem láta sig umræðu um fíkniefni varða. 3. febrúar 2015 11:21 Biggi Lögga segir mikið gert úr brjóstasýningunni á B5 „Ég hristi bara hausinn og sagði að hún væri gjörsamlega að misskilja mig," segir Birgir Örn Guðjónsson um gjörninginn á B5 um helgina. 30. mars 2015 11:45 Biggi Lögga hitti dreng með kannabisolíu „Þetta var einhverskonar þykkni, búið til úr kanabis og minnti mann á grænt illa lyktandi hnetusmjör." 30. janúar 2015 17:40 Biggi lögga gerir allt brjálað Grein sem Birgir Örn Guðjónsson lögreglumaður birti á Vísi í síðustu viku hefur vakið hörð viðbrögð. Vísir fer yfir málið. 1. desember 2014 15:51 Gísli Marteinn skólaði lögregluna: Biggi lögga vísaði í lög sem eru ekki til Gísli Marteinn Baldursson leiðrétti Bigga löggu á Twitter í gær. 9. maí 2015 17:15 Biggi lögga gagnrýnir FreeTheNipple: "Hvað ef þær sjá eftir þessu?“ Birgir Örn Guðjónsson bætist í hóp þeirra sem gagnrýna uppátækið. 26. mars 2015 10:50 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Sjá meira
Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga mun ekki lengur tjá sig sem Biggi lögga. Þetta tilkynnti hann á Facebook-síðu sinni en hann segir að neikvæð umræða hafi haft áhrif á sig og fjölskyldu sína. Líkt og Birgir rekur í Facebook-pósti sínum eru tvö ár síðan hann hóf að tjá sig á samfélagsmiðlum. Hann segir að upphaflega hugmyndin hafi verið að „koma með jákvæða punkta inn í umræðuna og einnig að gera lögguna örlítið mannlegri.“Sjá einnig: Biggi lögga gerir allt brjálað Setti hann reglulega inn myndbönd og hugleiðingar inn á Facebook-síðu sína og lögreglunnar, en einnig hefur hann notast við Twitter og Snapchat til þess að koma skilaboðum sínum á framfæri við fjöldann. Biggi lögga lét sér fátt óviðkomandi og var alls ekki óumdeildur en fyrir nokkrum vikum krafðist Sveinn Andri Sveinson lögmaður þess að hann yrði rekinn eftir að Birgir Örn birti Facebook-færslu undir sínu nafni þar sem hann sagði samfélagið hafa dæmt drengina í hópnauðgunarmálina seka. Í kjölfarið var Birgir Örn kallaður á teppið hjá Sigríði Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Sjá einnig: Biggi lögga gagnrýnir FreeTheNipple: „Hvað ef þær sjá eftir þessu?“ Í lokafærslu sinni gagnrýnir hann þá umræðu sem skapast getur á netinu en hann segir það vera sorglegt að hann þurfi að hætta að tjá sig sem Biggi lögga. „Mér finnst sorglegt að þurfa að gera þetta og mér finnst sorglegt að umræðan sé í þeim farvegi sem hún er í dag. Það er alls ekki fyrir alla að hætta sér inn á þessa braut og þessi umræðuhefð sem byggir á skotgrafahernaði er í raun svolítið hættuleg sjálfu lýðræðinu. Umræðubrautin er mörkuð og menn bíða spenntir við lyklaborðin eftir því að geta skotið þann niður sem gengur ekki eftir brautinni eða misstígur sig á einhvern hátt.“ Þrátt fyrir að Biggi lögga sé ekki lengur starfandi mun lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson þó halda áfram starfi sínu sem lögreglumaður.Í þessum mánuði eru komin tvö ár síðan ég fór að tjá mig á ýmsan hátt sem Biggi lögga. Hugsunin með því var upphaflega a...Posted by Biggi lögga on Saturday, 5 December 2015
Tengdar fréttir Biggi lögga harmar viðbrögð Sveins Andra: „Þetta voru fyrst og fremst orð föður“ Pistill Birgis Arnar Guðjónssonar um umdeildan dóm í hópnauðgunarmáli er til skoðunar innan lögreglunnar. 23. nóvember 2015 19:31 Biggi lögga: Ég fæ ekki krónu aukalega fyrir að vera einhver opinber „Biggi lögga“ Biggi lögga svarar Björgvin Mýrdal sem gerir því skóna að hann sé ekki allur þar sem hann er séður; að hann sé andlit lögreglunnar og sé að verja tiltekna hagsmuni. 3. febrúar 2015 14:48 Biggi lögga sagður brengla umræðuna vísvitandi Ummæli Bigga löggu um kannabisolíu vekja furðu þeirra sem láta sig umræðu um fíkniefni varða. 3. febrúar 2015 11:21 Biggi Lögga segir mikið gert úr brjóstasýningunni á B5 „Ég hristi bara hausinn og sagði að hún væri gjörsamlega að misskilja mig," segir Birgir Örn Guðjónsson um gjörninginn á B5 um helgina. 30. mars 2015 11:45 Biggi Lögga hitti dreng með kannabisolíu „Þetta var einhverskonar þykkni, búið til úr kanabis og minnti mann á grænt illa lyktandi hnetusmjör." 30. janúar 2015 17:40 Biggi lögga gerir allt brjálað Grein sem Birgir Örn Guðjónsson lögreglumaður birti á Vísi í síðustu viku hefur vakið hörð viðbrögð. Vísir fer yfir málið. 1. desember 2014 15:51 Gísli Marteinn skólaði lögregluna: Biggi lögga vísaði í lög sem eru ekki til Gísli Marteinn Baldursson leiðrétti Bigga löggu á Twitter í gær. 9. maí 2015 17:15 Biggi lögga gagnrýnir FreeTheNipple: "Hvað ef þær sjá eftir þessu?“ Birgir Örn Guðjónsson bætist í hóp þeirra sem gagnrýna uppátækið. 26. mars 2015 10:50 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Sjá meira
Biggi lögga harmar viðbrögð Sveins Andra: „Þetta voru fyrst og fremst orð föður“ Pistill Birgis Arnar Guðjónssonar um umdeildan dóm í hópnauðgunarmáli er til skoðunar innan lögreglunnar. 23. nóvember 2015 19:31
Biggi lögga: Ég fæ ekki krónu aukalega fyrir að vera einhver opinber „Biggi lögga“ Biggi lögga svarar Björgvin Mýrdal sem gerir því skóna að hann sé ekki allur þar sem hann er séður; að hann sé andlit lögreglunnar og sé að verja tiltekna hagsmuni. 3. febrúar 2015 14:48
Biggi lögga sagður brengla umræðuna vísvitandi Ummæli Bigga löggu um kannabisolíu vekja furðu þeirra sem láta sig umræðu um fíkniefni varða. 3. febrúar 2015 11:21
Biggi Lögga segir mikið gert úr brjóstasýningunni á B5 „Ég hristi bara hausinn og sagði að hún væri gjörsamlega að misskilja mig," segir Birgir Örn Guðjónsson um gjörninginn á B5 um helgina. 30. mars 2015 11:45
Biggi Lögga hitti dreng með kannabisolíu „Þetta var einhverskonar þykkni, búið til úr kanabis og minnti mann á grænt illa lyktandi hnetusmjör." 30. janúar 2015 17:40
Biggi lögga gerir allt brjálað Grein sem Birgir Örn Guðjónsson lögreglumaður birti á Vísi í síðustu viku hefur vakið hörð viðbrögð. Vísir fer yfir málið. 1. desember 2014 15:51
Gísli Marteinn skólaði lögregluna: Biggi lögga vísaði í lög sem eru ekki til Gísli Marteinn Baldursson leiðrétti Bigga löggu á Twitter í gær. 9. maí 2015 17:15
Biggi lögga gagnrýnir FreeTheNipple: "Hvað ef þær sjá eftir þessu?“ Birgir Örn Guðjónsson bætist í hóp þeirra sem gagnrýna uppátækið. 26. mars 2015 10:50