Innlent

Biggi lögga leggur Bigga löggu á hilluna: „Mér finnst sorglegt að þurfa að gera þetta“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, hefur lagt Bigga löggu á hilluna.
Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, hefur lagt Bigga löggu á hilluna.
Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga mun ekki lengur tjá sig sem Biggi lögga. Þetta tilkynnti hann á Facebook-síðu sinni en hann segir að neikvæð umræða hafi haft áhrif á sig og fjölskyldu sína.

Líkt og Birgir rekur í Facebook-pósti sínum eru tvö ár síðan hann hóf að tjá sig á samfélagsmiðlum. Hann segir að upphaflega hugmyndin hafi verið að „koma með jákvæða punkta inn í umræðuna og einnig að gera lögguna örlítið mannlegri.“

Sjá einnig: Biggi lögga gerir allt brjálað

Setti hann reglulega inn myndbönd og hugleiðingar inn á Facebook-síðu sína og lögreglunnar, en einnig hefur hann notast við Twitter og Snapchat til þess að koma skilaboðum sínum á framfæri við fjöldann.

Biggi lögga lét sér fátt óviðkomandi og var alls ekki óumdeildur en fyrir nokkrum vikum krafðist Sveinn Andri Sveinson lögmaður þess að hann yrði rekinn eftir að Birgir Örn birti Facebook-færslu undir sínu nafni þar sem hann sagði samfélagið hafa dæmt drengina í hópnauðgunarmálina seka.

Í kjölfarið var Birgir Örn kallaður á teppið hjá Sigríði Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Sjá einnig: Biggi lögga gagnrýnir FreeTheNipple: „Hvað ef þær sjá eftir þessu?“

Í lokafærslu sinni gagnrýnir hann þá umræðu sem skapast getur á netinu en hann segir það vera sorglegt að hann þurfi að hætta að tjá sig sem Biggi lögga.

„Mér finnst sorglegt að þurfa að gera þetta og mér finnst sorglegt að umræðan sé í þeim farvegi sem hún er í dag. Það er alls ekki fyrir alla að hætta sér inn á þessa braut og þessi umræðuhefð sem byggir á skotgrafahernaði er í raun svolítið hættuleg sjálfu lýðræðinu. Umræðubrautin er mörkuð og menn bíða spenntir við lyklaborðin eftir því að geta skotið þann niður sem gengur ekki eftir brautinni eða misstígur sig á einhvern hátt.“

Þrátt fyrir að Biggi lögga sé ekki lengur starfandi mun lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson þó halda áfram starfi sínu sem lögreglumaður.

Í þessum mánuði eru komin tvö ár síðan ég fór að tjá mig á ýmsan hátt sem Biggi lögga. Hugsunin með því var upphaflega a...

Posted by Biggi lögga on Saturday, 5 December 2015

Tengdar fréttir

Biggi lögga gerir allt brjálað

Grein sem Birgir Örn Guðjónsson lögreglumaður birti á Vísi í síðustu viku hefur vakið hörð viðbrögð. Vísir fer yfir málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×