Vaxandi vá í vetrarríki Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. desember 2015 07:00 Harry Þór Hólmgeirsson hreinsaði snjó af þaki hótelsins 1919 í Hafnarstræti í Reykjavík í gær. vísir/Vilhelm „Það er skelfilegt ástand í Reykjavík,“ segir Harry Þór Hólmgeirsson hjá Körfubílum ehf. Undanfarna daga hafa Harry og félagar þeyst um og aðstoðað vegna snjó- og klakafargansins sem liggur yfir öllu.Gríðarleg grýlukerti utan á húsi á Miklubraut gætu fallið með tilheyrandi hættu fyrir þá og það sem undir er.vísir/vilhelmMargir hafa lent í vatnsleka og þeim virðist vera að fjölga. „Ég er búinn að vera í þessu í 25 ár, eins og leigubílstjórinn sagði um árið, og ég hef ekki séð svona ástand áður. Það eru einhver mjög skrítin skilyrði með miklum snjó og frosti,“ segir Harry sem hefur ekki tölu á símtölunum síðustu daga. „Það er bara allt á fullu.“ Hitinn frá húsum nær hjá sumum að þíða undan snjónum á þökunum og vatnið sem þá myndast kemst ekki burt því niðurföllin er stífluð af frosti. Vatnið leitar því inn í húsin. Harry segir mikið tjón víða en engin leið sé að anna öllum sem leiti aðstoðar. „Það er ekkert hægt að berja því þá eyðileggur maður bara rennurnar. Það þarf bara að bíða eftir þíðu. Við brjótum niður grýlukerti og mokum snjó frá rennum og inn á þökin til að létta á. Sum staðar tökum við rennur sundur svo vatnið komist sína leið,“ segir Harry. Ekki sé notað heitt vatn en stundum salt sem virki hægt og rólega. Harry kveðst gáttaður á því hvernig sum hús séu byggð. „Maður er búinn að sjá sorgleg dæmi um hús sem eru á floti,“ segir hann og nefnir sem dæmi hús með valmaþökum og hús í Hlíðunum og miðbænum. „Þetta er bara úti um allt.“ Sigurbjörn Guðmundsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir reynt að komast hjá útköllum vegna snjóvanda og lekamála til að liðið geti verið tilbúið í það sem að því snýr fyrst og fremst, eldsvoða. Slökkviliðið vísi þess í stað á körfubílaþjónustur.Sigrún Þorsteinsdóttir„En auðvitað reynum við að hjálpa fólki ef það er komið í einhverja neyð. Og ef þessi fyrirtæki eru öll bundin í verkefnum þá höfum við verið að hjálpa örlítið til.“ Sigurbjörn segir að þótt það sé hægara sagt en gert sé mjög mikilvægt að hreinsa frá rennunum og niðurföllum og af þökum. „En það er um að gera að fara varlega og vera ekki að stefna sér í hættu uppi á efri hæðum, það er aðalmálið. Fólk á ekki að standa uppi á svalahandriðum og þess háttar.“ Sigrún Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS, tekur í sama streng og Sigurbjörn varðstjóri. „Fólk á ekki að rjúka upp í stiga eða upp á bratt þak í þessu umhverfi sem er núna þar sem er slysahætta. Það verður að fá einhvern sem er með rétt tæki og tól.“ Sigrún varar jafnframt við hættu sem skapast þegar hitinn fer yfir frostmark eins og í stefndi í gærkvöld. Þá sé viðbúið að snjóhengjur og grýlukerti falli niður. „Þá er mikilvægt að ekki sé hætta á að einhverjir séu þar undir og að fólk sé ekki að leggja bílunum sínum beint undir þakinu. Og ef fólk nær ekki að hreinsa þetta niður og er hrætt um að einhver geti verið undir, að það afmarki þá svæðið með borðum eða öðru því um líku,“ ráðleggur Sigrún Þorsteinsdóttir. Veður Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
„Það er skelfilegt ástand í Reykjavík,“ segir Harry Þór Hólmgeirsson hjá Körfubílum ehf. Undanfarna daga hafa Harry og félagar þeyst um og aðstoðað vegna snjó- og klakafargansins sem liggur yfir öllu.Gríðarleg grýlukerti utan á húsi á Miklubraut gætu fallið með tilheyrandi hættu fyrir þá og það sem undir er.vísir/vilhelmMargir hafa lent í vatnsleka og þeim virðist vera að fjölga. „Ég er búinn að vera í þessu í 25 ár, eins og leigubílstjórinn sagði um árið, og ég hef ekki séð svona ástand áður. Það eru einhver mjög skrítin skilyrði með miklum snjó og frosti,“ segir Harry sem hefur ekki tölu á símtölunum síðustu daga. „Það er bara allt á fullu.“ Hitinn frá húsum nær hjá sumum að þíða undan snjónum á þökunum og vatnið sem þá myndast kemst ekki burt því niðurföllin er stífluð af frosti. Vatnið leitar því inn í húsin. Harry segir mikið tjón víða en engin leið sé að anna öllum sem leiti aðstoðar. „Það er ekkert hægt að berja því þá eyðileggur maður bara rennurnar. Það þarf bara að bíða eftir þíðu. Við brjótum niður grýlukerti og mokum snjó frá rennum og inn á þökin til að létta á. Sum staðar tökum við rennur sundur svo vatnið komist sína leið,“ segir Harry. Ekki sé notað heitt vatn en stundum salt sem virki hægt og rólega. Harry kveðst gáttaður á því hvernig sum hús séu byggð. „Maður er búinn að sjá sorgleg dæmi um hús sem eru á floti,“ segir hann og nefnir sem dæmi hús með valmaþökum og hús í Hlíðunum og miðbænum. „Þetta er bara úti um allt.“ Sigurbjörn Guðmundsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir reynt að komast hjá útköllum vegna snjóvanda og lekamála til að liðið geti verið tilbúið í það sem að því snýr fyrst og fremst, eldsvoða. Slökkviliðið vísi þess í stað á körfubílaþjónustur.Sigrún Þorsteinsdóttir„En auðvitað reynum við að hjálpa fólki ef það er komið í einhverja neyð. Og ef þessi fyrirtæki eru öll bundin í verkefnum þá höfum við verið að hjálpa örlítið til.“ Sigurbjörn segir að þótt það sé hægara sagt en gert sé mjög mikilvægt að hreinsa frá rennunum og niðurföllum og af þökum. „En það er um að gera að fara varlega og vera ekki að stefna sér í hættu uppi á efri hæðum, það er aðalmálið. Fólk á ekki að standa uppi á svalahandriðum og þess háttar.“ Sigrún Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS, tekur í sama streng og Sigurbjörn varðstjóri. „Fólk á ekki að rjúka upp í stiga eða upp á bratt þak í þessu umhverfi sem er núna þar sem er slysahætta. Það verður að fá einhvern sem er með rétt tæki og tól.“ Sigrún varar jafnframt við hættu sem skapast þegar hitinn fer yfir frostmark eins og í stefndi í gærkvöld. Þá sé viðbúið að snjóhengjur og grýlukerti falli niður. „Þá er mikilvægt að ekki sé hætta á að einhverjir séu þar undir og að fólk sé ekki að leggja bílunum sínum beint undir þakinu. Og ef fólk nær ekki að hreinsa þetta niður og er hrætt um að einhver geti verið undir, að það afmarki þá svæðið með borðum eða öðru því um líku,“ ráðleggur Sigrún Þorsteinsdóttir.
Veður Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira