Enski boltinn

Van Gaal: Southampton er með mjög gott lið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir/getty
Manchester United heimsækir Southampton í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn, en United er búið að tapa tveimur útileikjum í röð.

United lá í valnum gegn Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Swansea, 2-1, eftir að komast yfir í síðustu umferð. Svo tapaði liðið aftur á útivelli gegn PSV í Meistaradeildinni um helgina.

„Við höfum tekið eftir því að við töpuðum fyrir Swansea og PSV. Við höfum samt tíma til að laga hlutina hjá okkur og það munum við gera,“ sagði Louis van Gaal, knattspyrnustjóri United, á blaðamannafundi í dag.

„Tapið í meistaradeildinni var vont því menn vilja ekki tapa útileikjunum í þeirri deild.“

Southampton byrjar leiktíðina ekki vel, en það er bara búið að vinna ein leik af fimm til þessa. Liðið sem endaði í sjöunda sæti á síðustu leiktíð er skugginn af sjálfu sér.

„Southampton er með mjög gott lið. Mér finnst staða þess ekki endurspegla gæði liðsins,“ sagði Louis Van Gaal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×