Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2025 15:10 Ingibergur Þór Jónasson hefur formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur á afar erfiðum tímum. Vísir/Hulda Margrét Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, er á sínu síðasta tímabili sem formaður deildarinnar en þetta tilkynnti hann í leikskrá körfuknattleiksdeildar Grindavíkur sem er nýkomin út. „Ég sit hér í dag með miklar tilfinningar innra með mér að berjast við að rita formannspistil sem er eitt af því sem mér er skylt að gera. Með smá sorg í hjarta og vott af ótta þá hef ég tekið mjög erfiða ákvörðun. Hún er sú að þetta verður mitt síðasta ár sem formaður deildarinnar,“ skrifaði Ingibergur í leikskrána. Hefur ótal ástæður „Ég hef ótal ástæður sem segja mér að þetta sé komið gott en þær munu sennilega aldrei allar líta dagsins ljós,“ skrifaði Ingibergur. „Eftir að við „flúðum Grindavík“, eins og það hefur oft verið nefnt, þá höfum við haft okkar heimavöll í Smáranum í Kópavogi. Þegar þessi pistill er ritaður þá erum við enn í Smáranum en æfum einnig í Grindavík nokkrum sinnum í viku. Mig langar að leggja áherslu á að við erum á heimleið og er nýja slagorðið okkar „heim á ný“. Verður það mitt leiðarstef á mínu síðasta ári sem formaður ef náttúran leyfir,“ skrifaði Ingibergur. „Ég hef setið í stjórn Körfunnar að ég held síðan árið 2016. Þá fyrst sem stjórnarmaður, svo framkvæmdarstjóri innan stjórnar og svo formaður til dagsins í dag,“ skrifaði Ingibergur en það má lesa allan pistil hans hér. Aldrei þáði ég laun fyrir starf mitt „Það er alveg sárt að skrifa þessa kveðju við formennskuna, enda hef ég lagt líf mitt og sál, mikla vinnu og fórnfýsi í þetta starf. Börnin mín hafa alist upp í íþróttahúsinu heima og þegar vinir koma í heimsókn er bara talað um körfubolta. Sumrin, jólin og allir frídagar hafa farið í það að vinna fyrir körfuna. Það geta allir stjórnarmenn skrifað þetta sem ég ritaði hér að ofan. Ég geng ótrúlega stoltur frá starfinu og get sagt með sanni að alltaf var ég sjálfboðaliði og ekkert minna eða meira en það. Aldrei þáði ég laun fyrir starf mitt og oft borgaði ég mig inn á leiki eða greiddi fyrir hamborgarann sem ég hafði grillað sjálfur,“ skrifaði Ingibergur Grindvíkingar eru á heimvelli í kvöld þegar þeir fá Keflavík í heimsókn í sjöttu umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á SÝN Sport Ísland. UMF Grindavík Bónus-deild karla Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Sjá meira
„Ég sit hér í dag með miklar tilfinningar innra með mér að berjast við að rita formannspistil sem er eitt af því sem mér er skylt að gera. Með smá sorg í hjarta og vott af ótta þá hef ég tekið mjög erfiða ákvörðun. Hún er sú að þetta verður mitt síðasta ár sem formaður deildarinnar,“ skrifaði Ingibergur í leikskrána. Hefur ótal ástæður „Ég hef ótal ástæður sem segja mér að þetta sé komið gott en þær munu sennilega aldrei allar líta dagsins ljós,“ skrifaði Ingibergur. „Eftir að við „flúðum Grindavík“, eins og það hefur oft verið nefnt, þá höfum við haft okkar heimavöll í Smáranum í Kópavogi. Þegar þessi pistill er ritaður þá erum við enn í Smáranum en æfum einnig í Grindavík nokkrum sinnum í viku. Mig langar að leggja áherslu á að við erum á heimleið og er nýja slagorðið okkar „heim á ný“. Verður það mitt leiðarstef á mínu síðasta ári sem formaður ef náttúran leyfir,“ skrifaði Ingibergur. „Ég hef setið í stjórn Körfunnar að ég held síðan árið 2016. Þá fyrst sem stjórnarmaður, svo framkvæmdarstjóri innan stjórnar og svo formaður til dagsins í dag,“ skrifaði Ingibergur en það má lesa allan pistil hans hér. Aldrei þáði ég laun fyrir starf mitt „Það er alveg sárt að skrifa þessa kveðju við formennskuna, enda hef ég lagt líf mitt og sál, mikla vinnu og fórnfýsi í þetta starf. Börnin mín hafa alist upp í íþróttahúsinu heima og þegar vinir koma í heimsókn er bara talað um körfubolta. Sumrin, jólin og allir frídagar hafa farið í það að vinna fyrir körfuna. Það geta allir stjórnarmenn skrifað þetta sem ég ritaði hér að ofan. Ég geng ótrúlega stoltur frá starfinu og get sagt með sanni að alltaf var ég sjálfboðaliði og ekkert minna eða meira en það. Aldrei þáði ég laun fyrir starf mitt og oft borgaði ég mig inn á leiki eða greiddi fyrir hamborgarann sem ég hafði grillað sjálfur,“ skrifaði Ingibergur Grindvíkingar eru á heimvelli í kvöld þegar þeir fá Keflavík í heimsókn í sjöttu umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á SÝN Sport Ísland.
UMF Grindavík Bónus-deild karla Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Sjá meira