Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2025 15:10 Ingibergur Þór Jónasson hefur formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur á afar erfiðum tímum. Vísir/Hulda Margrét Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, er á sínu síðasta tímabili sem formaður deildarinnar en þetta tilkynnti hann í leikskrá körfuknattleiksdeildar Grindavíkur sem er nýkomin út. „Ég sit hér í dag með miklar tilfinningar innra með mér að berjast við að rita formannspistil sem er eitt af því sem mér er skylt að gera. Með smá sorg í hjarta og vott af ótta þá hef ég tekið mjög erfiða ákvörðun. Hún er sú að þetta verður mitt síðasta ár sem formaður deildarinnar,“ skrifaði Ingibergur í leikskrána. Hefur ótal ástæður „Ég hef ótal ástæður sem segja mér að þetta sé komið gott en þær munu sennilega aldrei allar líta dagsins ljós,“ skrifaði Ingibergur. „Eftir að við „flúðum Grindavík“, eins og það hefur oft verið nefnt, þá höfum við haft okkar heimavöll í Smáranum í Kópavogi. Þegar þessi pistill er ritaður þá erum við enn í Smáranum en æfum einnig í Grindavík nokkrum sinnum í viku. Mig langar að leggja áherslu á að við erum á heimleið og er nýja slagorðið okkar „heim á ný“. Verður það mitt leiðarstef á mínu síðasta ári sem formaður ef náttúran leyfir,“ skrifaði Ingibergur. „Ég hef setið í stjórn Körfunnar að ég held síðan árið 2016. Þá fyrst sem stjórnarmaður, svo framkvæmdarstjóri innan stjórnar og svo formaður til dagsins í dag,“ skrifaði Ingibergur en það má lesa allan pistil hans hér. Aldrei þáði ég laun fyrir starf mitt „Það er alveg sárt að skrifa þessa kveðju við formennskuna, enda hef ég lagt líf mitt og sál, mikla vinnu og fórnfýsi í þetta starf. Börnin mín hafa alist upp í íþróttahúsinu heima og þegar vinir koma í heimsókn er bara talað um körfubolta. Sumrin, jólin og allir frídagar hafa farið í það að vinna fyrir körfuna. Það geta allir stjórnarmenn skrifað þetta sem ég ritaði hér að ofan. Ég geng ótrúlega stoltur frá starfinu og get sagt með sanni að alltaf var ég sjálfboðaliði og ekkert minna eða meira en það. Aldrei þáði ég laun fyrir starf mitt og oft borgaði ég mig inn á leiki eða greiddi fyrir hamborgarann sem ég hafði grillað sjálfur,“ skrifaði Ingibergur Grindvíkingar eru á heimvelli í kvöld þegar þeir fá Keflavík í heimsókn í sjöttu umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á SÝN Sport Ísland. UMF Grindavík Bónus-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira
„Ég sit hér í dag með miklar tilfinningar innra með mér að berjast við að rita formannspistil sem er eitt af því sem mér er skylt að gera. Með smá sorg í hjarta og vott af ótta þá hef ég tekið mjög erfiða ákvörðun. Hún er sú að þetta verður mitt síðasta ár sem formaður deildarinnar,“ skrifaði Ingibergur í leikskrána. Hefur ótal ástæður „Ég hef ótal ástæður sem segja mér að þetta sé komið gott en þær munu sennilega aldrei allar líta dagsins ljós,“ skrifaði Ingibergur. „Eftir að við „flúðum Grindavík“, eins og það hefur oft verið nefnt, þá höfum við haft okkar heimavöll í Smáranum í Kópavogi. Þegar þessi pistill er ritaður þá erum við enn í Smáranum en æfum einnig í Grindavík nokkrum sinnum í viku. Mig langar að leggja áherslu á að við erum á heimleið og er nýja slagorðið okkar „heim á ný“. Verður það mitt leiðarstef á mínu síðasta ári sem formaður ef náttúran leyfir,“ skrifaði Ingibergur. „Ég hef setið í stjórn Körfunnar að ég held síðan árið 2016. Þá fyrst sem stjórnarmaður, svo framkvæmdarstjóri innan stjórnar og svo formaður til dagsins í dag,“ skrifaði Ingibergur en það má lesa allan pistil hans hér. Aldrei þáði ég laun fyrir starf mitt „Það er alveg sárt að skrifa þessa kveðju við formennskuna, enda hef ég lagt líf mitt og sál, mikla vinnu og fórnfýsi í þetta starf. Börnin mín hafa alist upp í íþróttahúsinu heima og þegar vinir koma í heimsókn er bara talað um körfubolta. Sumrin, jólin og allir frídagar hafa farið í það að vinna fyrir körfuna. Það geta allir stjórnarmenn skrifað þetta sem ég ritaði hér að ofan. Ég geng ótrúlega stoltur frá starfinu og get sagt með sanni að alltaf var ég sjálfboðaliði og ekkert minna eða meira en það. Aldrei þáði ég laun fyrir starf mitt og oft borgaði ég mig inn á leiki eða greiddi fyrir hamborgarann sem ég hafði grillað sjálfur,“ skrifaði Ingibergur Grindvíkingar eru á heimvelli í kvöld þegar þeir fá Keflavík í heimsókn í sjöttu umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á SÝN Sport Ísland.
UMF Grindavík Bónus-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira