„Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Aron Guðmundsson skrifar 7. nóvember 2025 09:32 Davíð Smári Lamude skráði nafn sitt rækilega í sögubækurnar með sínum þætti í fyrsta stóra titli Vestfjarða í fótbolta sem þjálfari Vestra vísir/Ernir Davíð Smári Lamude segir það hafa orðið fljótt ljóst eftir sigur með Vestra í bikarúrslitum gegn Val að hann yrði ekki áfram með liðið á næsta ári. Hlutir sem áttu sér stað í kringum og eftir þann leik sitja enn í honum, þó sé enginn biturleiki til staðar. Davíð Smári hefur nú tekið við þjálfun Njarðvíkur en undir stjórn náði lið Vestra sögulegum árangri, kom sér upp í Bestu deildina árið 2023 og varð á nýafstöðnu tímabili bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins með sigri á Val í úrslitaleik á Laugardalsvelli og tryggði sér um leið Evrópusæti. Vestri byrjaði það tímabilið í Bestu deildinni vel og var lengi vel í efri hlutanum en eftir bikarmeistaratitilinn tók að halla undan fæti í deildinni og Vestri dróst niður í fallbaráttu. Undir lok septembermánaðar bárust svo þau tíðindi að Davíð hefði verið sagt upp störfum. Tíðindin komu honum á óvart. „Örfáar vikur höfðu liðið frá því að gerðum liðið að bikarmeisturum, mér hefur gengið vel í þessum stóru leikjum og fyrir okkur voru margir stórir leikir framundan,“ segir Davíð Smári. „Vissulega höfðu slæm töp átt sér stað eftir bikarleikinn en ég hafði trú á verkefninu og hélt að við myndum snúa þessu við. Okkur vantaði auðvitað ekki mörg stig, í raun bara einn sigur þegar að ég er látinn fara. Þetta kom mér og fleirum virkilega á óvart, þá vísa ég til leikmanna auðvitað líka. Þetta var erfitt símtal að fá, erfiðir dagar sem tóku við eftir þetta en ég hélt samt áfram að fylgjast með, hélt áfram með Vestra.“ Vestri er bikarmeistari. vísir / ernir Hefði viljað skemmtilegri endalok Á þeim tímapunkti sem honum var sagt upp störfum hafði Davíð Smári þegar ákveðið sjálfur að leiðir hans og Vestra myndu skilja eftir tímabilið. Svo fór að Vestri féll úr Bestu deildinni að lokum. „Það eru hlutir sem gerast þarna sem að sátu aðeins í mér og sitja kannski í mér ennþá. Ég, var ekki alveg nægilega sáttur við samskipti mín og stjórnar félagsins svona í kringum og eftir bikarleikinn. En ég held því samt alveg til haga að ég bar gríðarlega virðingu fyrir starfi mínu sem þjálfari Vestra og það er alveg klárt mál að ég reyndi ekki að láta það hafa áhrif á liðið og leikmenn hver svo sem ákvörðun mín yrði. En það varð fljótt ljóst eftir bikarúrslitaleikinn að ég yrði ekki þjálfari Vestra árið á eftir.“ Davíð Smári fór í tvígang með lið Vestra í úrslitaleik á Laugardalsvelli og vann liðið báða leiki.Vísir/ Þegar að hann lítur um öxl núna er Davíð ofboðslega stoltur af vegferðinni sem Vestra liðið átti undir hans stjórn. „Ég er líka ofboðslega stoltur fyrir hönd stjórnarinnar, þrátt fyrir að þetta hafi endað eins og þetta endaði. Þá verður stjórnin að vera ofboðslega stolt af þeim árangri sem náðist. Það er enginn biturleiki en vissulega hefði ég viljað sjá þetta enda á skemmtilegri hátt, bæði fyrir félagið og auðvitað fyrir mig líka. Að svona einhvern veginn að ná að kveðja fólkið mitt. Það er alveg klárt mál.“ Sofnað á verðinum Framan af móti gekk Vestra afar vel og fékk fá mörk á sig. Liðið stóð síðan uppi sem bikarmeistari í ágúst en eftir það var eins og einhver breyting hefði átt sér stað. Liðið var ólíkt sjálfu sér og gildin sem höfðu einkennt það framan af móti voru horfin. „Það var ofboðslega skrýtið að sjá liðið svona, svona brotið eins og var undir lok. móts og og engin ein ástæða fyrir því. Þú veist, ég tek ábyrgð á því sem ég get tekið ábyrgð á. Svo verða aðrir að taka ábyrgð á sinni eigin frammistöðu. Og mögulega stjórnin að taka ábyrgð á einhverju sem hún getur tekið ábyrgð á.“ Davíð Smári á hliðarlínunni á Kerecisvellinum á Ísafirði fyrr á tímabilinu.Vísir/Anton Brink En hvað gerðist sem veldur því að lið Vestra nær ekki að halda dampi og gildi liðsins hverfa? „Menn verða saddir og þetta auka þrep sem við höfðum hvarf svolítið. Svo kom eitthvað ákveðið kæruleysi. Að einhverju leyti hjá leikmönnum og að einhverju leyti stuðningsmönnum.“ Og minnist Davíð Smári á ræðu sína sem hann hélt á Silfurtorginu á Ísafirði eftir að bikarmeistaratitillinn var í höfn. Davíð Smári á SilfurtorgiHafþór Gunnarsson „Þar talaði ég um að við þyrftum að fá stuðning út mótið, því að það væri mjög strembið mót framundan og við værum hvergi nærri óhultir. Ég held bara að við höfum allir sofnað pínu á verðinum. Talið að við værum eitthvað betri en við vorum og að liðið kannski þyrfti ekki jafn mikinn stuðning og við hefðum þurft. Vestri er auðvitað lítið félag og að einhverju leyti má tala um það að einhverjir leikmenn í liðinu hafi ekki kannski nægilega reynslu. Sumir geta kannski bent á starfsteymið hafi ekki verið með nægilega reynslu og stjórn Vestra kannski ekki með nægilega reynslu. Ég tel að allir verði að draga lærdóm af því sem að gerðist þarna og taka ábyrgð á því sem gerðist. Horfa svo fram á við.“ Afturelding - Vestri Besta Deild Karla Sumar 2025 Fall Vestra situr í Davíð Smára þó svo hann hafi skilið við liðið utan fallsvæðis. „Það var gríðarlega sárt að sjá liðið. fara niður. Ég skal alveg viðurkenna það og situr enn þá í mér. Þetta var allt of gott lið til þess að falla. Það er erfitt að segja að það hafi ekki verið bæting á liðinu milli tímabila. Það er klárt mál að það var bæting á liðinu og liðið var betra í ár heldur en í fyrra eða árið á undan. En þetta fór eins og það fór, því miður.“ Vestri Besta deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira
Davíð Smári hefur nú tekið við þjálfun Njarðvíkur en undir stjórn náði lið Vestra sögulegum árangri, kom sér upp í Bestu deildina árið 2023 og varð á nýafstöðnu tímabili bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins með sigri á Val í úrslitaleik á Laugardalsvelli og tryggði sér um leið Evrópusæti. Vestri byrjaði það tímabilið í Bestu deildinni vel og var lengi vel í efri hlutanum en eftir bikarmeistaratitilinn tók að halla undan fæti í deildinni og Vestri dróst niður í fallbaráttu. Undir lok septembermánaðar bárust svo þau tíðindi að Davíð hefði verið sagt upp störfum. Tíðindin komu honum á óvart. „Örfáar vikur höfðu liðið frá því að gerðum liðið að bikarmeisturum, mér hefur gengið vel í þessum stóru leikjum og fyrir okkur voru margir stórir leikir framundan,“ segir Davíð Smári. „Vissulega höfðu slæm töp átt sér stað eftir bikarleikinn en ég hafði trú á verkefninu og hélt að við myndum snúa þessu við. Okkur vantaði auðvitað ekki mörg stig, í raun bara einn sigur þegar að ég er látinn fara. Þetta kom mér og fleirum virkilega á óvart, þá vísa ég til leikmanna auðvitað líka. Þetta var erfitt símtal að fá, erfiðir dagar sem tóku við eftir þetta en ég hélt samt áfram að fylgjast með, hélt áfram með Vestra.“ Vestri er bikarmeistari. vísir / ernir Hefði viljað skemmtilegri endalok Á þeim tímapunkti sem honum var sagt upp störfum hafði Davíð Smári þegar ákveðið sjálfur að leiðir hans og Vestra myndu skilja eftir tímabilið. Svo fór að Vestri féll úr Bestu deildinni að lokum. „Það eru hlutir sem gerast þarna sem að sátu aðeins í mér og sitja kannski í mér ennþá. Ég, var ekki alveg nægilega sáttur við samskipti mín og stjórnar félagsins svona í kringum og eftir bikarleikinn. En ég held því samt alveg til haga að ég bar gríðarlega virðingu fyrir starfi mínu sem þjálfari Vestra og það er alveg klárt mál að ég reyndi ekki að láta það hafa áhrif á liðið og leikmenn hver svo sem ákvörðun mín yrði. En það varð fljótt ljóst eftir bikarúrslitaleikinn að ég yrði ekki þjálfari Vestra árið á eftir.“ Davíð Smári fór í tvígang með lið Vestra í úrslitaleik á Laugardalsvelli og vann liðið báða leiki.Vísir/ Þegar að hann lítur um öxl núna er Davíð ofboðslega stoltur af vegferðinni sem Vestra liðið átti undir hans stjórn. „Ég er líka ofboðslega stoltur fyrir hönd stjórnarinnar, þrátt fyrir að þetta hafi endað eins og þetta endaði. Þá verður stjórnin að vera ofboðslega stolt af þeim árangri sem náðist. Það er enginn biturleiki en vissulega hefði ég viljað sjá þetta enda á skemmtilegri hátt, bæði fyrir félagið og auðvitað fyrir mig líka. Að svona einhvern veginn að ná að kveðja fólkið mitt. Það er alveg klárt mál.“ Sofnað á verðinum Framan af móti gekk Vestra afar vel og fékk fá mörk á sig. Liðið stóð síðan uppi sem bikarmeistari í ágúst en eftir það var eins og einhver breyting hefði átt sér stað. Liðið var ólíkt sjálfu sér og gildin sem höfðu einkennt það framan af móti voru horfin. „Það var ofboðslega skrýtið að sjá liðið svona, svona brotið eins og var undir lok. móts og og engin ein ástæða fyrir því. Þú veist, ég tek ábyrgð á því sem ég get tekið ábyrgð á. Svo verða aðrir að taka ábyrgð á sinni eigin frammistöðu. Og mögulega stjórnin að taka ábyrgð á einhverju sem hún getur tekið ábyrgð á.“ Davíð Smári á hliðarlínunni á Kerecisvellinum á Ísafirði fyrr á tímabilinu.Vísir/Anton Brink En hvað gerðist sem veldur því að lið Vestra nær ekki að halda dampi og gildi liðsins hverfa? „Menn verða saddir og þetta auka þrep sem við höfðum hvarf svolítið. Svo kom eitthvað ákveðið kæruleysi. Að einhverju leyti hjá leikmönnum og að einhverju leyti stuðningsmönnum.“ Og minnist Davíð Smári á ræðu sína sem hann hélt á Silfurtorginu á Ísafirði eftir að bikarmeistaratitillinn var í höfn. Davíð Smári á SilfurtorgiHafþór Gunnarsson „Þar talaði ég um að við þyrftum að fá stuðning út mótið, því að það væri mjög strembið mót framundan og við værum hvergi nærri óhultir. Ég held bara að við höfum allir sofnað pínu á verðinum. Talið að við værum eitthvað betri en við vorum og að liðið kannski þyrfti ekki jafn mikinn stuðning og við hefðum þurft. Vestri er auðvitað lítið félag og að einhverju leyti má tala um það að einhverjir leikmenn í liðinu hafi ekki kannski nægilega reynslu. Sumir geta kannski bent á starfsteymið hafi ekki verið með nægilega reynslu og stjórn Vestra kannski ekki með nægilega reynslu. Ég tel að allir verði að draga lærdóm af því sem að gerðist þarna og taka ábyrgð á því sem gerðist. Horfa svo fram á við.“ Afturelding - Vestri Besta Deild Karla Sumar 2025 Fall Vestra situr í Davíð Smára þó svo hann hafi skilið við liðið utan fallsvæðis. „Það var gríðarlega sárt að sjá liðið. fara niður. Ég skal alveg viðurkenna það og situr enn þá í mér. Þetta var allt of gott lið til þess að falla. Það er erfitt að segja að það hafi ekki verið bæting á liðinu milli tímabila. Það er klárt mál að það var bæting á liðinu og liðið var betra í ár heldur en í fyrra eða árið á undan. En þetta fór eins og það fór, því miður.“
Vestri Besta deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira