„Ég held ég sé svona fimm árum á eftir“ Gunnar Leó Pálsson skrifar 8. júlí 2015 11:00 Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal hefur skemmt þjóðinni á ýmsan hátt. Hann er þakklátur fyrir að hafa fengið að starfa við það sem hann elskar að gera í gegnum tíðina. vísir/pjetur Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal stendur á miklum tímamótum, því í dag fagnar hann 35 ára afmælinu sínu. „Þetta er svakalega fljótt að líða. Ég man þegar ég var yngri, þá töluðu foreldrar mínir mikið um það hvað tíminn líður hratt. Maður skilur það þegar maður eldist,“ segir Auðunn. Hann var staddur í Leifsstöð þegar blaðamaður náði tali af honum, á leið til Las Vegas til að fylgjast með Gunnari Nelson fyrir sjónvarpsþátt sem hann vinnur að. „Við verðum bara að vinna eins og skepnur þarna úti. Maður skálar kannski í rauðvíni eftir góðan vinnudag,“ segir Auðunn spurður út í hvort hann ætli að gera eitthvað í tilefni dagsins. Hann fór þó í keilu og á írska daga á Akranesi með fjölskyldunni um helgina. „Maður heldur kannski létta veislu þegar maður kemur heim,“ bætir Auðunn við. Hann segist þó ekki finna fyrir því að hann sé að eldast mikið, nema að nú fyrst finni hann fyrir því að hann sé kominn á fertugsaldurinn. „Ég held ég sé svona fimm árum á eftir. Þegar ég var þrítugur leið mér eins og ég væri 25 ára. Nú líður mér í fyrsta sinn eins og ég sé kominn á fertugsaldurinn.“ Spurður út í heilsuna segist hann hafa verið í svipuðu líkamlegu formi undanfarin fimm ár, enda duglegur að stunda líkamsrækt. „Ég finn aðallega fyrir aldrinum þegar ég er að spila fótbolta á gervigrasi. Ég spilaði leik á gervigrasi fyrir skömmu og daginn eftir leið mér eins og ég væri sextugur,“ segir Auðunn og hlær. Hann hefur í gegnum tíðina, eins og flestir vita, starfað við fjölmiðla og segist vera afar þakklátur fyrir að hafa fengið að starfa við það sem hann elskar að gera. „Lífið er búið að vera frábært. Það að fá að starfa við það sem maður elskar að gera er æðislegt. Ég get ekki kvartað.“ Mest lesið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fárveik í París Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal stendur á miklum tímamótum, því í dag fagnar hann 35 ára afmælinu sínu. „Þetta er svakalega fljótt að líða. Ég man þegar ég var yngri, þá töluðu foreldrar mínir mikið um það hvað tíminn líður hratt. Maður skilur það þegar maður eldist,“ segir Auðunn. Hann var staddur í Leifsstöð þegar blaðamaður náði tali af honum, á leið til Las Vegas til að fylgjast með Gunnari Nelson fyrir sjónvarpsþátt sem hann vinnur að. „Við verðum bara að vinna eins og skepnur þarna úti. Maður skálar kannski í rauðvíni eftir góðan vinnudag,“ segir Auðunn spurður út í hvort hann ætli að gera eitthvað í tilefni dagsins. Hann fór þó í keilu og á írska daga á Akranesi með fjölskyldunni um helgina. „Maður heldur kannski létta veislu þegar maður kemur heim,“ bætir Auðunn við. Hann segist þó ekki finna fyrir því að hann sé að eldast mikið, nema að nú fyrst finni hann fyrir því að hann sé kominn á fertugsaldurinn. „Ég held ég sé svona fimm árum á eftir. Þegar ég var þrítugur leið mér eins og ég væri 25 ára. Nú líður mér í fyrsta sinn eins og ég sé kominn á fertugsaldurinn.“ Spurður út í heilsuna segist hann hafa verið í svipuðu líkamlegu formi undanfarin fimm ár, enda duglegur að stunda líkamsrækt. „Ég finn aðallega fyrir aldrinum þegar ég er að spila fótbolta á gervigrasi. Ég spilaði leik á gervigrasi fyrir skömmu og daginn eftir leið mér eins og ég væri sextugur,“ segir Auðunn og hlær. Hann hefur í gegnum tíðina, eins og flestir vita, starfað við fjölmiðla og segist vera afar þakklátur fyrir að hafa fengið að starfa við það sem hann elskar að gera. „Lífið er búið að vera frábært. Það að fá að starfa við það sem maður elskar að gera er æðislegt. Ég get ekki kvartað.“
Mest lesið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fárveik í París Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira