Sex létust þegar svalir hrundu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. júní 2015 07:00 Írar eru harmi slegnir yfir dauða fimm írskra skiptinema. nordicphotos/getty Sex ungmenni létust og sjö slösuðust alvarlega þegar svalir íbúðar á fjórðu hæð íbúðarhúss í háskólabænum Berkeley í Kaliforníu hrundu á þriðjudag. Fimm hinna látnu voru írskir skiptinemar en sá sjötti Bandaríkjamaður. Ungmennin voru saman komin til að halda upp á 21 árs afmæli eins úr vinahópnum. Ættingjar ungmennanna voru í gær sagðir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC á leið á vettvang. Talið er líklegt að þeir muni fyrstir fá upplýsingarnar sem veittar verða um orsakir þess að svalirnar létu undan þunga þeirra sem á þeim voru. Charles Flanagan, utanríkisráðherra Írlands, sagði í tilkynningu eftir að ljóst var hvað gerst hafði að um væri að ræða hörmungardag fyrir aðstandendur hinna látnu. „Nemendurnir og fjölskyldur þeirra eru okkur efst í huga,“ sagði hann. Svalirnar losnuðu af byggingunni og féllu fimmtán metra, áður en þeim hvolfdi yfir svalir á þriðju hæð hússins. Slysið hefur vakið upp miklar spurningar um byggingarreglugerðir á svæðinu. Svalirnar sem hrundu áttu samkvæmt reglunum að þola um það bil 1.400 kíló, sem er vel umfram heildarþyngd ungmennanna. Öðrum svölum byggingarinnar hefur verið lokað í öryggisskyni. Einn íbúa byggingarinnar, Sam Cacas, gagnrýndi öryggi hússins harðlega í samtali við fréttastofu USA Today. Hann sagði ekki nægilega vel gætt að húsinu og íbúum þess og bætti því við að auðveldlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir harmleikinn. Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Sex ungmenni létust og sjö slösuðust alvarlega þegar svalir íbúðar á fjórðu hæð íbúðarhúss í háskólabænum Berkeley í Kaliforníu hrundu á þriðjudag. Fimm hinna látnu voru írskir skiptinemar en sá sjötti Bandaríkjamaður. Ungmennin voru saman komin til að halda upp á 21 árs afmæli eins úr vinahópnum. Ættingjar ungmennanna voru í gær sagðir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC á leið á vettvang. Talið er líklegt að þeir muni fyrstir fá upplýsingarnar sem veittar verða um orsakir þess að svalirnar létu undan þunga þeirra sem á þeim voru. Charles Flanagan, utanríkisráðherra Írlands, sagði í tilkynningu eftir að ljóst var hvað gerst hafði að um væri að ræða hörmungardag fyrir aðstandendur hinna látnu. „Nemendurnir og fjölskyldur þeirra eru okkur efst í huga,“ sagði hann. Svalirnar losnuðu af byggingunni og féllu fimmtán metra, áður en þeim hvolfdi yfir svalir á þriðju hæð hússins. Slysið hefur vakið upp miklar spurningar um byggingarreglugerðir á svæðinu. Svalirnar sem hrundu áttu samkvæmt reglunum að þola um það bil 1.400 kíló, sem er vel umfram heildarþyngd ungmennanna. Öðrum svölum byggingarinnar hefur verið lokað í öryggisskyni. Einn íbúa byggingarinnar, Sam Cacas, gagnrýndi öryggi hússins harðlega í samtali við fréttastofu USA Today. Hann sagði ekki nægilega vel gætt að húsinu og íbúum þess og bætti því við að auðveldlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir harmleikinn.
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira