Láti foreldra vita um óbólusetta skólafélaga Nadine Guðrún Yaghi skrifar 27. febrúar 2015 07:00 Á undanförnum vikum hafa borist fréttir af mislingafaröldrum að utan. Tilfellin skipta þúsundum. Vísir/Getty „Ef það kæmi upp smitsjúkdómur í skóla þá skiptir það máli fyrir allt skólasamfélagið og hvað mest foreldra, alveg óháð því hvort barn þeirra sé í beinni eða óbeinni hættu,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir og bæjarfulltrúi Vinstri grænna í Kópavogi. Ólafur Þór lagði fram fyrirspurn á fundi bæjarráðs í gær varðandi stefnu um bólusetningu barna í leik- og grunnskólum. „Eru foreldrar upplýstir um ef börn sem ekki eru bólusett ganga í skóla með börnum þeirra,“ er ein þeirra spurninga sem Ólafur Þór lagði fram á fundinum. Í samtali við Fréttablaðið segir Ólafur Þór að ef foreldrar yrðu upplýstir hvað þetta varðar yrðu þeir meðvitaðari um áhættuna sem því fylgir. „Auðvitað ætti ekki að setja stimpil á persónu barnsins,“ segir Ólafur Þór aðspurður hvernig eigi að framkvæma slíka upplýsingagjöf til foreldra. „Það væri þá hlutverk skólanna að kanna hlutfall bólusettra nemenda og væri þá hægt að gefa út yfirlýsingu um það hversu mörg prósent af nemendum skólans væru bólusett. Þá hefðu foreldrar þann möguleika að setja barnið sitt í annan skóla með hærra hlutfalli bólusettra barna.“ Ólafur Þór tekur dæmi um það að þegar lúsafaraldur kemur upp í skólum fari öll börn heim með tilkynningu um að foreldrar eigi að bregðast við. „Síðan erum við með hættu á alvarlegum smitsjúkdómum eins og til dæmis mislingum og foreldrar fá ekki einu sinni að vita hvort önnur börn í skólanum séu bólusett,“ segir Ólafur sem telur að um stórt lýðheilsumál sé að ræða. Í greinargerð Ólafs Þórs segir að á undanförnum vikum hafi borist fréttir af mislingafaröldrum að utan, og skipti tilfellin þúsundum. Sóttvarnalæknir telji það aðeins tímaspursmál hvenær tilfelli greinist hérlendis. Mikilvægt sé að menntasvið og skólarnir skoði þessi mál og ræði viðbrögð og leiðir til að tryggja öryggi barna. Ólafur spurði á fundi bæjarráðs hvort einhver stefna væri til um bólusetningar barna í leik-og grunnskólum Kópavogs og hvort skólahjúkrunarfræðingar fylgdust með því hvort börnin væru bólusett. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
„Ef það kæmi upp smitsjúkdómur í skóla þá skiptir það máli fyrir allt skólasamfélagið og hvað mest foreldra, alveg óháð því hvort barn þeirra sé í beinni eða óbeinni hættu,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir og bæjarfulltrúi Vinstri grænna í Kópavogi. Ólafur Þór lagði fram fyrirspurn á fundi bæjarráðs í gær varðandi stefnu um bólusetningu barna í leik- og grunnskólum. „Eru foreldrar upplýstir um ef börn sem ekki eru bólusett ganga í skóla með börnum þeirra,“ er ein þeirra spurninga sem Ólafur Þór lagði fram á fundinum. Í samtali við Fréttablaðið segir Ólafur Þór að ef foreldrar yrðu upplýstir hvað þetta varðar yrðu þeir meðvitaðari um áhættuna sem því fylgir. „Auðvitað ætti ekki að setja stimpil á persónu barnsins,“ segir Ólafur Þór aðspurður hvernig eigi að framkvæma slíka upplýsingagjöf til foreldra. „Það væri þá hlutverk skólanna að kanna hlutfall bólusettra nemenda og væri þá hægt að gefa út yfirlýsingu um það hversu mörg prósent af nemendum skólans væru bólusett. Þá hefðu foreldrar þann möguleika að setja barnið sitt í annan skóla með hærra hlutfalli bólusettra barna.“ Ólafur Þór tekur dæmi um það að þegar lúsafaraldur kemur upp í skólum fari öll börn heim með tilkynningu um að foreldrar eigi að bregðast við. „Síðan erum við með hættu á alvarlegum smitsjúkdómum eins og til dæmis mislingum og foreldrar fá ekki einu sinni að vita hvort önnur börn í skólanum séu bólusett,“ segir Ólafur sem telur að um stórt lýðheilsumál sé að ræða. Í greinargerð Ólafs Þórs segir að á undanförnum vikum hafi borist fréttir af mislingafaröldrum að utan, og skipti tilfellin þúsundum. Sóttvarnalæknir telji það aðeins tímaspursmál hvenær tilfelli greinist hérlendis. Mikilvægt sé að menntasvið og skólarnir skoði þessi mál og ræði viðbrögð og leiðir til að tryggja öryggi barna. Ólafur spurði á fundi bæjarráðs hvort einhver stefna væri til um bólusetningar barna í leik-og grunnskólum Kópavogs og hvort skólahjúkrunarfræðingar fylgdust með því hvort börnin væru bólusett.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira