Enski boltinn

Podolski: Get hjálpað Arsenal

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Podolski fann sig ekki í búningi Inter.
Podolski fann sig ekki í búningi Inter. vísir/getty
Þýski fótboltamaðurinn Lukas Podolski segir að hann hafi enn margt að bjóða Arsenal.

Podolski, sem er þrítugur, á eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal en hann lék sem lánsmaður með Inter á Ítalíu seinni hluta tímabilsins í ár.

„Arsenal er frábært félag og ég tel mig geta hjálpað því,“ sagði Podolski sem kom til Lundúnaliðsins frá Köln 2012.

„Hlutirnir breytast alltaf en ef minnar þjónustu er óskað verð ég áfram hjá Arsenal á næsta tímabili.“

Þrátt fyrir að hafa aðeins skorað eitt mark í 17 leikjum með Inter segir Podolski að reynslan af því að spila á Ítalíu geti hjálpað honum.

„Ég get nýtt mér þessa reynslu þótt hlutirnir hafi ekki gengið upp hjá mér á Ítalíu. En ég á mörg ár eftir og hef enn brennandi ástríðu fyrir því að spila fótbolta,“ sagði Podolski.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×