Byrjuð að plana næstu Secret Solstice hátíð Gunnar Leó Pálsson skrifar 24. júní 2015 09:30 Allt ætlaði um koll að keyra þegar hljómsveitin Wu-Tang Clan steig á svið á sunnudagskvöld og má segja að hátíðin hafi náð ákveðnu hámarki á þeirri stundu. vísir/andri marinó Tæplega tíu þúsund miðar seldust á Secret Solstice-hátíðina sem fram fór í Laugardalnum um helgina. Það þýðir að minnstu munaði að uppselt yrði á hátíðina. „Það voru bara rétt tvö hundruð miðar eftir þannig að við erum mjög sátt við þessar frábæru viðtökur,“ segir Ósk Gunnarsdóttir, kynningarstjóri hátíðarinnar. Miðinn á hátíðina kostaði tæpar tuttugu þúsund krónur en verðið var þó lægra í forsölu og þá voru ýmis tilboð í gangi. Svokallaðir V.I.P miðar kostuðu um þrjátíu þúsund krónur og má því áætla að tekjur af miðasölunni á hátíðina hafi verið nálægt 170 milljónum króna, miðað við grófa útreikninga en engin tala hefur fengist staðfest í þeim efnum. Hátíðin heppnaðist með eindæmum vel og eru aðstandendur Secret Solstice strax farnir að huga að næstu hátíð. „Secret Solstice verður haldin aftur á næsta ári, það er pottþétt og erum við nú þegar farin að skoða bókanir fyrir næsta ár,“ segir Ósk. Hún bætir við að aðstandendur hátíðarinnar vilji þakka Reykjavíkurborg, Þrótti og þeim starfsmönnum sem reka það glæsilega íþróttaheimili, gæslunni og lögreglu kærlega fyrir frábært samstarf. „Það var líka ánægjulegt að sjá foreldra koma með börnin sín og hvað þetta var í raun mikil fjölskylduhátíð á daginn.“Ósk Gunnarsdóttir, kynningarstjóri hátíðarinnar.Athygli vekur að engin brot voru kærð til lögreglu á þessari fjölsóttu hátíð. „Við fögnum því, það var gleðilegt að sjá hvað lögreglan var vinaleg og sýnileg á hátíðinni.“ Hátíðin var með leyfi fyrir tíu þúsund gesti og þar sem hún gekk svo vel, eru uppi vangaveltur um hvort hún verði enn stærri á næsta ári. „Við vinnum að mögulegri stækkun í samvinnu við borgina og hagsmunaaðila og því of snemmt að segja neitt að svo stöddu,“ segir Ósk. Að hátíðinni lokinni var haldið heljarmikið eftirpartí fyrir starfsfólk og aðstandendur og komu þar fram nokkrir af þekktustu tónlistarmönnum hátíðarinnar í ár. „Partíið fór fram á leynistað og þar komu fram nokkur af þekktustu nöfnum hátíðarinnar. Hinar stjörnurnar sem tróðu upp á hátíðinni skemmtu sér vel í teitinu,“ segir Ósk spurð út í gleðskapinn. Veðrið lék við gesti Secret Solstice um helgina og hafði það mikil áhrif á hve góð stemning myndaðist. Helstu tónlistarmennirnir sem komu fram í ár voru Wu-Tang Clan, Kelis, Busta Rhymes og The Wailers, ásamt fjölda þekktra íslenskra listamanna. Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira
Tæplega tíu þúsund miðar seldust á Secret Solstice-hátíðina sem fram fór í Laugardalnum um helgina. Það þýðir að minnstu munaði að uppselt yrði á hátíðina. „Það voru bara rétt tvö hundruð miðar eftir þannig að við erum mjög sátt við þessar frábæru viðtökur,“ segir Ósk Gunnarsdóttir, kynningarstjóri hátíðarinnar. Miðinn á hátíðina kostaði tæpar tuttugu þúsund krónur en verðið var þó lægra í forsölu og þá voru ýmis tilboð í gangi. Svokallaðir V.I.P miðar kostuðu um þrjátíu þúsund krónur og má því áætla að tekjur af miðasölunni á hátíðina hafi verið nálægt 170 milljónum króna, miðað við grófa útreikninga en engin tala hefur fengist staðfest í þeim efnum. Hátíðin heppnaðist með eindæmum vel og eru aðstandendur Secret Solstice strax farnir að huga að næstu hátíð. „Secret Solstice verður haldin aftur á næsta ári, það er pottþétt og erum við nú þegar farin að skoða bókanir fyrir næsta ár,“ segir Ósk. Hún bætir við að aðstandendur hátíðarinnar vilji þakka Reykjavíkurborg, Þrótti og þeim starfsmönnum sem reka það glæsilega íþróttaheimili, gæslunni og lögreglu kærlega fyrir frábært samstarf. „Það var líka ánægjulegt að sjá foreldra koma með börnin sín og hvað þetta var í raun mikil fjölskylduhátíð á daginn.“Ósk Gunnarsdóttir, kynningarstjóri hátíðarinnar.Athygli vekur að engin brot voru kærð til lögreglu á þessari fjölsóttu hátíð. „Við fögnum því, það var gleðilegt að sjá hvað lögreglan var vinaleg og sýnileg á hátíðinni.“ Hátíðin var með leyfi fyrir tíu þúsund gesti og þar sem hún gekk svo vel, eru uppi vangaveltur um hvort hún verði enn stærri á næsta ári. „Við vinnum að mögulegri stækkun í samvinnu við borgina og hagsmunaaðila og því of snemmt að segja neitt að svo stöddu,“ segir Ósk. Að hátíðinni lokinni var haldið heljarmikið eftirpartí fyrir starfsfólk og aðstandendur og komu þar fram nokkrir af þekktustu tónlistarmönnum hátíðarinnar í ár. „Partíið fór fram á leynistað og þar komu fram nokkur af þekktustu nöfnum hátíðarinnar. Hinar stjörnurnar sem tróðu upp á hátíðinni skemmtu sér vel í teitinu,“ segir Ósk spurð út í gleðskapinn. Veðrið lék við gesti Secret Solstice um helgina og hafði það mikil áhrif á hve góð stemning myndaðist. Helstu tónlistarmennirnir sem komu fram í ár voru Wu-Tang Clan, Kelis, Busta Rhymes og The Wailers, ásamt fjölda þekktra íslenskra listamanna.
Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira