Tiny um Bam Margera: "Allt sem hann segir er kjaftæði“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. júní 2015 09:47 „Allt sem þessi gæi segir á öllum miðlum er kjaftæði,“ segir Egill Thorarensen. Hann var einn skipuleggjanda Secret Solstice hátíðarinnar en hann ásamt Gísla Pálma og þriðja manni veittu Bam Margera áverka á hátíðinni á laugardagskvöld. Egill var í viðtali við Harmageddon á X-977 nú rétt í þessu. „Bam var fyrir löngu búinn að skapa sér óvild út um allt svæðið. Hann veittist að fólki og afgreiðslufólki. Hann áreitti stelpur út um allt svæðið og hann áreitti líka aðra og var með dólg.“ Á upptöku af atvikinu sést hvar Margera labbar inn á svæðið fyrir tónlistarfólk og starfsmenn og Egill og Gísli Pálmi taka á móti honum og lúskra á honum. Í myndbandi sem sjá má inn á Vísi sést hvar Bam segir að yfirlýsingar skipuleggjenda um áreiti Bam hafi verið kjaftæði. Hann hafi átt í útistöðum við mann að nafni Leon Hill sem eitt sinn var fjölmiðlafulltrúi hans. „Þegar þeir komu síðast kynntist Hill mér og landinu og varð ástfanginn af Íslandi. Síðan þá hefur hann starfað fyrir hátíðina. Bam segir að Hill skuldi sér 90.000 dali en það er fásinna. Hann mætir á barinn og ætlar að útkljá þessi mál og ég bið hann vinsamlegast um að gera það annars staðar.“ Egill segir að Bam hafi verið með tvo menn með sér og þeir hafi ætlað sér að tala við Hill. „Þannig þetta var bara ég á móti þremur áður en Gísli kom mér til bjargar. Við Gísli vorum ekki að koma neinum stelpum til bjargar heldur að redda okkur. Ég er enginn stuðningsmaður ofbeldis og það er enginn að hreykja sér af þessu. Ofbeldi er aldrei réttlætanlegt.“ „Ég hefði alveg getað haldið áfram að taka við höggum og hrákum frá þessum gæjum en ég var orðinn of reiður. Ég reiddist, missti stjórn á mér og það sem ég gerði það gerði ég í bræði. Svo reynir hann að kaupa sér „goodwill“ á Instagram með því að lofa skatepark fyrir íslenska krakka. Við Gísli getum miklu frekar haldið geggjaða tónleika og látið ágóðann renna í skatepark.“ Skilaboð Egils til Bam voru einföld. „Mættu með myndbandið óklippt. Ég veit það er til og þegar þú kemur með það þá sýnir það að við höfum rétt fyrir okkur en ekki þú.“ In boston out of the hospital, now off to see my lawyer! Iceland kids, your getting a skatepark, a proper one. A photo posted by Bam Margera (@bam__margera) on Jun 23, 2015 at 7:45am PDT Tengdar fréttir 250 þúsund sinnum horft á Gísla Pálma kýla Bam Margera Blaðamaður Vice segir Reykjavík lítinn bæ þar sem maður geti drukkið við hlið þekktra tónlistarmanna á skemmtistöðum bæjarins og "svo gott sem kysst börnin hennar Bjarkar góða nótt.“ 23. júní 2015 15:36 Átökin á myndbandi: Þverneitar að hafa áreitt starfsfólk Í myndbandi sést greinilega hvernig þrír menn, þar á meðal rapparinn Gísli Pálmi, slá Bam Margera í andlitið áður en hann fellur með höfuðið á dyrakarm. Málið snýst um óuppgerðar skuldir. 21. júní 2015 14:58 Emmsjé Gauti: „Suma menn þarf einfaldlega að kýla“ Óvíst er hvaða afleiðingar árás íslenskra rappara á meðlim Jackass, Bam Margera, mun hafa í för með sér. 23. júní 2015 11:45 Mest lesið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Fleiri fréttir Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Sjá meira
„Allt sem þessi gæi segir á öllum miðlum er kjaftæði,“ segir Egill Thorarensen. Hann var einn skipuleggjanda Secret Solstice hátíðarinnar en hann ásamt Gísla Pálma og þriðja manni veittu Bam Margera áverka á hátíðinni á laugardagskvöld. Egill var í viðtali við Harmageddon á X-977 nú rétt í þessu. „Bam var fyrir löngu búinn að skapa sér óvild út um allt svæðið. Hann veittist að fólki og afgreiðslufólki. Hann áreitti stelpur út um allt svæðið og hann áreitti líka aðra og var með dólg.“ Á upptöku af atvikinu sést hvar Margera labbar inn á svæðið fyrir tónlistarfólk og starfsmenn og Egill og Gísli Pálmi taka á móti honum og lúskra á honum. Í myndbandi sem sjá má inn á Vísi sést hvar Bam segir að yfirlýsingar skipuleggjenda um áreiti Bam hafi verið kjaftæði. Hann hafi átt í útistöðum við mann að nafni Leon Hill sem eitt sinn var fjölmiðlafulltrúi hans. „Þegar þeir komu síðast kynntist Hill mér og landinu og varð ástfanginn af Íslandi. Síðan þá hefur hann starfað fyrir hátíðina. Bam segir að Hill skuldi sér 90.000 dali en það er fásinna. Hann mætir á barinn og ætlar að útkljá þessi mál og ég bið hann vinsamlegast um að gera það annars staðar.“ Egill segir að Bam hafi verið með tvo menn með sér og þeir hafi ætlað sér að tala við Hill. „Þannig þetta var bara ég á móti þremur áður en Gísli kom mér til bjargar. Við Gísli vorum ekki að koma neinum stelpum til bjargar heldur að redda okkur. Ég er enginn stuðningsmaður ofbeldis og það er enginn að hreykja sér af þessu. Ofbeldi er aldrei réttlætanlegt.“ „Ég hefði alveg getað haldið áfram að taka við höggum og hrákum frá þessum gæjum en ég var orðinn of reiður. Ég reiddist, missti stjórn á mér og það sem ég gerði það gerði ég í bræði. Svo reynir hann að kaupa sér „goodwill“ á Instagram með því að lofa skatepark fyrir íslenska krakka. Við Gísli getum miklu frekar haldið geggjaða tónleika og látið ágóðann renna í skatepark.“ Skilaboð Egils til Bam voru einföld. „Mættu með myndbandið óklippt. Ég veit það er til og þegar þú kemur með það þá sýnir það að við höfum rétt fyrir okkur en ekki þú.“ In boston out of the hospital, now off to see my lawyer! Iceland kids, your getting a skatepark, a proper one. A photo posted by Bam Margera (@bam__margera) on Jun 23, 2015 at 7:45am PDT
Tengdar fréttir 250 þúsund sinnum horft á Gísla Pálma kýla Bam Margera Blaðamaður Vice segir Reykjavík lítinn bæ þar sem maður geti drukkið við hlið þekktra tónlistarmanna á skemmtistöðum bæjarins og "svo gott sem kysst börnin hennar Bjarkar góða nótt.“ 23. júní 2015 15:36 Átökin á myndbandi: Þverneitar að hafa áreitt starfsfólk Í myndbandi sést greinilega hvernig þrír menn, þar á meðal rapparinn Gísli Pálmi, slá Bam Margera í andlitið áður en hann fellur með höfuðið á dyrakarm. Málið snýst um óuppgerðar skuldir. 21. júní 2015 14:58 Emmsjé Gauti: „Suma menn þarf einfaldlega að kýla“ Óvíst er hvaða afleiðingar árás íslenskra rappara á meðlim Jackass, Bam Margera, mun hafa í för með sér. 23. júní 2015 11:45 Mest lesið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Fleiri fréttir Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Sjá meira
250 þúsund sinnum horft á Gísla Pálma kýla Bam Margera Blaðamaður Vice segir Reykjavík lítinn bæ þar sem maður geti drukkið við hlið þekktra tónlistarmanna á skemmtistöðum bæjarins og "svo gott sem kysst börnin hennar Bjarkar góða nótt.“ 23. júní 2015 15:36
Átökin á myndbandi: Þverneitar að hafa áreitt starfsfólk Í myndbandi sést greinilega hvernig þrír menn, þar á meðal rapparinn Gísli Pálmi, slá Bam Margera í andlitið áður en hann fellur með höfuðið á dyrakarm. Málið snýst um óuppgerðar skuldir. 21. júní 2015 14:58
Emmsjé Gauti: „Suma menn þarf einfaldlega að kýla“ Óvíst er hvaða afleiðingar árás íslenskra rappara á meðlim Jackass, Bam Margera, mun hafa í för með sér. 23. júní 2015 11:45