Vinna að bættri aðstöðu villikatta Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. janúar 2015 11:42 vísir/getty Félagið Villikettir, sem nýverið tók til starfa, hefur óskað eftir aðstoð Hafnarfjarðarbæjar, meðal annars til að bæta aðstöðu villikatta í sveitarfélaginu. Málið var tekið fyrir á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs í morgun og lögð var fram beiðni um fjárstuðning til bæjarráðs. Félagið Villikettir hyggst leita úrbóta fyrir villta ketti hér á landi samkvæmt viðurkenndum aðferðum sem skilað hafa árangri í öðrum löndum. Notast er við aðferðina fanga-gelda-sleppa, sem er alþjóðleg aðferðarfræði um hvernig megi mannúðlega takast á við villikattastofna án þess að aflífa þá. Þá eru búr sett út á svæðin sem þeir hafast við á, dýrin eru fönguð, geld og sleppt aftur á svæðið ef ekki er um kettlinga eða mjög særð dýr að ræða. Þá sér félagið til þess að skjól sé á svæðinu og að sjálfboðaliðar séu til staðar til að fylgjast með matargjöfum. Í erindi félagsins til Hafnarfjarðarbæjar segir að margar rannsóknir styðji að aðferðin sé gagnleg. Þær hafi sýnt fram á allt að 36 prósenta fækkun kattastofna á tveimur árum og allt að 66 prósent yfir ellefu ár. Þá minnki þeir hægt og rólega við eðlilegar dánarorsakir kattanna. Vistfræðileg rök félagsins eru þau að borgarlandið njóti ýmissa kosta, þ.e kettirnir veiði mýs og haldi aftur af ágangi rotta og máva. Þá hafi einnig verið sýnt fram á að sleppa köttum frekar en að aflífa sé langtímalausn því þeir haldi svæðunum sínum sjálfir og hindri þar með aðra ógelda ketti að festa sér búsetu á þessum svæðum þar sem æti og skjól sé að finna og fjölgi sér þar. Markmið félagsins eru eftirfarandi:Að kortleggja helstu búsetusvæði villikatta á Íslandi.Fanga, gelda og sleppa eins mörgum villiköttum og kostur gefst. Merkja villiketti með alþjóðlegu merki villikatta, smá bútur, 1 cm., klipptur af horni vinstra eyra.Fanga og koma undir læknishendur (til að lækna eða aflífa, eftir atvikum) verulega særðum eða sjúkum villiköttum. • Fanga og koma á heimili ungum kettlingum sem fæðast villtir.Bæta aðstöðu fyrir villiketti eins og kostur gefst, m.a. með gerð skjóla á svæðunum.Standa að baki sjálfboðaliðum sem þegar gefa villiköttum fæði á ýmsum svæðum og finna sjálfboðaliða til að sjá um það á öðrum. Stuðla að því að skerpt verði á lagalegum réttindum villikatta.Hægt er fylgjast með störfum Villikatta á heimasíðu félagsins. Þá er jafnframt hægt að gerast meðlimur fyrir 2.800 krónur. Innlegg frá Villikettir. Innlegg frá Villikettir. Innlegg frá Villikettir. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Félagið Villikettir, sem nýverið tók til starfa, hefur óskað eftir aðstoð Hafnarfjarðarbæjar, meðal annars til að bæta aðstöðu villikatta í sveitarfélaginu. Málið var tekið fyrir á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs í morgun og lögð var fram beiðni um fjárstuðning til bæjarráðs. Félagið Villikettir hyggst leita úrbóta fyrir villta ketti hér á landi samkvæmt viðurkenndum aðferðum sem skilað hafa árangri í öðrum löndum. Notast er við aðferðina fanga-gelda-sleppa, sem er alþjóðleg aðferðarfræði um hvernig megi mannúðlega takast á við villikattastofna án þess að aflífa þá. Þá eru búr sett út á svæðin sem þeir hafast við á, dýrin eru fönguð, geld og sleppt aftur á svæðið ef ekki er um kettlinga eða mjög særð dýr að ræða. Þá sér félagið til þess að skjól sé á svæðinu og að sjálfboðaliðar séu til staðar til að fylgjast með matargjöfum. Í erindi félagsins til Hafnarfjarðarbæjar segir að margar rannsóknir styðji að aðferðin sé gagnleg. Þær hafi sýnt fram á allt að 36 prósenta fækkun kattastofna á tveimur árum og allt að 66 prósent yfir ellefu ár. Þá minnki þeir hægt og rólega við eðlilegar dánarorsakir kattanna. Vistfræðileg rök félagsins eru þau að borgarlandið njóti ýmissa kosta, þ.e kettirnir veiði mýs og haldi aftur af ágangi rotta og máva. Þá hafi einnig verið sýnt fram á að sleppa köttum frekar en að aflífa sé langtímalausn því þeir haldi svæðunum sínum sjálfir og hindri þar með aðra ógelda ketti að festa sér búsetu á þessum svæðum þar sem æti og skjól sé að finna og fjölgi sér þar. Markmið félagsins eru eftirfarandi:Að kortleggja helstu búsetusvæði villikatta á Íslandi.Fanga, gelda og sleppa eins mörgum villiköttum og kostur gefst. Merkja villiketti með alþjóðlegu merki villikatta, smá bútur, 1 cm., klipptur af horni vinstra eyra.Fanga og koma undir læknishendur (til að lækna eða aflífa, eftir atvikum) verulega særðum eða sjúkum villiköttum. • Fanga og koma á heimili ungum kettlingum sem fæðast villtir.Bæta aðstöðu fyrir villiketti eins og kostur gefst, m.a. með gerð skjóla á svæðunum.Standa að baki sjálfboðaliðum sem þegar gefa villiköttum fæði á ýmsum svæðum og finna sjálfboðaliða til að sjá um það á öðrum. Stuðla að því að skerpt verði á lagalegum réttindum villikatta.Hægt er fylgjast með störfum Villikatta á heimasíðu félagsins. Þá er jafnframt hægt að gerast meðlimur fyrir 2.800 krónur. Innlegg frá Villikettir. Innlegg frá Villikettir. Innlegg frá Villikettir.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira